16.9.2011 | 22:17
Hraðakstur
er eitthvað sem allir vilja fá að framkvæma og flestir gera einhvern tímann. Í öllum akstri verða slys,hugsanlega fleiri og alvarlegri eftir því sem hraðar er ekið.
Louis Hamiltom og Michael Schumacher eru ímynd gladiatoranna í hugum okkar, karlar í krapinu. Við viljum stundum keyra eins og þeir. Þá er það helst löggan með radarinn sem maður þarf að óttast.
Það er átakanlegt að horfa á og hlusta á móður drengs sem lét lífið í umferðarslysi. það þýðir hinsvegar ekki fyrir okkur að vera að reyna að endurlifa einstakan atburð eða gömul slys. Slysið varð og slys verða. Spurningin er er hægt að gera ráðstafanir til þess að það verði lengra í næsta slys?
Lögreglan er mis-töff eftir stöðum á hnettinum. Refsingar eru misjafnar. Maður kærir sig ekki um að missa teinið eða borga háa sekt fyrir að fá að kitla pinnann á súperbíl, eins og ég var að prófa í gær. Góðhest, trylltan gæðing. Maður varð bara ungur aftur. Það lá við að ég lenti í háfnum fyrir spyrnu en ég slapp.
Ég fór að hugsa á meðan, hvort þetta væri góður byrjendabíll? Hvort ég hefði haft gott af að fá svona bíl í hendur með nýtt próf 17 ára. Ég held að það hefði ekki breytt neinu. Pabbi átti áttagata tryllitæki þegar ég fékk prófið og ég var kaldur við að gefa í og sýna öðrum að ég hefði í fullu tré við þá. Ég gerði vitleysur en slapp bara með það.Var heppinn, sanngjarnt eða ekki. Ég var bara strákur eins og þeir voru og verða alltaf, vildi sýnast og vera kall í krapinu. Auðvitað var maður alltof kaldur, ábyrgðarlaus og hugsaði ekkert um mömmu eða pabba eða systkinin, hvað þá lífið, hjólastóla eða örkuml. Bílslys sem voru þó ekkert óalgeng þá frekar en nú. En maður þekkti enga lamaða í hjólastólum. Maður var ósæranlegur sjálfur og slysin hentu auðvitað bara aðra.
Hefði maður geta lifað við að fá ökuskírteini 17 ára bundið við 60 hestöfl? Verða að keyra með stórt L á bílnum ? Hefði maður geta lifað við reglur um sviptingu ökuleyfis fyrir 17 ára við 55 km hraða, 18 ára 60 km, 19 ára 65 ,20 ára 70 km? Geta farið á kvartmíluna til að spyrna? Keypt tíma á formúlubíl og fengið tilsögn? Maður fór að vinna á stórum vörubílum þá fyrir tvítugt þar sem gamla prófið var þá í gildi. Nú er þetta allt í einhverjum Eevrópureglum og ekkert má.
Hugsanlega hefðu einhver svona ákvæði einhver áhrif. En samt held ég að einfaldlega eitt hefði áþreifanlegustu áhrifin: Töff lögga. Maður er til dæmis skíthræddur við lögguna í Ameríku. Hún er allstaðar og er vægðarlaus ef maður brýtur af sér. Hún lætur mann í friði ef maðir keyrir eins og maður og gerir allt rétt.Hún er yfirleitt ekki með óþarfa áreiti eins og þefaraganginn sem er svo vinsæll hér. Í Ameríku er bíllinn framhald af heimili þínu þar sem þú ert húsbóndinn og því friðhelgur meðan þú ert ábyrgur og fylgir reglunum. En ef þú gerir eitthvað sem er hættulegt öðrum þá er emgin elsku mamma...
Bíll er hættulegt verkfæri eins og allt sem hægt er að nota líka sem vopn. Hvort sem það eru byssur, hnífar eða barefli, getur allt valdið skaða við beitingu. Það er hinsvegar ekki verkfærið sem veldur, það er sá sem á heldur. Maður verður líka að spyrja sig með hverjum viltu aka? Treystirðu bílstjóranum? Ég fer ekki upp í flugvél hjá hverjum sem er. Unglingur verður að hugsa svoleiðis líka áður en hann sest uppí.
Það er síðast og síst maðurinn sjálfur, rækt hugans, uppeldið sem máli skiptir þegar forðast skal hraðakstur. Og að fylgja bönnum vægðarlaust eftir af opinberri hálfu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419730
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég hef oft velt því fyrir mér hversvegna við félagarnir sluppum svo vel að eingin okkar hefur lent í alvarlegum umferða ó höppum. Samt vorum við á eldgömlum bílum og dekkin voru ekki metin eftir munstur dýpt heldur því hvað mörg strigalög voru eftir.
Bremsur voru heppilegar en ekki nauðsinlegar því bílar voru til þess að komast áfram og veiða stelpur uppí. Það var ekkert á dagskrá að snerta á þeim en það var gagn að kynnum við þær og fá tækifæri til að sýna sig og bíll með stelpur um borð varð miklu verðmætari en aðrir bílar.
Við Garðbæingarnir, Hafnfirðingarnir og suðurnesja drengirnir höfðum á vissum tíma brautina frá Engidal og suður fyrir kirkjugarðinn fyrir ofan Hafnarfjörð til að fá úr því skorið hvernig vélarnar okkar orkuðu.
Í stuttar spyrnur notuðum við Álftanesvegin og hættulegi kaflin á honum voru Goða gryfjurnar og svo lenti einn góður vinur minn inn í hesthús á þeirri leið en hestana sakkað ekki þó að þeir fyrtust við svona óvænt ónæði um há nótt.
Gamli Keflavíkur vegurinn var lífsreynsla og eilífðar barningur við klappir, holur, beygjur og blindur, en þetta komumst við aftur og aftur með okkar gömlu lágþrýstu flatheddara sem biluði ekki öðru vísi en að því mætti redda á tíu mínútum.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.9.2011 kl. 10:34
Sæll Hrólfur,
Maður bara yngdist upp og fann gömlu bílalyktina við þessa upprifjun þína. Maður setti tyggjó göt á bensíntönkunum ef þeir láku, það tolldi oft furðu lengi. Svo tuggði maður bara nýtt þegar maður sá koma poll undir bílnum, einn pakka af jusífrútt eða spírmint sem dugði venjulega í viðgerðina með tankinn lekandi NB. Vá mar, þá var nú gaman að fá einn áttagata lánaðan og sýna sig. maður gat gert við flest. Nú þarf maður ekki einu sinni að opna húddið ef stoppar, getur ekkert gert í tölvuflækjum og leiðslum.
Takk fyrir bréfið.
Halldór Jónsson, 17.9.2011 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.