Leita í fréttum mbl.is

Hitnar á Hellisheiði?

kom í huga mér þegar ég keyrði upp Kamba í gærkvöldi í dásemdarstillu og blíðviðri. Ég hef aldrei séð annan eins fjölda gufustróka stíga upp úr hlíðunum fyrir ofan Hveragerði.

Ég velti fyrir mér hvort eitthvað í rakastigi loftsins gerði það að verkum að gufan varð svona sýnileg? Eða er bara meira framboð? Gufan frá borholunum á háheiðinni var líka bæði mikil og væn.

Svo berast allstaðar tíðindi af auknum hreyfingum í jarðskorpunni.Skyldic O.R. mæla aukningu á hita í vrkjunum sínum á Hellisheiði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skarplega athugað. Ég tók líka eftir því hvað strókurinn frá Hellisheiðarvirkjun sem sést héðan frá borginni, var þykkur og hár og umfangsmikill í gær. Kannski var það bara veðrið, en auðvitað veltir maður ýmsu fyrir sér því jarðskorpuvirkni virðist gjarnan koma í hrinum sem ganga jafnvel yfir allt landið á afmörkuðu tímabili, en svo þess á milli er kannski allt með kyrrum kjörum. Jarðfræðingar halda því fram að engin tengsl séu á milli hræringar á einum stað og öðrum, en ég er ekki sannfærður. Undir landinu er uppstreymi í jarðmöttlinum, og ef þar undir er bráðin kvika sem streymir upp, þá get ég hæglega ímyndað mér að sveiflur í flæði hennar kunni að orsaka atburði hér nálægt yfirborðinu sem geta komið fram víðsvegar um landið. Þetta er auðvitað ósannað, en ekki heldur afsannað.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Guðmunur, takk fyrir þetta. Það var gaman að þú skldir taka eftir þessu líka. Hefur þú aðra skýringu en að það sé fírað neðanfrá?

Halldór Jónsson, 5.9.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað skyldi Gústi frændi segja um þetta fyrirbæri?

Halldór Jónsson, 5.9.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband