Leita í fréttum mbl.is

Brynjar og Stjórnlagaráðið

koma fram sem andstæðir pólar í færslu Brynjars um þjóðfélagið og stjórnarskrármálið og á hvaða leið vð erum þegar heimskan og bullið veður uppi sem raun ber vitni í ályktunum svonefnds Stjórnlagaráðs.

Allstaðar eru á ferð mest sjálfskipaðir sérfræðingar sem eiga eitt sameiginlegt og það er að skilja ekki á hverju þjóðfélagið hefur gengið til þessa. Þeir halda að skrílræðið sé allra meina bót. Því vitlausara því betra. Það má segja að störf Stjórnlagaráðs toppi allt sem við höfum áður séð í moðsuðu og vitleysu.

Brynjar segir m.a.:

" Alþingi skipaði 25 manna nefnd eða ráð til að koma með nýja tillögu að stjórnarskrárbreytingum. Var það að mestu sama fólkið og var efst í kosningu til stjórnlagaþings, sem sumir hafa kallað vinsældarkosningu, og Hæstiréttur ómerkti. Það kann að vera að stjórnlagaráðið, sem svo hefur verið kallað, hafi eitthvað oftúlkað hlutverk sitt en hún samdi hvorki meira né minna en frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ólíkt öðrum nefndum sem Alþingi hefur óskað eftir tillögum frá krafðist stjórnlagaráðið þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um frumvarp þess í heild sinni með hótunum um að ellegar yrði stofnaður stjórnmálaflokkur, sem myndi bjóða fram í næstu þingkosningum.....

Í „frumvarpi“ nefndarinnar er langur mannréttindakafli með ýmsum nýmælum og sumum lítt skiljanlegum sem hafa í raun ekkert með mannréttindi að gera. ....Í kaflanum um stjórnskipun Íslands er hins vegar verið að kollvarpa stjórnskipan landsins. Núverandi stjórnskipan landsins er svo sem ekkert heilög en ef vilji er til breytinga er afar mikilvægt að það sé gert með skýrum hætti svo ekki sé verið að velkjast í vafa hvert sé vald forseta Íslands, Alþingis og ráðherra....

....Mesta áhyggjuefnið eru þó hugmyndir ráðsmanna um að stjórnmálaflokkar standi lýðræðinu fyrir þrifum. Því þurfi að kjósa fólk en ekki flokka, sem sumir kalla beint lýðræði. Það sem þjóðin þarf örugglega ekki á erfiðum tímum er sundurlaus hjörð fræga og þekkta fólksins, sem engin veit hvað stendur fyrir, til að sinna þessu mikilvæga löggjafarstarfi. Stjórnmálaflokkar eru nefnilega mikilvægir lýðræðinu. Þar fer fram pólitísk umræða og stefnumótun sem margir koma að.... Við eigum því að einbeita okkur að því að styrkja stjórnmálaflokkana og bæta umgjörð stjórnmálanna til að öflugt og kraftmikið fólk fáist til stjórnmálastarfa í stað upphlaupslýðs og tækifærissinna....

Það er ekkert að því að fólk taki sig saman og stofni nýja stjórnmálaflokka. Það er hins vegar nauðsynlegt að það fólk deili svipaðri pólitískri hugmyndafræði og lífsýn. Stofnun nýrra flokka kringum vinsæla frasa eins og lýðræði, frjálslyndi, jafnrétti, siðferði og umhverfisvernd er á sandi byggt og hefur aldrei reynst vel. Slíkir flokkar splundrast gjarnan á fyrsta þingi eftir kosningar. Svo þegar betur var að gáð reyndist þetta ágæta fólk hvorki vera lýðræðissinnaðra, frjálslyndara, jafnréttissinnaðra, siðlegra né umhverfisvænna en aðrir. En það eina sem það átti kannski sameiginlegt var lýðskrum og tækifærismennska.....

Svona að lokum held ég að við Íslendingar ættum að láta af þeirri aldagömlu lensku að væna alla ráðamenn um spillingu og sérhagsmunagæslu. Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þeir starfi almennt af heilindum með almannahag að leiðarljósi. ...."

Það er óendanlega hressandi að verða þess áskynja að enn eru til menn á Íslandi eins og Brynjar Níelsson sem sjá í gegnum bullið og skrumið sem bylur á hlustum okkar alla daga.Sjá að hugmyndir Stjórnlagaráð eru uppsuða af gömlum þjóðstefnuhugmyndum Forn-Grikkja, sem leiddu ríkið þá í beina glötun undir forystu manna af tagi Kléons sútara, sem var gerður að yfirhershöfðingja ríkisins á grunvelli kjaftavaðals síns.

Fulltrúalyðræðið hefur löngu sannað sig að vera eina vitræna formið sem hægt er að nota til að stýra löndum.

Maður vonandi ekki að örvænta eins og manni finnst stundum þegar bullið keyrir úr hófi í Íslandi í dag, þegar maður les svona greinar eins og Brynjar lætur frá sér. það er kannski einhversstaðar von?

Af hverju er stjórnmálaumræðan svona miklu heimskulegri hérlendis en er hér í Bandaríkjunum. Þar virðast þeir sem um málin fjalla leggja áherslu á það að vera upplýstir og lesnir um staðreyndir mála. Enginn leyfir sér annað eins froðusnakk og klissíur eins og vinstri elexían ástundar á Ís landi.Hvað er að á þessu landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Halldór minn, hvað er að á Íslandi?

Meðan lög og réttur er ekki virtur fyrir alla jafnt, háttsetta sem lágsetta, þá verður mikið að á Ís landi.

Um það geta allir réttlátt hugsandi verið sammála.

Það verða allir þegnar landsins að hafa möguleika á að lifa af þeim launum sem þeim stendur til boða fyrir vinnuframlag sitt, til að standa undir sínu lifibrauði og löskyldum kröfum samfélagsins. Gylfi Arnbjörnsson er því miður ekki búinn að átta sig á þessari staðreynd, sem honum ber skylda til að berjast fyrir, en fær þó há laun fyrir þá vanræktu baráttuskyldu. Hvers vegna viðgengst slík spilling? 

Það er gífurlega erfitt að finna stað til að byrja á í leiðréttingunni.

Við verðum öll að læra að fyrirgefa mistökin sem hafa verið gerð, til að hægt sé að sameina þessa blessuðu þjóð í baráttunni fyrir réttlæti allra í framtíðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband