Leita í fréttum mbl.is

Hvaða Sjálfstæðisflokk studdi ég?

á landsfundi spyr ég mig þegar svona yfirlýsingar frá varaformanni mínum koma fram? "Ólöf segir að það sé ekki þörf á að gera breytingar, þ.e. að málið fari í hendur utanríkisráðherra. Hún bendir á að það hafi verið sæmileg ró í kringum Icesave-málið að undanförnu. Jafnvel þeir sem hafi haft mestar áhyggjur af stöðu málsins, séu nokkuð rólegir yfir því hvernig Árni Páll hafi tekið á því. „Það virðist vera skoðun margra að það þurfi að flytja fyrirsvar málsins, eða það sé í raun og veru komið til utanríkisráðherrans, út af stjórnskipulegri stöðu þess ráðuneytis,“ segir Ólöf. „Árni Páll hefur gert þetta vel. Það má segja sem svo að hann hafi áunnið sér víðtækt traust,“ segir hún og bætir við að með þessu sé ekki verið að kasta rýrð á nokkurn mann. Menn spyrji einfaldlega hvers vegna eigi að gera breytingar nú. „Nú tekur næsti fasi við [í Icesave-málinu]. Við vissum alltaf að þetta gæti gerst, það kemur engum á óvart að þessi staða sé uppi. Það var í því ljósi sem þessi bókun var lögð fram,“ segir hún. Icesave verði í höndum Árna Páls.

 

Í hvaða flokki er ég eiginlega? Þorgerður Katrín lofsyngur Steingrím J. fyrir að hafa náð niður halla á ríkissjóði. Ólöf Nordal lofsyngur Árna Pál fyrir Icesave. Er ég í pólitík eða hvað? Árni Páll gerir ekkert vel í mínum huga. Hann er ekki talsmaður minn og verður ekki frekar en Steingrímur Sigússon verður mitt átrúnaðargoð'. Hann er og verður svarinn andstæðingur sannra Sjálfstæðismanna. Svo einfalt er það. Ef við þyrftum að umbera hann eina stund verður það ekki með gleði í hjarta. Nema tilgangur Ólafar sé að etja þeim saman Árna Páli og Össuri?

 

 Í næstu kosningum óska ég þess að allt sem þessi ríkisstjórn hefur gert í skemmdarverkum á Stjórnaráði Íslands og uppstokkun ráðuneyta, allar aðgerðir í skattlagningu í hverju sem er, og raunar hvað annað sem er, verði ónýtt og afnumið af nýju þingi. Ég er í stjórnarandstöðu og það gildir og ég vil afmá öll spor þessarar ríkisstjórnar og gerðir hennar allar sem fyrst. Því að þessi stjórn hefur ekkert gert sem hefur verið mér til gagns og það sem ég sé ekki þjóðinni heldur. Hún er og verður í mínum augum hreinræktuð afturhaldsstjórn kommúnista og Evrópusinna. Hún er ekki samsett úr mínu fólki og þess flokks sem ég hélt að ég væri í.

 

 

Í hvaða Sjálfstæðisflokki er ég eiginlega staddur? Er ég í stjórn eða stjórnarandstöðu? "Sá sem ekki er með mér er á móti mér" sagði Napoleon. Það hélt ég að væri  mín afstaða í Sjálfstæðisflokknum meðan hann er í núverandi stöðu. En það er ekki að marka mig auðvitað, ég er kannski staddur í einhverjum samræðustjórnmálaflokki frekar en Sjálfstæðisflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þú ert staddur á sama stað og margir kjósendur held ég, hálf utangátta því stjórnarandstaðan er svo himinsæl með að skoðannakannanir sýna að í næstu kosningum er þeim tryggur meirihluti. Það er engin virk stjórnarandstaða, enda telja þau ekki þörf á því - þau bíða þolinmóð eftir næstu kosningum. Fram að því ætla þau að hafa hægt um sig fyrir utan nokkrar snarpar og hressandi umræður í ræðustól.

Anna Björg Hjartardóttir, 20.12.2011 kl. 00:46

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góð grein Halldór minn! ég er þér innilega sammála kæra Anna Björg !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.12.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk Kristján, atkvæðaleysi stjórnarandstöðunnar gæti komið þeim í koll, doði þeirra þeirra ýtir undir að alvöru góð framboð koma fram. Ef það gerist má búast við að atkvæðin fari annað en kannanir sýna núna.

Anna Björg Hjartardóttir, 21.12.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband