3.12.2011 | 20:41
Auf die Mark kommt es an !
var máltæki fólks þegar ég fyrst kynntist Þjóðverjum 1957 sem áttu eftir að fóstra mig næstu fimm árin og kenna mér byrjun á nýrri hugsun sem ég kann þó ekki enn. Ég var heimskur spraðibassi, gæji, af Íslandi sem hafði aldrei þurft að líða skort né hugsað um að fara vel með það sem ég hafði.Ég hafði aldrei séð stríð og allsleysi.
Ég var þó alinn upp við að vinna og eyða aflanum jafnharðan. Það þýddi ekki að geyma aura á Íslandi, það var ég búinn að læra af áletruninni á sparibyssunni minni gömlu sem mér hafði verið gefin af Landsbankanum. "Græddur er geymdur eyrir" stóð utan á henni gylltum stöfum. Ég lærði fljótt að stinga hana upp með borðhníf og setja innihaldið í klósettið eins og pabbi sagði mig náttúraðan fyrir via Freyju og Vífilfell og fleiri freistingasmiði þess tíma.
Ég er víst eitthvað svona innréttaður ennþá.Hallur undir heimsins gæði og hið ljúfa líf. Sést á mittismálinu. Peningur er til þess að kaupa fyrir en ekki að strúka honum og kjassa. Ég hafði líka átt sparibók með sparibyssunni með einhverri upphæð í 10 ár og hann dugði bara fyrir einum ís þegar ég varð stúdent en hafði dugað fyrir hjóli 6 árum fyrr. Síðan þá finnst mér eiginlega vafasamt að ljúga að börnum um jólasveininn sem komi með gjafirnar og setji í skóinn nema að hlæja hæfilega með tunguna í kinninni.
Hinir nýju uppalendur mínir hugsuðu allt öðruvísi. Hjá þeim byggðist allt á að halda í markið og láta það ekki af hendi fyrr en í síðustu lög. Eftir önnur 5 ár frá því að við lukum náminu sagði minn besti vinur í Þýskalandi þegar ég spurði hann af hverju hann ekki byggði hús fyrir lán frá bankanum? Þessir skítir(hann er svakalega orðljótuir eins og ég) hugsa ekki um neitt nema að stela af þér vöxtum. Maður á að spara og leggja fyrir en ekki taka helvítis lán sem bara kosta vexti. Hann byggði seinna en ég og veit ekki aura sinna tal í dag og á það sannarlega skilið. Hann kenndi mér líka að vinna og líta ekki á klukkuna og vera ekki alltaf að spekúlera að eyða peningum heldur skapa árangur.Hlusta ekki á skít frá skítum. Nú vill maður gjarnan skapa eitthvað en það er hvergi viðspyrna í ónýtu samfélagi skítakommúnista. Það er allt skítadautt og maður er líka orðinn skítagamall paríah, sem enginn vill tala við, svo maður haldi áfram á orðfærinu okkar gömlu strákanna.
Það er nefnilega svo að enginn getur byggt hamingju sína á láni. Hamingjan er nefnilega "Lánlaus". Skuldugur maður er þræll eins og Einar ríki segir í bók sinni. Það versta sem hendir eina fjölskyldu er að reisa sér hurðarás um öxl fjárhagslega. "Kröfuhörð kona hefur orðið mörgum manninum að falli " sagði vinur minn Sveinn eitt sinn og hann vissi það eins og annað. "Samhent hjón" geta unnið stórvirki sagði hann líka, "Án skulda er hamingja í húsi." "Sígandi lukka er best", "Betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta ári búskapar" sagði hann líka."
Það er nefnilega ennþá svo að það er Markið sem skiptir máli.Markið sem þú átt sem skiptir máli þegar upp er staðið en ekki Markið sem þú ert búinn að fleygja frá þér í hita augnabliksins.
Og nú þegar Þjóðverjar sjá það "skítaklárt" eins og vinur minn myndi orða það, og það ekki í fyrsta sinn, að aðrar þjóðir í Evrópusambandinu eiga ekki samleið með þeim í þeirra bóndahugsun og vinnusemi um nauðsyn þess að heyja og eiga fyrningar, þá virðist komið að vatnaskilum. Því spraðibassar bandalagsríkjanna verða einfaldlega að aðlaga sinn lífstíl nýrri hugsun eins og ég var að reyna að gera fyrir margt löngu. Líklega munu Þjóðverjar innan skamms taka upp markið sitt gamla aftur og setja evruna til hliðar. Allir munu vilja skipta sínum evrum í mörk og evran hrynur niður á þann stall sem henni er ætlaður.
Evrusýningunni er lokið, allstaðar nema hjá Samfylkingunni íslensku og Evrusinnum. Tjaldið fellur.
Auf die Mark kommt es an!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2011 kl. 14:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Bolshevik er: a member of the majority faction of the Russian Social Democratic Party, which seized power in the Revolution of 1917. Aðferð fræðin er að stela sparifé og eignum almennings.
Maður á að spara og leggja fyrir en ekki taka helvítis lán sem bara kosta vexti.
Þetta var ekki hægt á Íslandi því sparisjóðs reikningar voru notir sem afskriftar varsjóður af Íslenskum sossum í öllum flokkum. Þjóðverjar borga leigu fyrir að geyma fyrir sig varsjóði í til lengri tíma og taka ekki raunvexti af sínum skuldurum [bönkunum], þakka fyrir að fá raunvirði til baka.
Hér rétt fyrir Ólafslög lá fyrir að varla var til einn einstaklingur sem lét stela af sér innlánssparnaði. Þá komu sossar fram með nýtt eig tilfærslu kerfi og það flest í því að arðræna þá sem vilja spara mest í eigin fasteign eins og sannir þjóðverjar. 80% í fasteign og 20% í reiðfé eða hltbréfum í önvegis vsk. fyrirtækjum, sem borga max. 2,0% raunvexti að jafnaði.
Júlíus Björnsson, 3.12.2011 kl. 23:01
Halldór, eins og þú veist er konan mín heimilisrekstarfræðingur frá Þýskalandi, og su menntun er m.a. notuð til þess að kenna Þjóðverjum að spara.
Mættum við vitna í þessa grein þína, lýsingin ætti að vera tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sérstaklega skemmtileg lesning snemma á sunnudagsmorgni.
Sigurður Þorsteinsson, 4.12.2011 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.