Leita í fréttum mbl.is

Nýr Landspítali

skal víst byggđur hvađ sem tautar og raular.

 Ég  hef velt ţví fyrir mér hvernig ţađ megi vera ađ ţetta skuli gera međan viđ höfum ekki getađ rekiđ heilbrigđisţjónustuna í mörg ár međ núverandi húsakosti. Ţađ er ekki bara undir núverandi stjórn sem sífellt er heimtađur niđurskurđur á niđurskurđ ofan. Sá ráđherra sem ekki getur skoriđ niđur meira en nćsti ráđherra á undan er talinn einskis nýtur. Ţađ virđist ţá vera ađ ţađ hafi veriđ byrjađ í einhverri alsherjar  vitleysu úr ţví ađ sífellt er hćgt "í ţynnra ađ ţynna, ţynnkuna allra hinna."

Ţađ síđasta sem ég heyri er ađ Steingrímur J.Sigfússon vill endilega byggja ţessa 4 hektara nýbyggingu međ tengingum viđ gamla ónýta spítalann, sem skal ţó samnýttur nýju byggingunum. Ţá fór ég ađ fá alvarlega ţanka um ađ hér vćri einhver dellan í gangi.

Ég las svo viđtal viđ forstjórann, Björn Zoega held ég hann heiti. Hann segir ađ nýji spítalinn spari sig upp, međ 2.3 milljörđum á ári. Vegna ţess hversu ódýrara sé ađ vera međ eitt sett af tćkjum OG láta sjúklinga vera á göngudeildum í stađ ţess ađ liggja inni á spítölunum!

Erum viđ ekki orđin föst í ţessari Landspítala-Háskólasjúkrahúss-hugmynd sem eitt allsherjar ríkislćkningaapparat  ? Er ekki hćgt ađ stofna fyrirtćki um Borgó og Lansann og bjóđa út reksturinn?  Láta hvern mann hafa ávísun á sjúkrahúsţjónustu sem byggđ er á núverandi tilkostnađi og ţjónustustigi?  Vilji hann leita til spítala sem býđur lćgra í hann og hans lćkningu ţá fćr sjúklingurinn sjálfur hluta af sparnađinum í vasann?  Hugsanlega valkvćđa ţjónustu eins og forstjórinn talar um ađ láta fólk hafa í stađinn fyrir spítalalegu?

Ég er ekki ađ segja ađ ég hafi neitt sérstakt vit á ţví sem ég er ađ tala um, en ég er bara ađ leita ađ einhverri nýrri hugsun svipađ og Milton Friedmann var á sínum tíma međ í menntakerfinu. Geta menn fundiđ leiđ til ađ koma á samkeppni í stađ samráđs í spítalarekstri, ţar sem starfsfólk fengi hlut í hagnađi og sparnađi í stađ vinnumissis í núverandi kerfi? Zoega fengi ađ grćđa sjálfur á einhverju sem hann gćti hugsađ upp til hagrćđingar ásamt starfsfólkinu öllu? Spítalarekstur ţar sem fólkiđ hefđi eitthvađ um ţađ ađ segja hvernig haldiđ vćri á málum? Er ţađ endilega rétt ađ láta lćknadeild Háskólans hafa einkaleyfi á lćkningum í landinu og skammta frambođiđ á lćknum? Hvađ kostar kínverskur lćknir sem hćgt er ađ nota í einhver valin störf? Ţurfum viđ ađ mennta lćkna handa Norđmönnum?

Vađlaheiđargöng kosta kannski 10 milljarđa og munu borga sig međ veggjöldum. Nýr spítali kostar samkvćmt Steingríimi 40 milljarđa.(ţá er eftir ađ taka tillit til pí-faktorsins sem gildir um opinberar áćtlanir af ţessu tagi!) Mun hann borga sig og hvernig?  Vilja menn ekki setja einhverjar tölur fram á blađi fyrir ţjóđina sem sannfćri hana um ágćti ráđstöfunarinnar? Hvađ er búiđ ađ eyđa miklu nú ţegar í hönnunina? Hver réđi ţví hvađ eđa hvernig skuli hannađ? Getur almenningur treyst einhverju sem veriđ er ađ brugga bak viđ luktar dyr? Á hann bara ađ borga?  

Er nýr Landspítali bara náttúrulögmál frekar en ţjóđareign? 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418431

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband