Leita í fréttum mbl.is

EES og Schengen,

er það blessun eða bölvun Íslendinga?

Ég hef reynt að rifja það upp fyrir mér undanfarið, hver var raunverulegur ávinningur af EES samningnum.? Við höfðum EFTA samninginn sem hafði reynt okkur vel án þess að skuldbinda okkur um of.Hefur mitt líf til dæmis nema breyst til hins verra? Gátum við ekki létt af okkur ófrelsinu einir og sjálfir? Þurftum við að láta neyða frelsinu uppá okkur án þess að hafa neitt um það að segja?

Fengum við nikkuð nema sáralítið svo sem einhverja smátollaniðurfellingar á fiskiflökum á móti öllum þeim skyldum sem við undirgengumst? Við sóttum alla skóla í þessum Evrópuríkjum og ferðuðumst að vild um þau öll áður en þetta kom til. Við urðum hinsvegar að taka upp fjórfrelsið í staðinn sem ég er hættur að koma auga á að hafi raunverulega orðið til góðs. Við opnuðum á landakaup útlendinga, stjórnlausan innflutning framandi fólks, uppkaup risa á íslenskum dvergum. Enginn veit hversu mikið úr auðlindunum er búið í raun að selja en það er áreiðanlega meira heldur en minna.

Og Schengen er þjóðin áreiðanlega sammála um að hentar okkur ekki og hefur otðið okkur líklega bara til bölvunar það sem er. Og reglugerðarfarganið úr EES er að gera landið óbyggilegt á ýsmum sviðum og ástandið versnar ár frá ári og mylur bara undir dreissuga embættismenn landsins.

Má ekki velta fyrir sér hvort við séum ekki betur komnir með því að segja þessu öllu saman upp?

Hætta bara í EES og Schengen?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það breytti okkur litlu þegar við ferðumst til annara landa þó við værum utan Shengen, allavega verður lítið vart við það þegar komið er til Bretlands sem er utan Shengen

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband