Leita í fréttum mbl.is

Fjármál stjórnmálaflokka

fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega er allt grunsamlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur styrki eða einstakir frambjóðendur flokksin eru duglegir að sníkja.

Þegar upplýstist að flokkurinn hefði fengið drjúga peninga frá ljótum fyrirtækjum Björgólfa og Baugs svo og að Guðlaugur Þór hefði fengið drjúgt frá sömu aðilum, þá varð allt vitlaust í herbúðum vinstrimanna því þeir þóttust vera heilagir að vanda. Annað kom svo í ljós.

Ungur formaður Sjálfstæðisflokksins tók þessum árásum óstinnt og sagði flokkinn myndi skila styrkjunum, sem margir flokksmenn voru ekki ánægðir með. Enda voru skilin kannski örðug þar sem flestir styrkjendur voru komnir á hausinn eftir útrásina.

Samfylkingin þurfti ekkert að forsvara sína styrki, hvað þá talaði hún um að skila þeim í fjölmiðlum. En vitað er um meðal annars þessa styrki árið 2006:

FL GROUP hf………………………………………… 3.000.000
FL GROUP hf………………………………………… 5.000.000
Baugur Group hf……………………………. 5.000.000
Dagsbrún……………………………………………. 5.000.000
Íslandsbanki hf……………………………… 5.500.000
Exista hf……………………………………………… 3.500.000
Kaupþing hf… ………………………………. 11.500.000
Landsbanki Íslands hf…………. 8.500.000

Af þessu var engu skilað sem rétt er.

Fyrir liggur nú að það er búið að veðsetja Valhöll vegna fjárskorts hjá flokknum. En Alþýðuhúsið hf og Sigfúsarsjóður sjá Samfylkingunni fyrir húsaskjóli og eitthvað ættu þeir að eiga til af þessum aurum öllum.

Það er umdeilt hvort stjórnmálaflokkar eigi að njóta opinberra styrkja.Margir Sjálfstæðismenn eru á móti því og telja að flokkarnir eigi sjálfir að afla sér fjár með auglýsingum, gjöfum og styrkjum. Við horfum á smáklofningsflokka á þinginu bítast á um krásirnar og ekki finnst öllum jafnt skipt frekar en Silfri Egils.

En eigi flokkar að sjá um sig sjálfir þá eiga þeir heldur ekki að vera með opið bókhald heldur eru fjármálin einkamál. Fólk getur gjaldfært auglýsingareikninga frá flokkunum án vsk, en Skattstofuna á ekki að varða hætishót um annan rekstur saumaklúbba eða stjórnmálaflokka. Greiði flokkarnir laun þá skila þeir gjöldum, kaupi þeir af verktökum telja þeir sjálfir fram.

Séu flokkarnir á opinberu framfæri þá er það uppi á borðinu hvað þeir fá. Annað varðar heldur engann um. Það var fáránlegt að gera stjórnmálaflokka bókhaldsskylda yfirhöfuð. Þetta eru frjálsir félagsskapir fólks eins og fleiri og um fjármál þeirra varðar óviðkomandi ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ég ósammála þér, kæri Halldór. Fyrst þó þetta:

Ég lít á það sem rán Fjórflokksins úr vösum almennings (þar sem meirihlutinn er óflokksbundinn) að taka sér fé úr ríkissjóði handa stjórnmálaflokkunum (einkum þeim, sem á Alþngi eru, og í hlutfalli við þingmannafjölda þeirra).

Þeim mun fremur er þetta ámælisvert sem kreppa ríkir í landinu og þúsundir fjölskyldna búa við bágan hag og eiga erfitt með að eiga til hnífs og skeiðar, þegar langt er liðið á mánuðinn. Á sama tíma hefur þessi ránsfengur stjórnmálaflokkanna numið um 1,3 milljarði króna, já, yfir 1300 milljónum, á heili kjörtímabili. Þetta skekkir alla aðstöðu nýrra flokka tl framboðs á jafningjagrundvelli og er þar að auki einfaldlega að taka peninga fólks ófrjálsri hendi. Ekki eru stjórnmálaflokkar menningar- eða líknarsamtök!

Í 2. lagi eru stjórnmálaflokkarnir ekki eins og hver önnur frjáls félagasamtök, heldur valda- og áhrifamiklir í samfélaginu og hafa msnotað mjög vald sitt gegnum tíðina, eins og bert er orðið – oft vegna fjárhagslegra og annarra tengsla við hagsmunaaðila. Það er eðlilegt, að settar séu reglur um gagnsæi í starfsháttum þeirra og ekki sízt tekjuöflun þeirra og þessar síðarnefndu upplýsingar birtar helzt jafnóðum, ekki bara eftir kosningar! Stöðuveitingar í hundraða tali (sbr. rót Skaftamáls nr. 2, þ.e. 75 millj.kr. listaverkasafnarans í diplómatastétt) hafa oft verið á höndum stjórnmálaflokkanna í reynd og eru einn angi þessa máls.

Allt upp á borðið um styrki til flokkanna! Enga ríkisstyrki til þeirra!

Ekki man ég leyfilegar fjárhæðir styrkja til þeirra núna, en hugsanlega má eitthvað hækka þær, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum, þó aldrei upp í neitt sem líkzt gæti bóluárabrjálæðinu, með tilheyrandi útrásarvíkingavæðingu Samfylkingar o.fl. flokka!

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 00:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn Valur, ertu ekki að reugla eitthvað saman.

Ég var að leggja það upp að flokkar ættu kannski ekki að njóta neinna ríkisstyrkja til þess að vara engum háðir með upplýsingagjöf.

"Á sama tíma hefur þessi ránsfengur stjórnmálaflokkanna numið um 1,3 milljarði króna, já, yfir 1300 milljónum, á heili kjörtímabili."

Þú ert að tala um ríkisrekstur á flokkunum.

Það er eiginlega þetta sem ég er að tala um. Af hverju á ríkið að styðja flokkana? Það eru bara kommarnir sem vilja það. Hvar ætti VG og svona sérstrúarsöfnuðir að ná í aura annarsstaðar? Þeir sjá ofsjónum yfir því að flokkar sem fólkið vill styrkja af því að það er vit í þeim,eins og sjálfstæðisflokkurinn, geta fengið fé frá almenningi.

Ég er hinsvegar að tala um að flokkarnir séu og eigi að vera eins og önnur félagasamtök, saumaklúbbar, Lionsklúbbar eða Oddfellow, Frímúrarar, Skátar, Kaþólska Kirkjan, Musterisriddarar. Á Skattstofan að rekast í öllu þessu? Ertu þú ekki maður minni ríkisafskipta?

"Allt upp á borðið um styrki til flokkanna! Enga ríkisstyrki til þeirra!" Þú vilt sem sagt að bókhald flokkanna sé á skattstofunni þar sem eftirlit er með hver gefur hvað og hversu lítið? En ríkið borgi ekkert?

Þú ert að lýsa Shangríla. Í þessu systemi verður ekkert pólitískt starf nema á útvegi Mafíunnar.þEtta er algerlega óraunhæft get ég sagt þér.

Halldór Jónsson, 14.12.2011 kl. 08:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég verð að liggja eitthvað lengur yfir þessum texta þínum, Halldór, til að ná merkingunni til fulls.

Sannarlega er ég "maður minni ríkisafskipta" eins og þú.

Þú minnist á VG. Ég gagnrýndi þá svívirðu um daginn, að flokkssjóður þeirra skilaði umtalsverðum hagnaði vegna ársins 2010, á sama tíma og flokkurinn hafði þegið milljónatugi í ríkisstyrk, sem kemur úr okkar vösum, okkar sem vorum aldrei spurðir álits! Ekki eru kosningaloforð um "1,3 milljarða til flokkanna!" ofarlega né jafnvel neðarlega á blaði í áróðurs-stefnuskrám þessara sömu flokka fyrir kosningar.

Þetta er SJÁLFTÖKULIÐ, sem starfar í óökk þjóðarinnar að óþurftamálum sínum og skammtar svo sínum flokksstofnunum gegndarlausa styrki til þess að þeir hafi yfirburðastöðu gagnvart nýjum framboðum.

SPILLING, Halldór, það er orðið – og rannsóknarefni fyrir RÖSE eða ÖSE.

Einu þingmennirnir, sem greiddu atkvæði gegn fjáraustrinum í flokkana við afgreiðslu málsins um daginn voru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og þingmenn Hreyfingarinnar.

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband