Leita í fréttum mbl.is

Besta bólusetningin

fyrir þjóðina við framfarafælni eru vinstristjórnir af og til.  Þær mynda mótefni í þjóðarlíkamanum sem endist yfirleitt nokkuð  lengi. Og þeim mun lengur sem lengur þær sitja. 

 Þegar þær hrökklast frá völdum er ónæmið yfirleitt sterkt og það er friður fyrir þeim oft í fleiri kjörtímabil en eitt. Núverandi ríkisstjórn mun  líklega skapa lengra ónæmi eftir sig en margar aðrar og langt framfaraskeið batnandi lífskjara og lægri skatta fylgja á eftir. Ekki veitir okkur af hressingu.

Vandamál Sjálfstæðisflokksins í velgengni er að oftar en ekki halda aftur af góðærum og uppgangi.  Reyna að draga niður í kyndingunni áður en sýður uppúr á katlinum. Því miður beinist orkan oftar að því að þurrka upp úr gólfinu og stýra umhverfishitanum með vaxtahækkunum  heldur en að minnka strauminn á  plötunni sem leiðir  til uppnámsins í eldhúsinu.

Næsta kosningabarátta mun verða mjög lituð af persónuníði vinstriflokkanna á forystu Sjálfstæðisflokksins og fjármál þeirra. Þar verður hamrað á málum sem koma ekki framtíðinni við. Hugsanlega  er hægt að hægt að afstýra þessu að hluta með því að byrja persónuskítkastið sem fyrst. Láta allt fjúka núna svo það verði frekar hægt að fá frið fyrir því þegar það skiptir máli að tala um málefni og viðfangsefni. Það hjálpar að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að kunngera í stórum dráttum hvað hann ætlar að gera og geta menn  lesið Landsfundarsamþykktir flokksins til þess.

Fylgi stjórnarflokkanna lækkar jafnt og þétt þess fleira sem þeir gera eða gera ekki. Hvenær kemur að því að þeir springa á limminu vita menn ekki. En þá verða margir fegnir en fáir hryggir.

Og fullbólusett verður þjóðin þá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gleðileg Hátíð...Sumir eiga það til að gleima því sem samþikt var á Landsfundinum..

Vilhjálmur Stefánsson, 25.12.2011 kl. 15:16

2 Smámynd: Björn Emilsson

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og sæta langa sumardaga, kvað skáldið. Látum þáð rætast. Bestu hátíðarkveðjur héðan úr westrinu til þín Halldór með þökk fyrir öll góðu skrifin.

Bjorn

Björn Emilsson, 25.12.2011 kl. 17:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki við Vilhjálmur!

Björn, bestu kveðjur til þín í westrið. Ég kem til Florida í febrúar og verð í mánuð.

Halldór Jónsson, 26.12.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband