Leita í fréttum mbl.is

Hvað svíkurðu fyrst?

hverju lýgurðu mest?

Næsta kosningabarátta hefur þegar verið hönnuð til hagræðis fyrir andstæðinga Steingríms J. Sigfússonar og VG. Aldrei í samanlagðri stjórnmálasögu Íslands hefur einn forystumaður og einn flokkur svikið meira af grundvallarkosningaloforðum sínum.

"Skylt er að tryggja vaxandi hópi aldraðra mannsæmandi kjör og aðstæður til að taka virkan þátt í samfélaginu. Gera verður átak til að stórbæta kjör og allar aðstæður öryrkja."

"Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði."

"Forgangsverkefni er að 40 stunda vinnuvika dugi til eðlilegrar framfærslu þannig að tryggja megi fulla atvinnu og rjúfa víta­hring lágra launa og vinnuþrældóms. "

"Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi."

 "Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of. "

""Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum."

Blómleg norræn velferðarstjórn er markmiðið þangað sem meira en 6000 Íslendingar hafa fengið að hverfa til sem afleiðing af stjórnarsetunni.

Spurningin verður einföld:

Hvað svíkurðu fyrst ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór ef það er einhver minnsta glórutýra í hausnum á Steingrími þá býður hann sig ekki aftur fram til Alþingis.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 20:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekki trúaður á það. Hann er svo sannfærður um visku sjálfs síns og köllun til að leiða þjóðina út úr eyðimörkinni að helst má minna á svipaðar hugmyndir hjá gamla Adolf, sem til hinstu stundar taldi sig hafa verið útvalinn.

Halldór Jónsson, 15.12.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418426

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband