Leita í fréttum mbl.is

Þýðir nokkuð að röfla?

Í ársreikningi BYR fyrir starfsárið 2008 stendur þessi klausa:

 

Álit KPMG hf.

 

Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu samstæðunnar á árinu 2008, fjárhagsstöðu hennar 31.

desember 2008 og breytingu á handbæru fé á árinu 2008, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið

staðfestir af Evrópusambandinu.

 

Reykjavík, 13. mars 2009

Álit KPMG hf.

Sigurður Jónsson

Ólafur Már Ólafsson

 

Þessir menn eru löggiltir endurskoðendur og þáðu 36 milljónir fyrir störf sín fyrir BYR sem var í eigu okkar stofnfjáreigenda.

 

Þá staðfestu þeir með undirritun sinni að fjárhagur BYR væri með eftirfarandi hætti:

 

Eignir 253.208.995

Skuldir 236.995.776

Eigið fé

 

Stofnfé  30.608.437

Varasjóður -14.395.218

Eigið fé samtals 16.213.219

  

Eigið fé í lok ársins nemur 16.213 millj. kr. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt ákvæðum 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki er 8,3%.

 

Ársreikninginn má nálgast hér:

http://byr.is/upload/files/forsida/arsreikningur_31_12_2008_byr.pdf

Sigurður Jónsson svaraði aðspurður á aðalfundi BYR í apríl 2009 að allar skuldir og eignnir vær rétt skráðar og engar sérstakar duldar áhættur væru í reikningunum. Menn gætu treyst reikningunum að BYR væri við þá heilsu sem reikningarnir sýndu.

 

BYR var farinnn á hausinn áður en árið var liðið og var siðan yfirtekinn af fjármálaráðuneytinu án dóms og laga. Skipuð slitastjórn. Enginn veit hver er orðinn reikningurinn hjá Evu B. Hreinsdóttur og slitastjórninni (tugþúsundirkr/klt + vsk) fyrir slitastjórnina, hversu mikið tapið er orðið, hvað ríkið lagði fram, hvað  það fær í sinn hlut við að selja "nýja BYR " til erlendra kröfuhafa Íslandsbanka fyrir 6  milljarða. Er hann að græða eða tapa? 

 Hver ber ábyrgð í BYR málinu? Litla gula hænan segir ekki ég, Sigurður Jónsson segir ekki ég, Jón Þorsteinn stjórnarformaður segir ekki ég, allir segja ekki ég. Jón Ásgeir hefur ekki verið spurður og svo er um fleiri þessu tengdu.

Við stofnfjáraðilar vorum sviknir um gjaldþrot bankans sem hefði leitt sannleikann í ljós hverjir stálu þessu, hverjir stálu hinu og hverjir bera ábyrgðina. Það er búið að reka BYR af fjármálaráðuneytinu í meira en tvö ár ólöglega af Steingrími J, Sigfússyni án þess að neinn fái að vita sanneikann um gang mála.  Niðaþoka leryndarhyggjunnar er yfir öllu.

Það sem hefur gerst síðan er að stjórnendur bankans voru sýknaðir í Héraðsdómi af milljarðs sjálftöku úr sjóðum bankans í sambandi við þegar þeir létu  Exeter Holdings kaupa stofnfjárbréf sín á yfirverði með peningum BYR. , sem var búið að blessa yfir í reikningum 2008. Þetta voru víst bara venjuleg viðskipti samkvæmt dómnum. Allir sloppnir. Ragnar Zeta, Jón  Þorsteinn, Birgir Ómar og hvað þeir hétu nú allir.

Sigurður Jónsson  er síðan að ég hef séð frummælandi á ráðstefnum KMPG um viðskiptahætti og ber höfuðið hátt sem löggiltur endurskoðandi. Algerlega blásaklaus. Ekki ein einasta tala sem úrslitum réði í ársreikningum sem hann samdi fyrir BYR virðist samt hafa verið rétt. Hvert er eiginlega hlutverk löggiltra endurskoðenda? Geta þeir bara skrifað undir hvað sem er og verið lausir allra mála? Hafa þeir engin siðalögmál? Eða starfsheiður að verja?.

 Guðlaugur Þór alþingismaður hefur reynt að krefja Steingrím Sigfússon svara um tölur þær sem hann hefur sýslað með af opinberu fé í sambandi við fall BYR og framhaldslíf sparisjóðsins og svo lika Sparisjóðs Keflavíkur sem er ekki minna mál að vöxtum og handfjatlað af sama Steingrími með sama hætti og BYR.Það virðist bera ámóta árangur og að röfla uppí norðanvindinn. 

Og svo er það framsal hans á Íslandsbanka og Aríon banka til einhverra erlndara vogunarsjóða sem samt bera nöfn eins og  Bæjarins Partners, Borgartún Associates, Geysir Advisors, Grindavík Fund, Gullfoss Partners, Keflavik Associates, Laugavegur Partners, Silfra Fund, Soltún Partners og annarra þekktra nafna...". Heimilin fá ekki séð að þessir eigendur muni bera hag þeirra fyrir brjósti. Þeir vilja hinsvegar ná sem mestu fé í sinn hlut.

Oft hefur maður fórnað höndum í önn dagsins þegar manni ofbýður eitthvað og sagt að Ísland væri bananalýðveldi og réttarkerfið rotið og hlutdrægt. Maður hefur samt alltaf komið niður á jörðina og reynt að þrauka áfram og vonað að Eyjólfur myndi  hressast eins og Kiljan þegar hann horfði framhjá skelfingum kommúnismans í sömu von. En 600 börn eru farin úr landi með foreldrum sínum á þessu ári einu. Hefur þetta  fólk fórnað höndum í síðasta sinn hérlendis?

Eftirfarandi saga  þó ljót sé lýsir kannski tilfinningum hins almenna manns til íslenska  kerfisins og vonbrigðum hans með starfhætti þess  nokkuð vel:

"Ég var fastur í umferðarteppu á Sæbrautinni þegar það var bankað á rúðuna hjá mér. "Hvað er í gangi," spurði ég. 
"Hryðuverkamenn eru búnir að ráðast inn í Alþingi og halda öllum þingmönnum þar gíslingu," sagði maðurinn. "Ef þeir fá ekki 100 milljónir fyrir klukkan 8 munu þeir hella bensíni yfir alla og kveikja í. Við erum þess vegna að banka hérna á og safna framlögum."
 
"Og hvað eru menn að gefa í þetta," spurði ég
"Sirka 10 lítra."
 

Er þetta land ekki bara svona vonlaust um þessar mundir að þessi kaldrani lýsir stemningunni.   Steingrímur Sigfússon fer fram með hvaða hætti sem honum sýnist og svara engu nema því sem honum passar. Skattleggur allt sem hreyfist og fjandskapast við við alla viðleitni til að vekja upp atvinnulífið.  Er nokkur von meðan  hann er þarna í ráðuneytinu? Engin  von um að landið rísi hjá þessari þjóð? Formaður stjórnmálaflsins VG kosinn með innan við hundrað atkvæðum sem slettir skít í fjöldahreyfinguna Sjálfstæðisflokkinn við öll tækifæri?

 Spillingin virðist æða áfram. Hinir og þessir fá afhent verðmæti og afskriftir. Flest önnur fyrirheit svikin. Allt hjúpað leynd og pukri. Hversu lengi mun þessi ríkisstjórn sitja áfram í blindri sjálfumgleði sinni í skjóli einnota þingmanna sem vita sumir líklega að þeir munu aldrei komast á þing aftur í kosningum. Þeir eru sjálfir búnir að sjá fyrir því.

Svo þýðir nokkuð að röfla meðan þetta ástand varir? Er nokkur von fyrr en vorið 2013?  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sterkur pistill að vanda kæri bloggvinur, Halldór Jónsson. Sagan um benzínið er bæði myndræn og ógnandi! Þar sem það er staðfastur ásetningur frú Jóhönnu og Steingríms J. að rústa Íslandi á þeim tíma, sem til þarf,er borin von, að frú Jóhanna slíti þing og boði til kosninga? En, ekki má taka frá okkur vonina, eða hvað ?

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.11.2011 kl. 09:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það gamli vinur. Þú kannt enn að lesa á reseptin!

Halldór Jónsson, 27.11.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband