Leita í fréttum mbl.is

Sameinaðir stöndum vér

og sundraðir föllum vér.Gamalt spakmæli sem ef til vill er ekki svo vitlaust.

Maður er að reyna að átta sig á því hvað mál sameini þessa ríkisstjórn þegar maður les heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu frá valinkunnum stuðningsmönnum Vinstri Grænna um allt land. Tilefnið er að styðja við það að Jón Bjarnason landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra verði ekki rekinn úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem kennir sig til norrænnar velferðar og vinnur að inngöngu í ESB með samþykki formanns flokks Jóns.

Jón Bjarnason er á móti inngöngu í ESB og sýnir það bæði seint og snemma.Varla er honum láandi miðað við kosningastefnuskrá VG. Hann á því stuðning langt út fyrir raðir síns litla flokks bæði með varðstöðu um málefni landbúnaðarins og ESB málið gagnvart sjávarútveginum.

Þessu er öfugt farið um formann VG. Bæði af ýmsum ástæðum öðrum heldur en þeim að hann hefur ekki minnst á afstöðu sína til inngöngu í Evrópusambandið siðan í kosningunum 2009. Hann er ásakður um að ver óheill í þeirri afstöðu. Kosningaloforð kunna að vera létt í vasa hjá sósíalistum þar sem hin mikla hugsjón að baki þeirra réttlætir alla þá krákustiga sem fara verður að markinu mikla-Alræði Öreiganna.En VG á sér hugsjónalegan uppruna hjá kommúnistum sem fundu sig ekki í sama flokki og vinstri kratar.Eðli þessu samkvæmt telst það sigur að hafa getað hindrað öll stóriðjuáform til þessa án þess að nokkuð annað hafi komið í staðinn. Atvinnulífið til landsins er því í sömu sporum og fyrr.

Þessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til þess af fólkinu, að takast á við aðsteðjandi vanda.Sem var helstur að koma atvinnulífinu aftur af stað og taka á skuldavanda heimilanna, vegna stökkbreytinga í kjölfars kerfishrunsins.

Hefur hún staðið undir væntingum? Fullyrða má að skuldamál heimilanna séu að mestu leyti óleyst. Atvinnulífið til landsins er í svipuðum vandamálum og atvinnuleysið og landflóttinn er viðvarandi. Svávarútvegur og útflutningur ganga vel sem eðlilegt er við 100 % gengisfall. Gjaldeyrishöft og stórhækkaðir skattar eru viðvarand staðreynd.
Væntingar um breytingar sem þessi ríkisstjórn standi fyrir með einhverjum hætti eru þverrandi. Stuðningsmenn hennar eru hinsvegar duglegir að breiða út þá skoðun að hún verði að sitja vegna þess hversu núverandi stjórnarandstaða sé léleg. Líklega ber almenningur ekki mikið traust til núverandi Alþingis. Almenningur er heldur ekki trúaður á að af inngöngu í ESB verði.

Svo til hvers situr þá þessi ríkisstjórn? Standa vörð um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki frestað? Skapa tíuþúsund störf? Leysa skuldavanda heimilanna? Vera landsmönnum til skemmtunar? Halda í núverandi samsetningu Alþingis vegna þess að margir þingmenn muni ekki eiga afturkvæmt þangað?

En hvernig líður landsmönnum sjálfum þá? Eru þeir ánægðir með gang mála? Finnst þeim gaman að skemmtidagskrá ríkistjórnarinnar? Störfum núverandi Alþingis? Eða vilja gefa upp á nýtt?

Þarf ekkiað stokka uppá nýtt? Þarf ekki að sameina kraftana en hætta að toga sundraðir sitt í hvora áttina? Kjósa uppá nýtt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nú er það talið fólki til "andlegra tekna" að trúa á einhvern óskilgetinn "Guð" og ESB og af hinu síðarnefnda kemst fólk á skrá sem einhverjir mestu hugsuðir samtímans. Ég er sammála þér í því sem skín í gegnum þennan pistil þinn, Halldór, að það standi okkur nær að trúa á Jón Bjarnason!

Og þar sem þú fjallar um "sameiningu" þá verð ég nú að segja að það hvernig ákveðnir þingmenn vilja sniðganga 1. des heimsókn á Bessasaði vegna þess sem þar situr er viðkomandi þingmönnum til minnkunar. Það er embættið sem býður þingheimi  á Bessastaði óháð þeim sem þar situr, eða er ekki svo?

Áhugaverð forsíða Fréttablaðsins í dag hlýtur að hafa vakið athygli þína ekki síður en mína, en það er hagnaður þessar  lögfræðinga á  bágindum þjóðfélagsins. Það hverning "afætuþjónustustéttir", lögfræðingar og innheimtufyrirtæki, þrífast á bágu ástandi heimila og fyrirtækja landsins, er þessu þjóðfélagi til skammar. En kannski er ég að misskilja eitthvað og kannski eru lögfræðingarnir helsti bjarvættur efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, ef grannt er skoðað, því auðvitað greiða þær drjúga skatta af tekjum og arðgreiðslum. Og svo er þeim kannski nokkur vorkun, því líklega er þetta sú stétt háskólamenntaðs fólks sem á hvað minnsta möguleika á að hasla sér völl á erlendum vettvangi. En mikið er það þjóðfélag nú sjúkt sem gerir betur við lögfræðinga og innheimtufyrirtæki en mennta-, heilbrigðisstéttir og ummönnunarstofnanir! Mikið væri það nú þjóðinni hollara ef það væri landflótti í stétt lögfræðinga, en hjá læknum, hjúkrunafólki, verkfræðingum, iðnaðramönnum og verktökum í byggingariðnaði. Takist ríkisstjórninni að snúa ofan af þeirri þróun og koma böndum á "afætuþjónusturnar" þá er spurning hvort að ríkisstjórnin öll kæmist ekki á skrá yfir 100 helstu pólitísku hugsuði heimsins? Hvort það er mikið afrek í sjálfu sér læt ég öðrum að dæma.....!

Ómar Bjarki Smárason, 30.11.2011 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband