Leita í fréttum mbl.is

Við í þeirra augum

verður fáum að umræðuefni þegar Evrópusambandsaðild okkar er rædd. Hvað finnst þeim um okkur?

Á síðum Björn Bjarnasonar er að finna efnisatriði sem að þessu lúta.Ég staðnæmdist við nokkra punkta:

"Framkvæmdastjórn ESB ber traust til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún hafi lifað af innri átök. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem birt var miðvikudaginn 12. október en þar segir meðal annars: „Reynt hefur nokkrum sinnum á samheldni innan ríkisstjórnarinnar en hún staðist prófið. Á heimavettvangi er tekist á um ólík sjónarmið pólitískra afla og almennings til hugsanlegrar ESB-aðildar. Upplýsingamiðlun til að stuðla að upplýstri umræðum um aðildarferli Íslands er hafin.“

... „Bæði ríkisstjórn og þing hafa haldið áfram að starfa vel. Stjórnlagaráði var komið á fót í apríl 2011 til að endurskoða stjórnarskrána. Lög voru einnig sett til að auka skilvirkni alþingis og stjórnsýslunnar.“

... „að vel hafi miðað við að framkvæma tillögur sérstakrar rannsóknarnefndar alþingis um stjórnsýslulegar afleiðingar bankakreppunnar“. Í samræmi við tillögur rannsóknarnefndarinnar hafi landsdómur verið kallaður saman í mars til að fjalla um mál gegn fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta hafi síðan leitt til ákæru um stórkostlega vanrækslu í maí 2011. Samhliða hafi sérstakur saksóknari haldið markvisst áfram störfum. Hann rannsaki fjölda mála vegna gruns um sviksamlega viðskiptahætti innan bankakerfisins, sem hafi leitt til þess að nokkrir hafi sætt handtöku...."

.."Framkvæmdastjórnin ítrekar að vegna aðildar að EES sé Ísland almennt vel í stakk búið til að innleiða lagabálk ESB. Iceasave deilan sé þó óleyst. Í júní 2011 hafi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sent frá sér rökstudda skoðun þess efnis að Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum. Framkvæmdastjórn ESB sé sammála ESA. Ríkisstjórn Íslands hafi svarað í lok september, ESA skoði nú málið."

Almennar athugasemdir eru gerðar um eftirtöld atriði:

1.
Stefna Íslendinga í landbúnaðarmálum og þróun dreifbýlis samræmist ekki ESB-lögum og óhjákvæmilegt er að breyta stjórnskipulagi á þessu sviði í samræmi við kröfur ESB.

2.
Íslensk lög um matvælaöryggi, dýra- og plöntusjúkdóma falli ekki að ESB-lögum. Þá þurfi að huga sérstaklega að því að samræma löggjöf um lifandi dýr, vernd á plöntum.
3.
Íslendingar hafi ekki tekið til við að laga sig að ESB-reglum í sjávarútvegi eða koma á fót stjórnkerfi til að framkvæma og hafa eftirlit með stuðningsaðgerðum ESB. Bann við fjárfestingu útlendinga í útgerð sé ekki í samræmi við ESB-lög.

Hérlendis gengur umræðan um Evrópusambandsaðild mest útá það hvernig ESB gangi að aðlagast sérþörfum Íslendinga. Þeir muni verða neyddir til þess að taka upp okkar fiskveiðistjórnun. Þeir verði að sætta sig við full og óskoruð yfirráð okkar yfir 200 sjómílna efnahagslögsögu.

Ekkert af þessu er á dagskrá ESB. Það erum við sem eigum að aðlaga okkur að Lissabon stjórnarskránni, með her-og utanríkisstefnu. Ekki Lissabon að okkur.

Hversu mörgum Íslendingum finnst þeir geta bundið komandi kynslóðir í samninga um þessi mál? Hvað getur ein kynslóð gert skulbindandi fyrir aðra? Var Gamli Sáttmáli uppsegjanlegur?

Hugsanlega lítum við ekkert sérstaklega vel út í augum viðsemjenda okkar í Brüssel? 200 mílurnar gera það frekar, því þær gera ESB að strandríki á Norðurslóð og voldugan aðila í öllu sem viðkemur þessum miklu slóðum.

Hvaða augum skyldi Einar Þveræingur hafa litið aðildarviðræður Íslendinga við þennan voldurga konung?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband