1.11.2011 | 07:44
Þurfum við að elta allt í EES?
spyr ég í eftirfarandi grein í Morgunblaðinu í dag. Fyrir þá sem lesa ekki það blað er greinin hér:
"Maður spyr sig stundum hvers vegna hlutirnir séu með þeim hætti í þessu landi sem þeir eru. Oft er svarið að þetta verði að vera svona því þetta séu Evrópureglur sem við verðum að taka upp vegna EES. Margt í þessu regluverki hefur orðið okkur til góðs og fært okkur nær siðaðra manna háttum. En erum við bara ekki oft kaþólskari en páfinn sjálfur? Er ekki vel þekkt að stórþjóðirnar á efnahagssvæðinu sveigja til reglurnar þegar þeim hentar? Við hinsvegar látum toga okkur áfram til að framkvæma hluti sem við höfum ekkert við að gera. Rjúkum upp til handa og fóta án þess að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast. Má nefna uppskiptingu RARIK í RARIK-Orkusöluna sem dæmi. Þetta var gersamlega óþarft brölt og ótímabært að flestra mati fyrir land og þjóð og hækkaði orkuna.
Sama máli gegnir hvernig Flugmálastjórn í seinni tíð fer fram gegn einkafluginu í landinu með sífellt harðari kröfum og gjaldtöku á grundvelli Evrópureglna. Nú síðast á að loka þeirri flóttaleið sem var að flagga einkavélunum úr landi eins og kaupskipaflotanum á sinni tíð. Nú er væntanlegt lagafrumvarp frá flugmálayfirvöldum til að fullkomna þetta.
Einkaflugmenn mega sakna tíma þeirra flugmálastjóra sem voru vinsamlegir grasrótinni eins og þeir voru Agnar Kofoed Hansen og Pétur Einarsson á sinni tíð. Þá þurftu einkaflugmenn ekki að líta á íslensk flugmálayfirvöld sem sameiginlegan óvin eins og nú er. Mörgum finnst fyrirsjáanlegt að almennt einkaflug leggist að hluta af í landinu vegna meiri krafna í skjóli fáránlegrar síbylju um flugöryggi. En flugöryggi er eitthvert vitlausasta hugtak sem fundið hefur verið upp af fólki sem ekki er flugmenn sjálft. Það hefur nánast ekkert með öryggi flugs að gera en lýtur helst að því að réttlæta vaxandi skattlagningu alls flugtengds.
Venjuleg einkaflugvél er sáraeinfalt apparat og miklu minna flókið en bíll. Og miklu hættuminna þar sem hún er kyrrstæð í 99,5% af hugsanlega 50 ára ævi sinni. Og minni ógn fyrir aðra en bíll á sinni ævi, þar sem varla þekkist hérlendis að hún drepi annan en flugmennina. Hún dettur ekkert ofan af himnum í hausinn á fólki eins og flugmálayfirvöld, alþingismenn, tryggingafélög og stöku sakleysingjar halda. Þess vegna verður ekkert nógu dýrt eða vitlaust til þess að yfirvaldapennasköftunum þóknist ekki að leggja það á einkaflugið sem rándýran lúxus.
Yfirvöld heimta að einkaflugvélin sé nánast rifin til grunna af einokunaraðilum á ársfresti fyrir mörg hundruð þúsund. Þetta er náttúrlega alveg út úr kortinu samanborið við bílaskoðun. En venjulegur einkabíll er í akstri kannski 2 klukkutíma á dag en borgar miklu lægri tryggingu. Svo er lagt á skoðana- og eftirlitsgjald á hvern mánuð fyrir skoðanir á einkaflugvél sem Flugmálastjórn framkvæmir ekki, heldur fyrrnefndir einokunaraðilar á kostnað eigandans. Svo virðast flestar kröfur til einkavéla vera eins og gerðar eru til millilandaflugvéla með farþega. Enginn greinarmunur er gerður á tryggingum eða eftirliti eftir geymsluaðferð eða flugtíma.
Menn eru því að færa sig meira yfir í fisflug þar sem eitthvað minni eftirlitsreglur gilda. En þá má fisflugvél ekki hafa aðsetur sitt á flugvöllum Flugmálastjórnar. Einkaflug er því að hætta að verða uppspretta atvinnuflugmanna eins og verið hefur. Flugfélögin hafa getað gengið í 1000 klukkutíma flugreynslu umsækjenda án þess að borga neitt fyrir. Lufthansa getur þetta ekki þar sem einkaflugmenn eru sjaldgæfir í litlu og þröngu Evrópu mótsett við Ameríku. Þeir verða því að mennta sína flugmenn frá grunni.
Í stað þess að fylgja Bandaríkjamönnum í flugmálum sem fljúga mest af öllum, þá hengjum við okkur í lélegu eftirlíkinguna fá Evrópu með allt regluverkið frá Brüssel sem er miklu smámunasamara en í föðurlandi flugsins, Ameríku. Einkaflugið á Íslandi verður þannig líklega aðeins leikfang þeirra ríku og frægu, sem aldrei hugsa sér að verða atvinnuflugmenn.
Sem einkaflugmaður og flugvélaeigandi í áratugi þá hef ég ekki orðið vitni að einu einasta tilviki síðan Ólafur Ragnar Grímsson varð fjármálaráðherra, þar sem fram kemur einhver tillaga frá flugmálayfirvöldum til annars en að íþyngja einkaflugi og gera mér og öðrum erfiðara fyrir. Ólafur færði okkur þyngsta krossinn með því að gera einkaflugið virðisaukaskattskylt, sem gerði endurnýjun einkaflugvéla nánast ófæra síðan. Og verði hans skömm lengi uppi meðal flugmanna fyrir þá gerð.
Og að endingu má ekki gleyma öllum þeim kvöðum sem Flugmálastjórn leggur á flugmenn til að halda réttindum sínum. Við verðum að kaupa mann frá þeim á 6-24 mánaða fresti til að prófa hæfni okkar. Við verðum að fara í læknisskoðanir á 6-24 mánaða fresti. Kostnaður er tugir þúsunda á ári. Ekkert slíkt leggst á bílstjóra sem bera ekki minni ábyrgð en einkaflugmenn og valda fleiri slysum.
Því spyr maður sig, þurfum við að elta allar reglugerðir EES? Getum við ekki haft einhvern vilja til að fresta og draga og sveigja? Má ekkert gera af skynsemi þrátt fyrir EES? "
Það er þessi reglufesta eða kreddufesta sem birtist í flugmálum alveg eins og í afnami vegabréfaskyldunnar, að við leitum ekki afbrigða. Danir fóru létt með breytingar þó vinstristjórnin hafi nú afnumið skynsemina í því landi og elti reglur EES útí æsar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.