Leita í fréttum mbl.is

Stóriðjan dæmd á stjórnina

 

"...Norðurál stefndi HS orku 19. júlí 2010 og krafðist þess að staðið yrði við samninginn eins og hann var gerður árið 2007. HS Orka hafði annan skilning á ákvæðum samningsins um afhendingu raforkunnar og verð hennar. Málinu var skotið til gerðardóms í Svíþjóð sem ítrekað hefur frestað úrskurði sínum.

Niðurstaða dómsins er að túlka afhendingar- og verðákvæði samningsins Norðuráli í vil. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Júlíus J. Jónsson, forstjóra HS Orku, án árangurs. Þess í stað sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að niðurstaðan sé ekki einhliða og báðir aðilar hafi fengið jákvæða niðurstöðu í ákveðnum atriðum kröfugerða sinna.

"Þó úrskurðurinn kveði á um ákveðna afhendingarskyldu HS Orku til hins nýja álvers er sú afhendingarskylda háð því að uppfyllt verði nokkur skilyrði sem gerðardómurinn úrskurðaði að ekki hefðu verið uppfyllt," segir í tilkynningunni....

Ágúst F. Hafberg, hjá Norðuráli, segir fulltrúa fyrirtækisins munu setjast yfir málið með HS Orku við fyrsta tækifæri og leysa úr þeim málum sem eftir eru.Markmið fyrirtækisins sé að koma framkvæmdum við álver í Helguvík af stað sem fyrst. Ágúst segir fyrirtækið hafa tryggt fjármögnun fyrsta áfanga, en til hans þarf 150 megawött af orku. "Fjármögnun okkar verður ekki vandamál."

Hann segir hins vegar að fyrirtækið verði að fá tryggingu fyrir tveimur áföngum, af fjórum fyrirhuguðum, áður en til framkvæmda komi. Hægt sé að hefja framleiðslu í fyrsta hluta nýs álvers tveimur til tveimur og hálfu ári eftir að ákvörðun um framkvæmd hefur verið tekin..."

Þetta hlýtur að vera sorgardagur í ríkisstjórn Íslands, sem hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að hindra þessa framkvæmd heldur leysa atvinnumálin á suðurnesjum á "einhvern annan hátt".Búin áður að kollvarpa stóriðjuhugmyndum á Bakka með loforðum um eitthvað annað.

Það er eiginlega makalaust að ríkisstjórnin láti dæma á sig að gera eitthvað í stóriðjumálum? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband