Leita í fréttum mbl.is

Startar hún ekki?

efnahagsvélin hjá Ríkisstjórninni? Eru þessi þrjátíuþúsund störf sem Jóhanna er búin samanlagt að lofa á næsta leiti? Á Bakka? Í neðri Þjórsá? Í Helguvík þar sem helgrindur horfinna væntinga teygja sig til lofts?

Frá innblásinni ráðstefnu ASÍ berast þessar fréttir:

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ekki hafi tekist að ná því markmiði síðustu kjarasamninga að koma gangverki atvinnulífsins af stað, skapa störf og auka tekjur. Brýnasta úrlausnarefnið nú sé að auka hagvöxt og fjölga störfum. Formannafundur ASÍ krefst þess að ríkisstjórnin grípi þegar til bráðaaðgerða í atvinnumálum og sýni jafnframt fram á hvernig hún hyggst stuðla að auknum fjárfestingum með því að leggja fram nauðsynlegar efnahags- og fjárfestingaráætlanir í samræmi við gefin fyrirheit í kjarasamningum.

»Augljóslega er brýnasta úrlausnarefnið að auka hagvöxt og fjölga störfum,« sagði Gylfi "....

"Jóhanna sagði að fjárfestingar hefðu aukist jafnt og þétt og bætti því við að þótt formaður ASÍ væri svartsýnn ættu menn ekki að gefast upp á að ná markmiðum kjarasamninga. Hún nefndi að framkvæmdir væru víða í gangi, meðal annars fjórar virkjanir, mislangt á veg komnar, og fjórir fjárfestingarsamningar hefðu verið gerðir við erlenda fjárfesta og fjórir biðu endanlegrar samningagerðar.

Forsætisráðherra sagði að örlög álvers í Helguvík yrðu ekki ráðin við ríkisstjórnarborðið því enn væri beðið niðurstöðu gerðardóms í Stokkhólmi. Þótt Alcoa hefði hætt við álver á Bakka væru til margir jafngóðir eða betri kostir til nýtingar á orkulindum norðanmanna. Vonaðist hún til að brátt sæi fyrir endann á viðræðum Landsvirkjunar við fyrirtæki þar. »Það verður þó að viðurkennast að staðan í alþjóða efnahagsmálum er vissulega mikið áhyggjuefni og kann að hafa áhrif á vilja og getu til fjárfestinga,« sagði Jóhanna."

Hvað sér Gylfi til ráða í bráðavanda þjóðarinnar? Jú, ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru heyrir maður. Og kannski að hækka kaupið svo menn geti eytt meiru og borgað hærri skatta.Aukinn kaupmáttur kemur neyslunni af stað. Meiri skattar þýða að ríkið getur ráðið fleiri í vinnu. Trúir hann ekki lengur á það að ríkisstjórn félaga sinna sé að leysa málin? eða er hann bara að tala fyrir félagsmenn og sýna hversu sjálfstæður hann sé þrátt fyrir allt? Mun Evran hlýja félagsmönnum ASÍ í vetur og vor?

Bendir þetta til þess að landið sé að rísa eins og Steingrímur heldur fram? Kemur Gylfi bara ekki auga á skóginn fyrir trjánum sem Jóhanna sér?

Stundum starta vélar ekki í gang af því að bensínið vantar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband