Leita í fréttum mbl.is

Getur einhver afsalað Íslandi?

eins og menn áfellast nú Ögmund Jónasson fyrir að hafa ekki samþykkt að hluta til. Er ekki kominn tími til að endurskoða allar reglur sem að slíkum afsölum lúta? Eru Samfylkingarmenn einhuga um að fordæma Ögmund ráðherra opinberlega fyrir að fara að lögum varðandi Nupo og Grímsstaði? Hvar er nú hin gamla stefna Alþýðuflokksins um að laust íslenskt land skuli vera í ríkiseign með sem mestum hætti eins og auðlindir í láði og legi? Hvað hefur breyst?

Hvað gengur Jóhönnu og Birni Vali þegar þau ráðast með slíku offorsi á samráðherra sína? Hvað eigum við að lesa útúr orðum Jóhönnu um málsmeðferð á frumvarpsdrögum Jón Bjarnasonar sem hann er búinn að vinna að lengi með vitund Jóhönnu Sigurðardóttur? Þekkja menn nokkur dæmi þess að samherjar fari fram með þessum hætti í ríkisstjórn eða jafnvel í stjórn almennra félaga nema í þeim tilgangi að láta skerast í odda?

Ég hélt að Ríkisstjórnin væri í umboði þjóðarinnar að reyna að vinna henni gagn. Koma menn auga á ávinning þess að ráðherrarnir deili svona opinberlega? Skapar þetta landinu traust útávið? Er þetta sú forysta sem þjóðin þarfnast mest á tímum atvinnuleysis og erfiðleika? Er þetta ekki bara raunalegt að horfa uppá þetta þegar fólk sem á að vera samherjar og hefur verið það lengi missir sig með þessum hætti eins og manni finnst Jóhanna og Björn Valur gera vegna starfa Jóns Bjarnasonar? Útaf engu finnst manni. Getur verið að ef til vill komum við bara ekki auga á það sem undir býr?

Ég er ekki í vafa að það er almennur þverpólitískur skilningur á því að fara varlega og varlegar en verið hefur í því að selja land til útlendinga sem hafa ólík viðhorf en innlendir menn til landsnota. Sama hvaðan þeir koma. Er rétt að einkaeignarhaldi á keyptu landi í Kína ljúki ávallt eftir 70 ár? Menn geti ekki selt land til lengri tíma. Mig myndi ekki undra nauðsyn slíks þar.

Jarðalög og ábúðarlög íslensk eru ótvíræð um vilja okkar sjálfra til þess að halda landi í búskap og nytjum. Væntanlega vegna innlendra sjónarmiða fremur en útlendra. Ekki leist mönnum í þá daga á að gefa kónginum Grímsey þótt útsker væri.

Er ekki meginstefið að einnni kynslóð Íslendinga sé hreinlega ekki heimilt að gera neinar þær ráðstafanir með land og landgæði sem rýrt getur þjóðareign komandi kynslóða þjóðarinnar? Það geti enginn selt fiskimiðin. Það geti enginn gefið Grímsey. Það eigi enginn Ísland nema Íslendingar saman.

Það getur enginn afsalað Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór, Tek 110% undir þetta. Þetta er sú mesta fyrra í sögu Íslands. það að menn geti ekki séð hvað er í gangi og hópur alþingismanna noti þetta sem átillu á að ná sér niður á viðkomanda ráðherra eins og gert í báðum tilfellum með Ögmund og Jón. Skítt með hvaða flokka þeir tilheyra.

Valdimar Samúelsson, 29.11.2011 kl. 13:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Manni virðist að Ögmundur sé búinn að valda Jón, þannig að Steingrímur er í vanda hafi hann fengið leiðbeiningu frá Jóhönnu um að hann eigi að skipa annan ráðherra. Þetta kallar svo á meiri vanda og nú verða menn að spyrja sig, hvað gerir Sigmundur Davíð?

Þetta skeður einmitt þegar Steingrímur ætlar að fara að leggja fram fjárlagafrumvarpið.

Halldór Jónsson, 29.11.2011 kl. 17:02

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir pistilinn Halldór.

Gott að vita að þú vilt halda landinu fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir landsins.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.11.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband