Leita í fréttum mbl.is

Segjum upp Kyoto bókuninni

eins og Canada:

"Peter Kent, umhverfisráðherra Kanada, tilkynnti í gærkvöld að Kanada ætli að segja sig formlega frá Kyoto-bókuninni um niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda.

Kanada verður fyrsta ríkið til að segja sig frá bókuninni frá því að hún var samþykkt árið 1997. Kent sagði að bókunin væri ekki lausn á loftslagsvandanum á heimsvísu, ef nokkuð væri hún Þrándur í Götu. Rétta leiðin væri að gera nýjan, lagalega skuldbindandi samning þar sem öll þau ríki, sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum, væru með, en gerði um leið kleift að halda uppi hagvexti.

Kanadastjórn féllst á sínum tíma á að skera niður losun á koltvísýringi þannig að losunin á næsta ári yrði 6% minni en árið 1990. Losunin hefur þess í stað aukist um 35%. Kent sagði að með því að nýta sér lagalegan rétt sinn til að segja sig frá Kyoto-bókuninni slyppi Kanadastjórn við að greiða himinháa sekt. Sektin hefði orðið allt að 14 miljarðar dollara, eða sem svarar næstum 200 þúsund krónum á hverja fjölskyldu í Kanada."

Af hverju erum við að leggja á okkur að kaupa losnarheimldir ef við þurfum þess ekki? 

Segjum samkomulaginu upp eins og Canada enda er þessi gróðurhúsaumræða alveg eins byggð á sandi eins og vísindalegum sönnunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum að virða þessa skruddu jafnvel þó hún byggist á vafasömum vísindum eins og brjálæðingarnir benda á og tyggja endalaust CLIMATEGATE, CLIMATEGATE, enda eru þeir vitlausir.

Þó vísindin séu götótt og fölsk bak við kolefnisskatta, þá þurfum við að leggja þá á með vaxandi þunga til að draga úr kjarnorkuslysum, fikti í lífríkinu með erfðabreytingum, útblæstri annarra lofttegunda og hryðjuverkum.

Það sjá allir, nema vitleysingarnir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 08:10

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Ég las um þetta á vef kanadíska sjónvarpsins fyrir nokkru síðan, þannig að þetta er ekki eitthvað sem gert hefur verið í fljótræði eftir niðurstöðurnar í Durban.

 
 "Canada will announce next month that it will formally withdraw from the Kyoto Protocol, CTV News has learned...."
 
 

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2011 kl. 08:31

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kanadamenn eru bæði skynsamir og raunsæjir og fari svo, að við fylgjum þeirra fordæmi, erum við í góðum félagsskap.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 13.12.2011 kl. 08:49

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Því miður virðist Kanada hafna Kyoto af röngum ástæðum. Peter Kent talar um að þróunarlöndin verði að bera kostnað af baráttu gegn veðurfarsbreytingum af völdum manna:

“Kent told The Canadian Press that the Kyoto Protocol is out of date because it excludes major emitters among developing nations, including China, India and Brazil. Those targets are now out of reach, and the Conservative government has set other, more modest targets while vowing to press the big polluters among developing nations to sign a deal with their own emissions-reduction targets…..Kent told CP in an interview ahead of the Durban conference that Canada will play hardball with developing countries to get an agreement during the climate talks. Kent said developing countries should not be allowed to use the emissions records of wealthy nations as an excuse not to agree to lofty emissions-reduction targets.”

 

Fyrir það fyrsta, þá er veðurfar hætt að hlýna og í öðru lagi var hlýnunin ekki af völdum lífsandans (CO2). Lygaþvælunni verður að linna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson

Samstaða þjóðar, 13.12.2011 kl. 10:01

5 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Hafa ekki allir gefist upp fyrir vandanum ?  Aðrir segja að það sé enginn vandi. Ég geri ekkert segir Kanada af því að allir hinir ( flestir ) svíkja lit.Víglínan er fær til eftir hentugleikum.

í mínum huga lýsing á stjórnlausum glundroða, sem við höfum ekki náð tökum á og frestum fyrir börnin okkar.

Jón Atli Kristjánsson, 13.12.2011 kl. 16:23

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir með að segja upp Kyótó bókunni. Ef ég man rétt þá settu Ástralir þetta á hilluna vegna kostnaðar. Mig minnir einmitt að jóhanna hafi verið á fyrsta fundinum og sagt Já við öllu.

Valdimar Samúelsson, 13.12.2011 kl. 17:56

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar fengu sérstaka undanþágu í Kyoto sem gerði okkur kleift að gera nákvæmlega ekkert til að breyta því að við eigum mest mengandi bílaflota á Vesturlöndum.

Kanada býr yfir miklum olíuforða, sem er þeim þegar á heildina er litið jafn mikils virði og olían er Norðmönnum af því að íbúarnir eru það fáir. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband