Leita í fréttum mbl.is

Aðgát skal höfð

segir Einar Ben í Einræðum Starkaðar. Þessi sannindi eru farin að taka á sig nýjar myndir. Maður má ekki segja um alþekktan skíthæl og svindlara að hann sé þannig. Hann getur bara stefnt þér og í krafti peninga sinna leigt sér stjörnulögfræðing til að gera ýtrustu kröfur á þig og selt ofan af þér og kellingunni í fyllingu tímans.

Í gamla daga hjá kónginum mátti alþýðan drepa hvern annan og móðga án þess að bætur kæmu fyrir. En "hátignarmóðgun" var ekki liðin. Þá komu fulltrúar krúnunnar á vettvang og réttuðu. „Majestetsfornærmelse „var það kallað. Langafi minn var tvisvar landflótta fyrir slíkar sakir. Sjálfur er svo mikill ættleri að enginn hefur tekið nægilegt mark á því sem ég segi til að ég komist þannig til útlanda.Þetta er að verða svona aftur á Íslandi.

 Það má ekki segja sannleikann um auðmenn eða hvernig  þeir hafa komist yfir peninga sína. Það má enginn hafa skoðun á þeim aðferðum sem þeir hafa beitt til að raka til sín. Þá stefna þeir skrifaranum sem hefur hugsanlega ekki annað en pennann sinn til að verja sig með,  enga  peninga fyrir lögfræðinga eða annað sem að gagni má koma. Hann verður að sanna að stefnandinn sé sekur annars er hann saklaus. Sá stefndi er því í stöðu ákæruvaldsins án þess að njóta nokkurs styrks nema síns eigin.  Má minna á málshöfðanir, Pálma Haraldssonar, Gunnlaugs Sigmundssonar, Jón Ólafssonar og fleiri slíkra dánumanna gegn eignalegum örverpum sem dæmi hér um. Og ekki er þessu lokið.

Nú stefna þeir Húsasmiðjugreifarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson  honum Ragnari  Önundarsyni fyrir að vekja athygli á viðskiptaháttum þeirra. En Ragnar lýsti því hvernig þeir störfuðu eftir módeli sem maðurinn á Skattstofunni, Aðalsteinn Hákonarson endurskoðandi, var áður búinn að lýsa í skarplegum greinum í Tíund hvernig menn framkvæmdu skuldsettar yfirtökur. Enginn af útrásarvíkingum hefur þorað að stefna skattmanninum fyrir að  kortleggja það hvernig skuldsettar yfirtökur eru framkvæmdar í samsæri með bönkum sem ótal dæmi sanna. Þeir beita því þöggun á málin þegar þeim hentar,  En verður verkurinn ekki sá, að það þorir enginn að móðga Al Capone eða Pútín?  Þeir gætu  orðið fúlir? Stefnir ekki ástandið á Íslandi hraðbyri í þessa átt?  Ég heyrði um eitt meiðyrðamál sem maður hafði farið í við annan og kallað hann hesthana. Mér skildist að sá móðgaði fékk ekki neitt af því að orðið væri  ekki skilgreint í íslenskri orðabók?

Nú skilst manni að  þeir Hallbjörn þoli ekki ekki að Ragnar kalli þá féfletta?  Þeim finnist þetta móðgun við sig?  Höfum við ekki heyrt einhvern tímann að menn hafi verið féflettir?  En gæti nafnorðið féflettir ekki haft fleiri en eina merkingu?  Ef ég fletti búnti af fimmþúsundköllum til þess að telja þá, er ég þá féflettir? Er rúningsmaður í rétt féflettir? Eru þeir Hallbjörn féflettar í þeim skilningi að þeir séu með fullt af seðlabúntum sem þeir geti flett?  Eða að þeir hafi féflett einhvern? Og nú vilji þeir fletta Ragnar  Önundarson fé sínu fyrir að dýrka þá ekki fyrir viðskiptasnilld sína?

Svo var kveðið: Útrásarvíkinginn ávallt skalt/  elska sem þinn herra./ Stingur þig annars stálið kalt/ í steininum tárin munt þerra.

Verður ekki svei mér að gæta sín við því að tala ekki af nægri virðingu um menn sem eiga nógan skæs í þessu þjóðfélagi?

Verður ekki að viðhafa aðgát í námunda viðkvæmra víkingasálna? 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Satt segir þú Halldór málfrelsið er ekki til lengur í Lýðræðis ríkinu Íslandi. Sannleikanum skal haldið leyndum með þöggun og menn flæmdir úr störfum sínum og meinaður aðgangur að vissum atvinnugreinum af því þeir segja sannleikann um spillinguna og ofbeldið sem átt hefur sér stað.

Ólafur Örn Jónsson, 27.12.2011 kl. 05:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ólafur, tilvitnunin af www.siðblinda.is sem þ+u tilfærir er góð:

Fantar eru siðblindir sem reiða sig á hótanir, þvingun, ógnun og ofbeldi til að drottna yfir öðrum og ná því sem þeir ásælast. Fáum dylst að slíkur einstaklingur er árásargjarn og frekar kvikindislegur. Það er borin von að hann heilli fórnarlömbin til undanláts svo hann reiðir sig á fautaskap eða einelti í staðinn. Siðblindur af þessu taginu er harðbrjósta við aðra, leitar markvisst að tækifærum til að taka þátt í deilum og er oftast upp á kant við aðra. Hann lætur sig réttindi og tilfinningar annarra engu skipta og brýtur oft óskráðar reglur um félagslega hegðun. Ef hann fær ekki sitt fram verður hann hefnigjarn, bruggar öðrum launráð og notar hvert tækifæri til að ná sér niðri á þeim. Oft ræðst hann harkalega á einstaklinga sem eru fremur lítils ráðandi. Óljóst er hvort föntunum er eðlislæg nautn af því að traðka á öðrum eða hvort þeir hafi lært að þetta sé árangursríkasta leiðin til að ná sínu fram. Því er eins farið með þá og hina stjórnsömu yfirmenn, að þeir finna ekki fyrir eftirsjá, sektarkennd eða samlíðan með öðrum. Af því þeir gera sér enga grein fyrir því hvernig þeir skaða aðra og jafnvel sjálfa sig eru siðblindir fantar sérstaklega hættulegir á vinnustað.

En það er kolröng ályktun hjá þér að þetta tengist Davíð á einhvern hátt.Davíð hefur einmitt barist gegn svona þrjótum þó að þeir hafi náð of langt á því tímabili sem við hann er kennt. Gleymdu því ekki að þessir tímar voru mestu uppgangstímar fyrir alla- en því miður líka fantana.

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 08:05

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Halldór mér fannst pistill þinn góður en Það er kolröng ályktun hjá þér að ég telji þig hafa verið að fjalla um Davíð veit ekki hvað fær þig til að telja þessa sjúkdómlýsingu eiga við hann. Staðreynd málsins er að ég hef þurft að þola flest það sem þarna er nefnt að höndum annars manns sem samt gengur laus og er vinur Davíðs.

Ólafur Örn Jónsson, 27.12.2011 kl. 10:29

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ólafur örn, þetta stendur í titlinum á síðunni:

Ólafur Örn Jónsson
Ólafur Örn Jónsson
Togaraskipstjóri: Frjálslyndur hægri maður sem berst fyrir réttlæti og mannvirðingu. Markmið að afnema alla arfleifð Davíð-ismans
Hvað er Davíðsiminn?

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 11:00

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Halldór þú þekkir Davíð-ismann eins vel og ég. Davíð-ismi er þegar frelsi einstaklingsins til athafna og einkavæðing er skrumskæld og einstaklingurinn verður útvalinn vinur valdhafanna. Ég er viss um að þú og flestir aðrir sjálfstæðismenn eru sammála mér um að hugtakið "frelsi einstaklingsins til athafna" og "stétt með stétt" séu einhver bestu og heilögustu hugtök til að skýra réttláta hægri stefnu. Hver sá ekki hvernig þessum gildum var nauðgað í ríkisstjórnartíð Davíðs. EINOKUN í tveim stærstu atvinnugreinum landsins? Hvernig getur nokkur maður heimfært EINOKUN upp á hægri stefnu nema um hreina spillingu og nauðgun á almanna hagsmunum sé að ræða.

Davíð átti möguleika á að verða einhver mesti forystumaður þessarar þjóðar en missti sig í að gerast þátttakandi í spillingu og hagsmunapoti því miður. Ég hlutaði á þennan mann halda snilldar ræðu þar sem hann spurði "hvenær kemur okkar tími". Til að horfa á hann eftir kosningar taka eina stærstu eign Reykvíkinga og nota hana til að hysja buxurnar upp um pabba stráka sem búnir voru að setja fyrirtæki fjölskyldunnar á hausinn. Svona hélt spillingar spuninn áfram út borgarstjórn í ríkisstjórn. Of seint að skrifa söguna núna Halldór þegar allt er komið í kalda kol.

Ólafur Örn Jónsson, 27.12.2011 kl. 11:43

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Var hann ekki upphaflega að losa Reykvíkinga við tapsfyrirtækið BÚR með því að búa til nýtt fyrirtæki með pabbastrákunum. Græddu þeir eitthvað legíó á þessu?  Voru þeir bara ekki aðallega að sleppa út úr sínum Ísbjössa? Og varð þetta ekki svo að HB Granda? Er þetta verra í heildina? Ég veit ekkert hverjir eru búnir að sölsa þetta undir sig núna, það eru allstaðar bréfaguttar og féflettar á ferð.

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 17:03

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Halldór,skuldsettar yfirtökur eru og voru löglegar.Ragnar Önundarson gefur í skyn að fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi verið og séu það sem hann gefur nafnið" féflettar".Það held ég að flestir skilji þegar einhver ásakar annan um að féfletta fólk.Ragnar Önundarson verður að hlýta íslenskum lögum eins og aðrir.Það á ekki að líðast að mannorð fólks sé nýtt niður þegar menn gera ekkert annað en að fara að lögum.Ef lögin eru siðlaus þá ber að breyta þeim.Lifi Davíð Oddson, hann sá hvað var að gerast og varaði við bankaþjófunum en því miður var ekki hlustað á hann, ekki einu sinni hans eigin menn.

Sigurgeir Jónsson, 27.12.2011 kl. 21:06

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurgeir, löglegt segirðu. En hver gerði þetta löglegt. Þetta er ólöglegt. Þetta eru svik og blekkingar.Menn eru að svíkja undan skatti. Það átti aldrei að lát menn komast upp með að eignfæra óefnislegar eignir eða viðskiptavild. Þar byrja glæpirnir. Sjáðu hveð Aðalsteinn Hákonarsona skrifar:

"Hvernig má það vera að niðurfelldar skuldir skapi skattskyldar tekjur hjá atvinnulífinu? Ef allt væri með felldu hefðu eignir átt að standa á móti skuldunum og því ekki að vera þörf á að fella þær niður. Hafi eignirnar tapast eða fyrirtækin verið í taprekstri ættu þau að eiga skattalegt tap sem hægt væri að jafna á móti tekjunum sem til yrðu vegna skuldaniðurfellingarinnar. Ástæðan fyrir því að það gerist ekki er fyrirtækin hafa verið skuldsett til að greiða út arð til hluthafa sem ekki var raunveruleg innistæða fyrir eða eignirnar voru þess eðlis að tap þeirra veitti ekki skattalegan frádrátt. Og hvaða eignir skyldu það nú vera? Það er þessi margrómaða viðskiptavild sem skreytti efnahagsreikninga fjölda fyrirtækja á uppgangstíma útrásarinnar. Bankar og forystumenn í atvinnulífinu notuðu þá aðferð, sem kennd hefur verið við skuldsettar yfirtökur og öfugan samruna, að skuldsetja fyrirtækin til kaupa á sjálfum sér. Þegar slíkar skuldir voru færðar inn í fyrirtækin þurfti annað hvort að skerða eigið fé eða færa upp eign á móti til þess að debet og kredit stæðust á. Sú leið var jú farin að færa upp eign sem kölluð var viðskiptavild.

Nú standa menn frammi fyrir því að engar innstæður eru fyrir slíkum eignum og þær afskrifast í milljarðavís án þess að nokkur skattafrádráttur fáist út á þær afskriftir. Ef skuldirnar afskrifast líka myndast skattskyldar tekjur hjá fyrirtækjunum sem þau þurfa að greiða 15% tekjuskatt af - er það hátt? Manni verður ósjálfrátt hugsað til mannsins sem af skammsýni naut í fyrstu ylsins af því að míga í skóinn sinn. Líklega var viðskiptavildin ekkert annað en frostmíga sem virkaði vel í byrjun uppgangsins en ekki eftir það."

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 23:12

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurgeir:

Þetta er lýsingin á Húsasmiðjusnúningnum til dæmis. Norðurljósum ofl. ofl..

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 23:14

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað verður um skattgreiðslur af 63 milljarða niðurfellingu skulda hjá einu fyrirtæki?

Ef það er bara allt í lagi að afskrifa skattinn líka?

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 23:16

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er ekki Davíð að kenna Ólafur Örn!

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 23:16

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver heimilaði að eignfæra óefnislegar eignir?*

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband