Leita í fréttum mbl.is

Jóla-hvað?

sögðu þeir Glámur og Skrámur á jólaplötunni hér um árið.

Er þetta Jóla-jóla ekki orðið nokkuð útþvælt? Það dynur Jóla-gargið á öllum rásum jólaljósvakanna. Sungnar eru jólaperlur á borð við, "þegar jólin skella á" og ámóta gullkorn sem rata hugsanlega í heimsbókmenntirnar. Jólin er hátíð kaupmennskunnar og víxlaranna og annað eins og endurkoma sólar eða eitthvað kristilegt víkur í skuggann.

Jólabjórinn er sagður ómissandi, 48 % söluaukning, feykilega jólaglöggt fólk veltist um á götum Lundúna er okkur sýnt í sjánvarpinu. Segir ekki Bretinn, ekki gráta oní bjórinn þinn. Hvað þá jólabjórinn þinn? Svo fá menn sér kannski spólu með Jólaklámi, og svo verða æsispennandi Jólamorð og Jólalöggur á dagskrá sjónvarpsins á aðfangadagskvöld eins og oft hefur verið hefur raunin á þegar biskup er búinn að tala.

Jóla-jóla, jóla hvað sagði Skrámur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband