Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur Samfylkingarinnar

er að baki.

Ég reyndi eftir bestu getu að lesa textann með opnum huga til þess að athuga hvort þarna væri eitthvað sem höfðaði til mín. En því miður, þeim mun lengur sem ég las því mótssagnakenndara fannst mér plaggið.

Raunveruleg stefna og möguleikar hurfu í skrúðmælgi eins og oft vill verða í svona ályktunum sem forystumennirnir láta hnoða saman í aðdraganda svona funda með það fyrir augum væntanlega að geta farið með þetta frjálslega þegar til stykkisins kemur á þingi.

Eitt er þó kýrskýrt í stefnumörkun Samfylkingarinnar, sem hún mun varla geta samið um við aðra flokka:

„Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru er eitt mikilvægasta skrefið í átt til efnahagslegs stöðugleika, hagvaxtar og betri rekstrarskilyrða fyrir heimili og fyrirtæki. Upptaka evru felur í sér afnám gjaldeyrishafta, leiðir af sér lægri viðskiptakostnað og vexti, bætir aðgengi að mörkuðum og eykur traust erlendra fjárfesta og greiðir þannig fyrir fjárfestingum hér á landi. Umgjörð myntbandalagsins mun auka á aga í efnahagsstjórn og stjórn ríkisfjármála og stuðla að stöðugleika í hagkerfinu. Aðild að ESB stuðlar þannig að öflugu og samkeppnishæfu atvinnulífi á Íslandi..
Eitt mikilvægasta verkefni endurreisnarinnar og brýnasta verkefni þjóðarinnar á sviði alþjóðasamvinnu er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið miðar vel áfram og nýleg framvinduskýrsla sýnir að Íslendingar eru ágætlega í stakk búin til að takast á við það metnaðarfulla verkefni að gerast fullgildir aðilar að sambandinu. “

Þarna lýsir Samfylkingin því yfir að hún sér enga aðra leið færa fyrir íslenskt samfélag en þessa leið. Hún hefur þar með lokað nokkuð öllum dyrum að hægt sé að ræða framtíðina við hana útfrá öðrum forsendum.

Hvernig í veröldinni getur þá eftirfarandi rímað við þessa byrjunaryfirlýsingu?:

„Tryggja skal ævarandi sameign þjóðarinnar á auðlindum með breytingum á stjórnarskrá. Heildstæð auðlindastefna byggi á þeim grundvallaratriðum að nýtingarrétti sameiginlegra auðlinda verði ævinlega úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn fullu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti þannig að þjóðin öll njóti arðs af auðlindum sínum...“

„.. Nýtt frumvarp til nýrra laga um stjórn fiskveiða verði lagt fram á yfirstandandi þingi í samræmi við heildstæða auðlindastefnu. Brýnt er að tryggja varanlegt eignarhald og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar og að arðurinn af nýtingu þeirra renni til samfélagsins“.

Er sameiginleg fiskveiðistefna Evrópubandalagsins þá eitthvað sem er orðum aukið? Bara svona Alltíplati?

„Skattastefnan stuðli að kjarajöfnun og sanngjarni dreifingu byrða um leið og hún varðveitir hvatann til öflunar atvinnutekna og dragi úr jaðarskattaáhrifum tekjutengdra bóta.“

Hefur Samfylkingin fylgt þessari skattastefnu í ríkisstjórn síðustu ár? Rímar þetta við stórhækkanir á eldsneytisgjaldi til dæmis? Rímar þetta við ný tekjuskattsþrep? Við fjögraprósenta hækkun á vsk?

„Gert verði átak í að laða til landsins erlenda fjárfestingu á grundvelli skýrrar stefnumótunar og lagaramma um hana. Áhersla verði lögð á erlenda fjárfestingu sem byggir upp ný verðmæt atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni atvinnulífs og flytur inn nýja þekkingu og tækni.“

Borið saman við endalok viðræðna við Alcoa um álver á Bakka,stöðuna í Helguvík, eitthvað annað stefnu ríkisstjórnarinnar, geta menn séð eitthvað samhengi í þessu?

Og er líklegt að virkjanir í neðri Þjórsá, sem eru einu fullhönnuðu virkjanakostirnir sem við eigum núna, ekki einhvern tímann seinna heldur núna í núverandi atvinnuleysi, sjái dagsins ljós á næsta ári undir gunnfána Samfylkingarinnar efir þessa næstu yfirlýsingu? :

„Gengið verði frá fyrstu rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma á Alþingi svo sátt náist um nauðsynlegar orkuframkvæmdir og vernd mikilvægra svæða. Fleiri lykilsvæði verði friðuð sem fyrst. Næstu skref í friðlýsingu verði suðurhluti eldvirka beltisins og nýr þjóðgarður sem hefur Hofsjökul sem kjarna“.

Suðurhluta eldvirka beltisins er líka að finna við neðri Þjórsá.

Og trúir fólk því, að flokkur sem vill leggja öll mál þjóðarinnar í bandalag með 27 öðrum ríkjum með sameiginlega utanríkisstefnu í hermálum sem öðru tali af sannfæringu þegar fundurinn samþykkir:

„ Ísland verði leiðandi rödd í Norðurslóðasamstarfi og málsvari ábyrgrar auðlindanýtingar, friðar, umhverfis og frumbyggja“..

Hvervegna skyldi ég aðhyllast stjórnmálayfirlýsingu Samfylkingarinnar? Hversvegna á ég að trúa því að þarna sé vegurinn vísaður út úr kreppunni sem þjóðin hefur verð föst í frá hruninu? Og Samfylkingin hefur haft 3 ár til að leysa með ekki meiri árangri en sést?

Forystan hlýtur að vera svo ánægð með þessar loðnu lýsingarorðasamstæður landsfundarályktana Samfylkingarinnar, að hún getur gefið sér tíma til að hugleiða það sem landsfundurinn fól henni svo ákveðið, að taka afstöðu til lokunar líknardeildarinnar á Landakostspítala.

Skyldi hún klára það mál frá Landsfundi Samfylkingarinnar?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Össur sagði á RÚV í vikunni: "ESB er eina framtíðarsýn okkar".

Sá sem sér aðeins eina leið á ekki að vera í pólitík og alls ekki í ríkisstjórn.

Haraldur Hansson, 24.10.2011 kl. 00:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Megum við þá vonast eftir því að Össur helgi sig vísindunum eftir að þjóðin greiðir atkvæði um ESB á þann hátt sem útlit er víst fyrir? margt yrði einfaldara í þjóðfélaginu ef þessari síbylju um evruna myndi linna.

Halldór Jónsson, 24.10.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418285

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband