Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur og Landsfundur

Sjálfstæðisflokksins munu óhjákvæmilega hittast um helgina.

Það er nokkuð ljóst að landsbyggðin stendur fast með því að Reykjavíkurflugvöllur verði um kyrrt í Vatnsmýrinni og verði ekki skertur frekar en þegar er orðið. Frumvarp Jóns Gunnarssonar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, Árna Johnsen, Birkir Jóns Jónssonar, Einars K. Guðfinssonar, Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur, Gunnars Braga Sveinssonar, Illuga Gunnarssonar, Kristjáns þórs Júlíussonar, Tryggva Þórs Herbertssonar, Ólafar Nordal og Vigdísar Hauksdóttur hnígur að því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í NÚVERANDI mynd í Vatnsmýrinni sem innanlandsflugvöllur og NB sem  VARAFLUGVÖLLUR, sem þýðir að hann verði ekki SKERTUR frekar en orðið er.

Það þarf ekki að efa að FRAMBJÓÐENDUR TIL FORMANNS verða að svara þessari spurningu afdráttarlaust:

Styðiið þið þetta frumvarp um REYKJAVÍKURFLUGVÖLL eða styðjið þið það ekki?

Komi svarið ekki öðruvíisi fram skal ég sjálfur  sjá um að krefjast svars á fundinum. 

ÞAð er kunnara en frá  þurfi að segja að í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hafa verið uppi deildar meiningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Nú er tækifærið til að láta skerast í odda með þetta gunvallarmál. Ætlar Reykjavík að verða höfuðborg landsins eða ekki?

 Til hvers á að byggja hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni ef enginn er flugvöllurinn? Er hægt að halda  því fram að allar flugsamgöngur innanlands með þyrlum í framtíðinni? Núna?

Reykjavíkurflugvöllur hefur átt traustan vin í Landsfundi Sjálfstæðislfokksins til þessa. Vonandi verður ekki breyting á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þessari færslu Halldór. Nýustu fréttir benda til að Hanna Birna sé búin að skipta um skoðun í þessu máli.

Sigurður Þórðarson, 17.11.2011 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418282

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband