Leita í fréttum mbl.is

Hvert á ég að fara til þess að deyja?

er spurning sem einhver verður að svara á næstunni, hvort sem honum líkar betur eða verr. Einhver verður að segja: "Því miður, ég get ekki rálagt þér neitt, Þú verður bara að leysa það sjálfur."

Mikið vorkenndi ég hinum harðduglega forstjóra Landspítalans sem ráðherrahetjan lætur koma fram fyrir alþjóð og tilkynna að allt sem hann hafi gert undanfarin ár hafi verið hrein vitleysa. Hann hafi víst bara bruðlað með fé, verið að veita óþarfa og alltof dýra þjónustu með 700 of mörgum starfsmönnum. Nú ætlar ríkisstjórn norrænnar velferðar að veita fleira fólki heilbrigðisþjónustu með því að loka spítaladeildum og hagræða.Loka St.Jósefsspítala, loka Sogni, loka Arnarholti. Skilja eftir steinsteyptar tóftir í minningu þes sem einu sinni var eins og eyðibýli á Vestfjörðum.

Hvernig er þetta hægt? Jú, það er hægt af því að hér situr norræn og evrópusinnuð hugsjónastjórn sem stendur vörð um verlferðarkerfið og rétt þeirra smáu. Stjórn sem fólkið kaus sér og elskar. Nú er loks kominn maður með viti í ráðuneytið sem hefur sannfært forstjórann um villu hans vegar og beint honum á réttar brautir. Þessi ráðherra er hluti af ríkisstjórn verndara smælingjanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og alþýðuvinarins Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur af viti sínu séð að velferðin var of mikil og dreifð á óverðuga. Það hafi verð óþarfi að vera að teppa 700 manns yfir því að hjúkra einhverju veiku fólki sem gat verið einhversstaðar annarsstaðar. En þá hafði áður þessu sama fólki verð stórfækkað af fyrri ráðherrum í vondum ríkisstjórnum svo einhver hefur vitleysan verið þá úr því hún er svona núna.Sagan endalausa. Þetta umfram starfsfólk getur bara farið í önnur störf á vinnumarkaðnum, allavega í Noregi ef ekki vill betur.

Það á að loka líknardeild Landakotsdeildar. Hún er eitt af því sem er óþörf. Hann vinur minn á níræðisaldrinum sagðist vera þar umvafinn englum þar sem hann lá á þessari deild og beið dauða síns hughraustur í vor. Hvert skyldi hann eiga að fara núna til þess að deyja ef hann hefði lifað svo lengi? Var hann bara heppinn? Maður sem var búinn að starfa óslitið til síns síðasta lífsárs frá blautu barnsbeini , greiða skatta, ala upp mörg börn. Skulduðum við honum eitthvað? Ég er ekki viss um að hann hafi talið svo sjálfur. En hann var bara og máttfarinn til að geta gengið burt.Og enn liggja þar margir sem svo er ástatt um.

Liggur svarið í heilbrigðismálum íslendinga þá aðeins í orðum Jésúar Krists: " Tak sæng þína og gakk!" Höfum við sem þjóð gefist upp?

Hvert skyldum við hin eiga að að fara núna til að deyja? Varðar okkur nokkuð um það? Eigum við eitthvað slíkt inni hjá þessu samfélagi?

Hversu miklu gáfaðri verður næsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem verður látinn finna út að það sem forstjórinn er að gera þetta árið sé ennþá tóm vitleysa með alltof mörgu fólki? Nú verði hann að fara í sjónvarpið og tilkynna að gera verði enn betur. Fólk eigi bara að hætta að væla á þessum spítölum. Samfélagið skuldi þeim ekki neitt. Mestur verður sá ráðherrann sem getur sagt forstjórann að fara í sjónvarpið og lýsa yfir gjaldþroti Landspítalans og leggja hann niður? Hætta þessu væli öllu?

En að steypa upp nýjan spítala fyrir 40 milljarða í stað gömlu kumbaldanna,sem hún afasystir mín og stofnandi Sjálfstæðisflokksins barðist hart fyrir að byggja, það er göfugt og gott verkefni. Í það verður hægt að finna fé eins og í gjöfina til Háskólans,þar sem ein deildin hét Landspítali-Háskólasjúkrahús? Þarf slík þjóð einhvern Háskóla til að mennta lækna til útflutnings?

Hversu lengi enn þurfa Íslendingar að horfa uppá þessa gjaldþrota ríkisstjórn sem hugsar þannig um þá sem ekki geta vörn sér veitt? Ríkisstjórn sem getur ekki svarað einfaldri spurningu um það hvert fólk eigi að fara til þess að deyja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur drepist á líknardeildinni í Kópavogi, ég sé ekki þörf á tveimur líknadeildum. Líknaradeildin á Landakoti er í raun risastórt elliheimili sem er alltof stórt og dýrt batterí til að láta gamalt fólk liggja þar til að deyja. Það þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu og þá er um að gera að reyna að hagræða eins og hægt er. 

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 07:56

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hún ríður ekki við einteyming framkoma þessara stórmenna við þá sem þurfa virkilega á aðstoð þeirra að halda.

Kjartan Sigurgeirsson, 14.10.2011 kl. 08:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaman að heyra í eintaki eins og Helga Rúnari. Hann lýsir sér sjálfur svona:

"Er félagshyggju maður og Samfylkingar maður af guðs náð, hef andstyggð á óréttlæti og tækifærismennsku. Þröngsýni er eitur í mínum beinum. Tel að íslendingar hafi alls ekki efni né ástæður fyrir að ganga EKKI í EB."

Helgi, ég hef þekkt marga eðalkrata og átt þá að vinum. Ég held að þú hljótir að vera seinni tíma viðbót við Alþýðuflokkinn.

Ég geri þá ráð fyrir að þú vitir uppá hár hvar þetta gamla fólk eigi að liggja sem liggur þarna á Líknardeildinni á Landakosti,

Það er góð tilhugsun fyrir aðstandendur þess að eiga nótt undir exi þinn.

Halldór Jónsson, 14.10.2011 kl. 08:38

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Niðurskurður er alltaf erfiður. Samt er enn, hvað er það nú, 20-30 milljarða halli á rikissjóði áætlaður fyrir næsta ár.

Ert þú, Halldór, með betri hugmyndir?

"Þetta er eins og að fara 10-15 ár aftur í tímann" sagði einhver læknirinn, hvort það var yfirlæknir á deildinni á Landakoti.

Já það er rétt. Við erum að fara 10-15 ár aftur í tímann. Verra gæti það nú verið. 

Skeggi Skaftason, 14.10.2011 kl. 09:00

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Annars, til að svara spurningu þinni, helst vil ég drepast heima í mínu eigin rúmi.

Einhvern veginn hefur Íslendingum nú tekist að drepast síðustu 1100 árin, hvort sem til voru líknardeildir eða ekki.

Skeggi Skaftason, 14.10.2011 kl. 09:02

6 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Skeggi.

Því miður þá getum við ekki ráðið hvenær eða hvar við geispum loks golunni og því miður þá geta ekki allir gert það heima hjá sér. 

Ég sat yfir deyjandi föður mínum á líknardeildinni í Kópavogi, þar sem englar í mannsmynd starfa. Það er yndislegur staður og pabbi minn var sáttur og glaður að fá að deyja þar.

Ég veit hreinlega ekki hvernig á að vera hægt að bæta fleiri deyjandi sjúklingum þangað inn, þar sem eingöngu eru 8 herbergi og það er biðröð...því miður, að fá að leggjast inn í þau nú þegar. 

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 14.10.2011 kl. 13:05

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Marx, eða Jón Trausti, af hverjum sem myndin er sem þú notar til að dylja útrásarvíkinginn á lúxusjeppanum; Yfirleitt svara ég ekki Mökkurkálfum sem skrifa undir dulnefni. En það er gott að vita að þú ert kominn af hetjum og fornkóngum sem hvorki brugðu sér við sár né bana. En það er margir svo aumir að þeir væla og biðja sér vægðar og það er líka fullt af fólki sem fær ekki staðist bænarróm hins bága og vill endilega hjálpa. Það er gótt að vita til þess að þú tilheyrir hvorugum hópnum.

Halldór Jónsson, 14.10.2011 kl. 13:07

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Bryndís

Þetta er líka mín upplifun af því að vera með dauðveikum á þessari og fleiri deildum. Þetta eru englar í mannsmynd sem vinna þarna, svo manni langt fremri í kærleika og umhyggju að maður fyrirverður sig. 

Halldór Jónsson, 14.10.2011 kl. 13:09

9 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Svo sammála þér nafni...svo innilega sammála.

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 14.10.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418427

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband