30.11.2011 | 18:09
Er of hættulegt að blogga?
hvarflar að mér þegar ég les um mál Gunnlaugs Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni, sem ríkisbubbinn ætlar að gera gjaldþrota fyrir að Teitur er ekki ánægður með hvernig Gunnlaugur komst yfir Kögun.
Ég er það ekki endilega heldur. En þori ég að blogga um það með reiði og peningavald Gunnlaugs yfir mér?
Og ég sem hélt að maður mætti skrifa um hugsanir sínar a blogginu. Það má ekki samkvæmt þessu. Ég hef fundið fyrir ýmsum hugsunum til dæmis um Halldór Ásgrímsson og trilluútgerðina hans, kótamál Skinneyjar, söluna á ÍAV, Finn Ingólfsson og Frumherja og fleiri slík mál tengd Framsóknarmönnum. En er óhætt að tjá hugsanir sínar á bloggi ? Er blogg ekki lengur farvegur hugsana heldur grundvöllur meiðyrða eins og frásagnir af málum Teits, Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar, sýna?
Má ég ekki hugsa illa um einhvern ákveðinn manna. Má ég ekki segja neinum þó ég hugsi illa um mann? Má ég ekki segja neinum frá því hvað ég er að hugsa? Get ég þurft að sanna það að ég sé ekki að hugsa tóma steypu? Og borga skaðabætur ef ég hugsa vitlaust? Og bera foreldrar mínir ábyrgðina fyrir að hafa fætt mig svo heimskan að ég hugsa skakkt um Gunnlaug Sigmundsson og fleiri?
Verðu maður að hætta þessu bloggi? Standa við hvert orð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er nú hvorutveggja jafn saklaust "að hugsa um steypu" eða "hugsa tóma steypu", en hið fyrrnefnda gæti kannski orðið saknæmt komi fram alkalívirkni í steypunni eða önnur óáran....
En þetta er orðið sjúkt samfélag, Halldór, ef menn geta hugsanlega í krafti illa fengins fés knélagt náungann fyrir einhver orð sem látin eru falla í tveggja manna tali eða á spjallrásum. Þetta nýjasta mál er náttúrlega alveg stórundarlegt, en víst öruggara að tjá sig sem minnst um það.
Sjúkleikinn sem leggst á auðvisana gæti hugsanlega í tímans rás fengið fræðiheitið "auðvisna".... meðferðin við henni virðist helst vera á lögfræðilegum nótum, eða hvað...?
Ómar Bjarki Smárason, 30.11.2011 kl. 21:57
Þörf hugvekja í bloggheimi. Tjáningarfrelsið gæti reynst okkur bloggurum dýrkeypt. Á mannamáli heitir þetta ÞÖGGUN. Sennilega verða bloggar þeir einu sem verða dæmdir fyrir að iðka tjáningarfrelsið. Svo mikið er víst að útrásarvíkingar og stjórnmálamenn, sem urðu ríkir í gegnum stjórnmálastarf sitt á einhvern óskiljanlegan hátt, leika við hvurn sinn fingur, nú sem fyrr.
Jón Baldur Lorange, 30.11.2011 kl. 23:16
... verða bloggarar þeir einu ... átti þetta víst að vera
Jón Baldur Lorange, 30.11.2011 kl. 23:16
Það verður alltaf viðkvæmt hvað maður segir og hvar.
Ef þú situr niðri í lúkar á bát þá máttu segja það sama og félagarnir og enginn mun berja þig!
En ef þú ferð út fyrir það sem félagarnir þola frá þér þá gætir þú lent í erfiðleikum.
Þetta er nú aðeins dæmi tekið af handahófi, en hefur þó einhvern sannleikskjarna.
Auðvitað er ekki hægt að segja hvað sem er á blogginu, það er augljóst.
Það þarf að tala af einhverri virðingu fyrir öðru fólki og sérstaklega þarf að vanda um, ef maður vill bera á borð alvarlegar ávirðingar. Þær þurfa þá að vera studdar með haldbærum rökum, annars eru þær rógur.
Svo haldbærum að rökin myndu halda í réttarsal.
Best er að vera vel vakandi og vel meinandi um að tala sannleikann, ekki getsakir.
Fyrirgefðu mér Halldór að koma með þetta innlegg. Ég veit að það verður ekki eins krassandi hjá þér bloggið, ef þú ferð að stilla þig sérstaklega af, svo þú sleppir við málshöfðun frá einhverjum sem móðgast vegna þinna frjóu skrifa.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.11.2011 kl. 23:56
Það er ansi merkilegt að Gunnlaugur þessi telji sig nauðbeygðan til að senda bloggaranum svívirðingar í smáskilaboðum (SMS) og þykjast vera Íslendingur í Svíþjóð. Það litla sem birt hefur verið af smáskilaboðunum er verulega sjúkt og vekur upp margar spurningar.
Jens Guð, 1.12.2011 kl. 00:35
Að sjálfsögðu er ekki er eðlilegt að tjá allar hugsanir á bloggi frekar en á öðrum opinberum vetvangi. Það er t.d ekki eðlilegt að ég heldi því fram hér að þú ,Halldór, værir kynferðisafbrotamaður eða að Jens beitti maka sinn ofbeldi. Ábyrgð hlýtur að eiga fylgja orðum og er þá sama hver á í hlut.
Stefán Örn Valdimarsson, 1.12.2011 kl. 14:24
Þetta er þörf umræða hjá þér Halldór og nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa vandlega um þessi mál.
Tjáningafrelsið má aldrei skerða, það getur haft ófyrirséðar afleiðingar.
Stundum hef ég boðist til þess, svona hálfpartinn í gríni, en öllu gríni fylgir einhver alvara, að taka við öllum skömmum sem menn hafa þörf fyrir að koma á framfæri.
Ég hef fengið að heyra ýmislegt um mig, því ég er harður sjálfstæðismaður, en slík afstaða er ekki vinsæl í þeim jarðvegi sem ég er sprottin úr.
Ég ólst upp við hatur á íhaldinu og allskyns trölasögur og samsæriskenningar. Oft hef ég verið á skipum og bátum þar sem ég hef verið einn um þessa afstöðu mína.
En enginn af þeim sem hafa sagt ansi ljóta hluti varðandi mitt hugarfar er illa við mig. Orð segja nefnilega ósköp lítið ef maður hugsar bara um merkingu þeirra, við erum nefnilega ekki mjög góð í að tjá okkur.
Þegar skipsfélagar mínir hafa sagt mig vera brúntungu (það þýðir á sjómannamáli að menn séu með tunguna á kafi í óæðri enda mektarmanna og gefur til kynna að viðkomandi sé ekki sjálfstæður í skoðunum), þá eru menn að tjá sína upplifun á Sjálfstæðisflokknum sem mótast hefur af þeirra umhverfi.Oftast svara ég með gríni og menn verða bestu vinir á eftir.
Reiðin og tortryggnin er allsráðandi um þessar mundir. Orð sem sögð eru beinast ekki endilega að persónunni, heldur er þetta tjáning tilfinninga. Þeir sem hafa tekið þátt í pólitík og viðskiptum eru berskjaldaðri en aðrir og þeir fá oftast á sig gusuna, stundum óverðskuldaða.
En þetta þýðir ekki að sumir geti ekki átt gusuna inni, þannig að við þurfum alltaf að notast við dómgreindina.
Við þurfum að læra að skilja hvert annað, öll viljum við það sama, réttlátt og friðsælt líf.
Við megum ekki banna öðrum að koma með meiðandi ummæli um nokkurn mann. Hinsvegar getum við staðið saman um að leiðrétta umælin, ef þau reynast ekki á rökum reist.
Jón Ríkharðsson, 1.12.2011 kl. 15:01
Og bera foreldrar mínir ábyrgð á því að ég hugsa skakkt um Gunnlaug Sigmundsson. ofl. Datt í hug hvort þorandi er að lýsa dálæti á syni hans, Sigmundi Davíð, sem stjórnmálamanni. Ég þekkti ekkert til hans (nema ungan mann á Ruv,) ,eða föður hans,en les um það á blogginu. Ég hef bæði fengið undirtektir og einnig skömm í hattinn, Ég fer ekki ofan af því og á mörg skoðanasystkin sem segja hann,Vigdísi og Guðmund M.,sérstaklega skelegg og ráðagóð. Ég hrekk nú ekki við þó ríkisstjórnin skelli skollaeyrum,við þeirra málflutningi,eina sem þau geta gegn þeim er að dikta upp mismæli Vigdísar,svo barnalegt sem það er,vorkunn!! þau eru nú bara hálfgerð leppstjór ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2011 kl. 01:04
Mig langar líka til að lýsa yfir ánægju með framgöngu Sigmundar Davíðs.
Í mínum huga er hann til fyrirmyndar í framkomu.
Greinilega vandur að virðingu sinni.
Hann fær engann mínus hjá mér vegna ávirðingar föður síns, þó nú ekki væri.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.12.2011 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.