Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kom féið?

Svo hefur Morgunblaðið eftir Steingrími J. um afrek sín við endurreisn bankanna:

„Sem betur fer er hægt að fullyrða að í tilfelli Íslands mun ríkið fá fjármuni sína að mestu til baka eða halda verðmætum eignarhlutum í fjármálastofnunum ella. Ríkið hefur bundið samtals um 185 milljarða kr. í stóru bönkunum við endurreisn þeirra í formi eiginfjárframlaga og víkjandi lána. Ef staðan í dag er skoðuð er ljóst að ríkið hefur haft mjög góða ávöxtun á því fé sem það varð að binda í þetta verkefni, sem er um 250 milljörðum minna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ætla má að ríkið fái þessa peninga að fullu til baka og komist frá endurreisn stóru bankanna án nokkurs taps í þeim skilningi að arðgefandi eignir og/eða endurseljanlegar eignir standi fyllilega undir því fé, sem ríkið hefur bundið í verkefnið, miðað við efnahagsreikninga bankanna. Þannig hafa fjármunir ríkissjóðs ekki farið í botnlausa hít heldur þvert á móti verið festir í verðmætum eignum. Í framtíðinni verður hægt að nota þessa fjármuni eða arðinn af þeim til þess að greiða niður skuldir og halda áfram við byggja upp íslenskt samfélag,“ segir Steingrímur.

Veltir nokkur því fyrir sér hvernig Steingrímur fékk þessa 185 milljarða.

Var það eitthvað grundvallarlega öðruvísi en hinn illi prins sem blandaði kopar í silfurpeninga sína til að féfletta þegna sína ?

Er ekki auðvelt að þykjast vera bjargvættur þjóðar en beita sjónhverfingum sem fólkið lætur óátalið? Skilja menn ekki hversvegna stjórnin varð að fá sinn mann í Seðlabankann?

Hvaðan kom féið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband