Leita í fréttum mbl.is

Sáuð þið hvernig ég tók hann?

segir Hjörleifur Guttormsson upptendraður af Landsfundi VG í Morgunblaðinu í dag . En Hjörleifur hafði fyrir löngu baðað að hann myndi flytja tillögu um að hætta viðræðunum við ESB.

".. Staðan í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu veldur fjölmörgum flokksmönnum miklum áhyggjum og eftir landsfundinn er ljóst að þar verður VG að taka mun fastar á málum í ljósi eindreginnar stefnu flokksins gegn aðild. Steingrímur J. Sigfússon fékk ótvírætt umboð til formennsku áfram, þótt mótframboð sem komu fram gegn honum beri vott um að hann er ekki óumdeildur. Skilaboð fundarins til flokksforystunnar eru m.a. þau að rækta þurfi betur en gert hefur verið samband og tengsl við grasrótina og taka betur á við stefnumörkun í mörgum vandasömum málum sem við blasa..."

Heitir þetta ekki að kyssa á vöndinn?

.."Þung gagnrýni kom fram á fundinum á yfirstandandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fyrir landsfundinum lágu tvær tillögur um þetta mál, annars vegar frá okkur 25 flokksmönnum víða að af landinu og hinsvegar frá svonefndum ályktunarhópi. Málefnahópur landsfundarins um utanríkismál ræddi þessar tillögur og eftir yfirferð í undirnefnd sameinuðust menn um eftirfarandi samþykkt sem í meginatriðum er samhljóða tillögu okkar 25-menninga.

 

 

»Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar að í yfirstandandi aðildarviðræðum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efnahagslögsögu og leggur áherslu á að Ísland haldi samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum, svo sem makríl, kolmunna, úthafskarfa, loðnu og norsk-íslensku-síldinni. Sama á við hvað varðar umfang á stuðningi við íslenskan landbúnað svo og um náttúruauðlindir sem fyrirhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá.

 

 

Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins.

 

 

Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur..."

Það á að vinna öllum árum að því að ganga ekki í ESB með því að það er sem sagt ásættanlegt að halda aðildarviðræðunum áfram að mati Hjörlefs. Þetta er eiginlega samt sama og hann vill sjálfur með sínum 25 mönnum  nema aðeins öðruvísi.

... "Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar...."

 

 

..."í umræðum á landsfundinum var bent á að sáralitlar ef nokkrar líkur væru á að botn fengist í viðræðuferlið fyrir alþingiskosningar 2013. Brýnt væri að VG kæmi sinni afstöðu gegn aðild á framfæri með skýrum hætti á næstunni og rökum sem að baki lægju..."

Það skiptir engu málu hversu miklu fé er sóað í viðræðurnar, þær eru "allt í plati" og mætti Stefán Fúle verða hálf fúll yfir því því hann hélt að þetta væri í alvöru.

 

 

 

..."Tilkynning fyrrum þingmanna VG, Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur, um úrsögn úr flokknum kom ekki á óvart..."   ....Ástæður þessa eru margháttaðar en að mínu mati ekki síst þær að skort hefur á tengsl flokksforystunnar við óbreytta liðsmenn flokksins og að virkja þá til starfa við stefnumótun og að upplýsa þá jafnframt betur um bakgrunn þeirrar erfiðu glímu sem háð hefur verið í kjölfar hrunsins....." .

Enda Steingrímur steinhissa á kjósendum þessa fólks að hafa yfirleitt kosið þau á þing og vill taka við þeim undir sína verndarvængi.

Í framhaldi af aðildarviðræðum VG og Samfylkingar við ESB ..." samhliða því að Ísland haldi stöðu sinni sem sjálfstætt þjóðríki utan Evrópusambandsins." er brautin breið og greið að mati Hjörleifs Guttormssonar.

Það blasir því við eftir þessa frásögn fyrrum þingmannssins og ráðherrans Hjörleifs Guttormssonar að allt er í fína lagi hjá VG og "ekkert rotið í því ríki" eins og hjá Hamlet Danaprins, undir traustri forystu Steingríms J. Sigfússonar.

"Sáuið þið hvernig ég tók hann" sagði Jón sterki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband