8.9.2011 | 08:28
Ragnar Önundar enn á ferð
með góða grein í Morgunblaðinu, þar sem hann fjallar enn um meðferðina á Húsasmiðjunni af mönnunum sem Aríon banki, sem er svo eiginlega gjaldþrota samkvæmt fréttum, er að afhenda lungann af matvörumarkaði landsmanna með því að selja þeim Haga, með Bónus og fylgifé.
Ragnar segir:
"Í grein minni í Morgunblaðinu á höfuðdaginn 29. ágúst sl. fjallaði ég um skuldsetta yfirtöku á þekktu íslensku fyrirtæki og rifjaði upp hvernig þeir sem höfðu þannig eignast félagið fyrir ekkert seldu fasteignir félagsins við yfirverði og leigðu þær til baka á samsvarandi hærri leigu en nam markaðsleigu. Andvirði eignanna notuðu þeir til að borga sjálfum sér út háar fjárhæðir sem arð. Hvort tveggja var vitaskuld ólöglegt og raunar refsivert. Stjórnvöld verða að bregðast við, því annars verður slík sjálftaka endurtekin.....
....Ríkisskattstjóri gefur út ritið Tíund. Í desember 2008 birtist þar grein eftir Aðalstein Hákonarson, fv. lögg. endurskoðanda, og nú forstöðumann eftirlitssviðs embættisins. Gefum honum orðið: »Sú var tíðin að þegar menn keyptu sér eignir þurftu þeir að borga fyrir þær. Í byrjun þessarar aldar fundu íslenskir viðskiptajöfrar leið til að komast hjá því. Þeir keyptu fyrirtæki og létu fyrirtækin sjálf, sem keypt voru, greiða kaupverðið í gegnum eignalausa samruna. Með því að hengja skuldir utan á fyrirtækin með samruna eftir kaupin, setja þau síðan á markað og selja hlutina í þeim til lífeyrissjóða og almennings á enn hærra verði en keypt hafði verið á, þrátt fyrir skuldsetninguna, gátu forvígismennirnir skapað sér miklar tekjur.«
Aðalsteinn lýsir þessu svo í smáatriðum og efast um réttmæti þess að færa upp viðskiptavild á móti skuldaaukningunni, í stað þess að færa eigið fé niður. Þá undrast hann yfirlýsingar stjórna þessara félaga um að »samruninn komi ekki til með að skerða hag lánardrottna«.
Þetta er mikilvægt atriði af því að skv. 76. gr. hlutafélagalaga má félagsstjórn »ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins«. Í þessu felst að stjórninni ber skylda til að gæta hagsmuna allra þeirra sem kröfur eiga á félagið, s.s. viðskiptavina, birgja, banka og starfsmanna. Þegar féflett félag fellur í fang banka eiga forsvarsmenn bankans að láta fara fram rannsókn og eftir atvikum kæra málið til lögreglu. Almenningur, sem leggja þurfti fram fé og ábyrgðir vegna bankanna, á rétt á að þeir fylgi þessum hagsmunum eftir. Aðalsteinn segir »vafamál hvort hlutafélag megi skuldsetja sig í þágu hluthafa þannig að þeir komist yfir eignarhald á félaginu« og vísar til 104. gr. hlutafélagalaga. Loks efast Aðalsteinn um lögmæti þess að draga frá til skatts vexti af þeim skuldum sem stofnað var til í tengslum við kaupin, þar sem þeir vextir eru óviðkomandi starfsemi félagsins og tekjuöflun. Líklega hefur embætti Ríkisskattstjóra gert athugasemdir við slíkar gjaldfærslur.....
Ekki er nema hálf sagan sögð. Féflettarnir seldu eignir félagsins á verulegu yfirverði. Þeir tóku þær síðan á leigu til baka á samsvarandi yfirverði til langs tíma. Andvirði eignanna notuðu þeir strax til að greiða sjálfum sér stórfelldan arð. Nú kunna einhverjir að segja sem svo að við sölu eignanna hafi myndast söluhagnaður og að skv. reglum sé heimilt að borga hann út sem arð. Þetta er rangt. Salan fór fram á yfirverði m.v. markaðsverð og leiga eignanna til baka fór einnig fram á yfirverði. Samningar voru til langs tíma og óuppsegjanlegir. Þarna mynduðust útgjöld til framtíðar sem ekki var varið til öflunar tekna og ekki komu rekstrinum við, á móti sýndarhagnaði af sölunni. Slík leiga var því ekki frádráttarbær til skatts að því leyti sem hún var umfram markaðsleigu. Meira máli skiptir þó að þann hluta leigugjalda sem var umfram markaðsleigu bar að gjaldfæra strax með núvirðingu og sú gjaldfærsla hefði þurrkað út sýndarhagnaðinn sem búinn var til með sölu eignanna. Ákvæði 99. gr. hlutafélagalaga voru brotin því ekki var um raunverulegan hagnað að ræða, auk þess sem reglur um reikningsskil og bókhald voru brotnar, allt í auðgunarskyni.
Bankar standast ekki nema þeir starfi í þágu samfélagsins. Þeir sem þeim stjórna fara með sparifé almennings sem er almannafé. Einkabankar verða af þessari ástæðu eins konar »hálfopinberar stofnanir«, hvort sem hluthöfum þeirra líkar betur eða verr. Alvörubankar lána atvinnufyrirtækjum vegna framleiðslutækja og rekstrar og fjölskyldum vegna húsnæðis. Á síðustu árum voru eignarhaldsfélög og innantómar skeljar misnotaðar í stórum stíl í samstarfi við stjórnendur í bönkum sem brugðust skyldum sínum. Heimilum voru lánuð gengisbundin lán til kaupa á íbúðarhúsnæði og jafnvel hlutabréfum. Þetta má ekki endurtaka sig.
Látum Aðalstein hafa síðasta orðið: »Nauðsynlegt er að koma böndum á þann stjórnlausa glannaskap sem skuldsettu yfirtökurnar og samruninn hafa verið og aðrar sambærilegar ráðstafanir eins og t.d. hjá fasteignaleigufélögunum.« Og loks þetta: »Við þurfum að tryggja að viðskiptalíf framtíðarinnar þrífist ekki á blekkingum og að sýndarveruleiki nái ekki tökum á stjórnendum þess.« #
Vill fólk virkilega flykkjast til að versla við þessa menn? Er því sama hvaða menn fela sig á bak við Bónusgrísinn? Vill það eiga viðskpti við bankann sem stendur að þessu öllu?
Ragnar Önundarson á þakkir skyldar fyrir að vekja athygli á því svínaríi sem viðgengist hefur og eer enn á fullri ferð bak við lokaðar dyr Aríon banka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420658
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór,
það hefur farið allt of lítið fyrir umræðu um lagaumgjörðina að baki þeim spuna sem var í boði féflettanna. Of mörg okkar höfum við einblínt á þátt reglna frá ESB en við hefðum að auki getað litið okkur nær þegar kom að lögum um uppgjör og endurskoðun reikninga.
Endurskoðendur voru hafðir með í ráðum í aðgerðum féflettanna, nutu auk þess góðs af því sjálfir og svo virðist sem enn sé starfað í skjóli gallaðra laga með hjálp leyndarhyggju í boði stjórnvalda og getuleysi fjölmiðla.
Nú eru nær 3 ár liðin frá hruni og enn bólar ekki á alvarlegri endurskoðun laga um innviði og uppgjör fyrirtækja.
Til viðbótar mætti og nefna þátt þriggja einstaklinga í að selja íslenskri þjóð svikavef bankanna; Benders, Karlsdóttur og Jónssonar.
Ólafur Als, 8.9.2011 kl. 17:40
Drag frá skatti, er í lagi ef það bitnar ekki á samfélaginu. Skattur er framtíðar eignir samfélgsins í lok uppgjörstímabils og greiðast af fyrirfram skuldbundum tekjum lögaðilans , ekki af eignum hans. Því allir vita að tekju eftir skatta og skuldbingar eru eign lögaðila. Hér er verðið lýsa eignar tilfærslum sem er allmennar, mismuna innan geira og milli geiri í fákeppni yfirleitt í kommissra ríki Bjúrókrata á Íslandi. Tekjur í rekstri er hvergi í heimum hrein séreign lögaðlans sem sér um álagninguna. Eignarréttur er skýr og stjórnarskrárbundin. Hreint eiginfé er mælir á reiðfjárskuldbindar í tvíhliðabókhaldi færd KRED. Eignir lögaðila umfram hreinar skuldir, geta aldrei orðið hærri en hreint eigin fé.
Í raun er eiginfé hreint , og það sem er gefið upp án þess að skuldbindingar hafi verið færðar deb, er falsað, og metið. Fals er merkir viðbót í fornu máli. Hér er rórgrónin hugmyndafræði að eiginfé sé eign lögaðila. Ef tekjur eftir skatta og aðrar skuldbindingar er hærri kallast mismunur skattfrjáls arður og er hrein eign lögaðila í reiðufjárígildi eða reiðufé. Vilji hann nota þess eign til útvíkkunar síðar þá getur hann fært skuldbindinguna til hækkunar á eiginfé. Þetta er ekki vinsælt í keppni á markaði skilaboð um yfiritöku. Eiginfé fylgir undantekningalaust sú framtíðar skludbinding og kvöð, að tryggja að tekjur framtíðar fylgi meðal hækkum á keppnismarkaði, Þetta er "real interests" Þetta getur hinn hæfi ekki nema að græða fyrst. Hann verður að borga hækkunina með reiðfé eftir skatta. Þetta er eðlileg hækkun á eiginfé, en ekki úþennslu skilaboð.
Skattlegar endurskoðurnarreglur erlendis að eiginfé sé réttbókað því það er mjög einfalt og heiðarlegt, þess vegna er mismunur hreina eigna að frádregum kræfum skuldum á uppgjörstíma bili alltaf jafn hreinu eiginfé. Í fjármálabókahaldi er þetta aðalatriði. Nýlenduherrar skipta sér ekki af því ef lögaðilar ofmeta eignir sínar, því þeir leggja á eigna og tekjuskatta, og eins dauð er annars brauð. Rekstrar leyfið er svo selt öðrum. Þegar Íslendingur eða álíka sauður fer á hausinn. 1912 var bókhaldskilningur færður í lög hér.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1189928/
Júlíus Björnsson, 9.9.2011 kl. 13:55
Bókhaldsskylda 1911 á Íslandi. Þarf ekki skylda þá sem skilja það.
Júlíus Björnsson, 9.9.2011 kl. 13:56
Hver tryggir greiðslur á veðsöfnum gamla Landsbanka? Hverjir eru að greiða arðinn af þessum veðsöfnum? Væri nær að hækka lífeyrisgreiðslur? Lækka vexti af íbúðarlánum. Kveldúlfur fór á hausinn, því fyrr því betra þetta er grunnur frjálsmarkaðar. Þeir sem halda öðru fram eru hreinir kommisserar. Alveg sama hvað þeir segjast kjósa. Fara á hausinn er hreinsun til tyggja arð og störf framtíðarinnar. Auka raunhagvöxt með hæfu liði. Jöfn tækifæri. Þeir sem ekki farið upp í sveit eða til sjávar og unnið með höndunum, geta ekki lifað af heimstyrjöld ef enginn olía berst. Svo liðneskjur þar að senda til Lettlands eða Búlgaríu.
Júlíus Björnsson, 9.9.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.