16.1.2012 | 08:14
Misnotkun atvinnuleysisbóta
er orðin að meinsemd í þjóðfélaginu.
Hver einasti maður þekkir til misferlis í sambandi við töku atvinnuleysisbóta. Menn komast upp með það að tilkynna fyrir hvern annan með mikilli hugkvæmni. Menn vinna svart á kvöldin en eru atvinnulausir á daginn. Eftirlitsmennirnir segjast ekki mega vinna yfirvinnu þannig að þeir geta ekki litið eftir því að heilu verkstæðin opni ekki fyrr en eftir kvöldmat.
Á kreppuárunum hræðilegu voru klæðlitlir menn sendir austur í Flóa til að grafa skurði í frostum í atvinnubótavinnu eins og það hét þá. Enginn vill endurtaka slíkt. En að finna engin úrræði fyrir atvinnulausa önnur en að afhenda þeim ölmusur og vísa þeim svo á Guð og gaddinn er heldur ekki gott. Með því lagi erum við líka að koma hópum fólks uppá það að lifa með atvinnuleysi sem lífsstíl. Þessi lífstíll mun auðveldlega ganga í erfðir í heilu fjölskyldunum. Börnin alast upp til að verða "kerfisfræðingar" í þeim skilningi.
Það er hræðilegt fyrir marga að fá engin verkefni til að vinna að. Að finna það að maður sé ekki gjaldgengur lengur, ekki matvinnungur eins og maður var alinn upp til að vera.
Af hverju eru fullfrískir atvinnulausir ekki látnir vinna gagnleg störf fyrir samfélagið. Gæta að hegðun fólks í úniformeðaðri almannagæslu? Berjast gegn veggjakroti, og hreinsa? Fylgjast með innbrotsþjófum um nætur? Verða að viðurkenndri stærð í þjóðfélaginu með stolti yfir því að gera gagn. Allt annað en bara að lifa á ölmusum.
Við gamlingjarnir getum auðvitað áfram étið það sem úti frýs því við erum úrrhrök samfélagsins sem enginn vill nýta til neins. Við erum yfirleitt álitnir vitleysingar eftir 67 ára aldurs og er bannað að vinna þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga.Það er helst talað við okkur eins og ketti. Viiill hann eeeeeki tvíböööku?. Ef við gamlingjar getum ekki fundið okkur viðfangsefni sjálfir er öllum fjandas sama um okkur. Þess heldur getum við skilið vandmál hinna yngri sem lenda í stöðu þess að verða nokkurskonar óþegnar í samfélaginu, óhreinu börnin hennar Evu, hinir "líkþráu" sem enginn vill snerta.
Tilgangsleysi í lífinu er hroðaleg tilfinning fyrir margan manninn. Misnotkun atvinnuleysisbóta er því miður hvati á þeirri vegferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Lægstu verkamannalaun standa ekki undir kröfum "velferðar"-ráns-kerfisins, mat og húsaskjóli, og hafa ekki gert síðustu áratugina á Íslandi.
Þrælahald er bannað!
Hver er rót vandans?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2012 kl. 09:30
Fylgjast með innbrotsþjófum að næturlagi?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 10:24
Nú jesúsar maður sig og krossar. Það er nú gott að það séu ekki til margar "risaeðlur" með þennan hugsanagang.
#1. Ég, t.d. þekki ENGAN sem "misnotar" atvinnuleysisbætur. #2. Það þarf ekki lengur að mæta til að skrá sig atvinnulausan, maður gerir það í gegnum vefinn, þú veist, internetið, nútíminn. #3. það er ekki hægt að hafa atvinnuleysi sem "lífsstíl", einfaldlega vegna þess að þá ert þú að sætta þig við og viðurkenna að lifa viðfátækt, bæturnar eru, eins og þú veist fullvel, ekki að þeirri stærðargráðu að fólk geti lifað á þeim. #4. "Berjast gegn veggjakroti" og "Fylgjast með innbrotsþjófum". Þetta er það eina sem þér dettur í hug að atvinnulausir geti unnið. Afhverju ekki "hanna mannvirki", "fljúga flugvélum", eða "skera upp sjúklinga", heldur þú virkilega að þeir einu sem eru atvinnulausir séu undirmálsfólk sem sé ekki fært um að vinna "alvöru" vinnu.
Nei, kallinn minn. Það voru einmitt þú og þínir flokksbræður og félagar sem sáu alfarið um það að koma okkur í þessa stöðu m.a. með eins einu stykki HRUNi. Að yfirfæra þetta yfir á þá, sem í nauð, verða að þyggja bætur er afneitun á hæsta stigi.
Dexter Morgan, 16.1.2012 kl. 13:05
Rót vandans Anna Sigríður er of lítil framleiðni. Í Dubai eru allir á kaupi fyrir að gera ekki neitt. Framleiðni olíulindanna er svo mikil að hlutur hvers og eins er rosakaup.
H.T.Næturverðir fylgjast með innbrotsþjófum og öðrum skálkum. Eða eitthvað annað gagnlegt sem einhverjum dettur í hug.
Dexter Morgan. Ég sé að þér hefur ekki batnað. Það er einmitt í gegnum netið sem menn svindla. Láta aðra melda sig. Atvinnuleysisbætur eru ágætur grunnlifeyrir fyrir þann sem vinnur svart áq kvöldin og nóttunni. Það er ákveðinn lífsstíll.
Er þetta sem ég nefndi ekki alvöru vinna?
Svo kemur bullið í þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi búið til hrunið. Það er ekki hægt að rökræða það mál við þig þar sem þú veist allt eins og þeir trúuðu.
Það eru margir atvinnulausir vegna þess að störf fyrir þeirra sérþekkingu eru ekki í boði. Það eru engin mannvirki til að hanna í kyrrstöðuþjóðfélagi og engar flugvélar til að fljúga. Hvað gerir maður þá? Hvað vill maður gera en fær ekki.Fær maður eitthvað annað?
Veistu það Dexter minn að þú þarft að hugsa málið í rólegheitum og hætta að vinna útfrá forsendunni "ég trúi og þessvegna er ég."Reyndu að velta fyrir þér hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur grætt á atvinnuleysi? Myndi hann ekki græða meira ef hér væri ekki kreppa? Græða VG á atvinnuleysi eða öllum þeim þúsundum sem eru farin úr landi? Hver græðir á neyð annarra? Ekki ég. Og líklega heldur ekki þú.
Halldór Jónsson, 16.1.2012 kl. 17:24
Ég er hjartanlega sammála þér Halldór, það á enginn vinnufær maður að fá eina einustu krónu fyrir að gera ekki neitt, frá hinu opinbera.
Svo er það staðreynd sem sumum gengur erfiðlega að skilja, þetta með peninga. Þeir eru ekki af ávaxtaættum. En það er sama hversu oft maður tyggur sömu tugguna, alltaf eru þeir til sem skilja ekki einfaldar staðreyndir.
Svo er þetta með Sjálfstæðisflokkinn og hrunið, það er eins og sumir fylgjast ekki með heimsfréttunum þrátt fyrir gott aðgengi að þeim.
Ef Ísland væri eina landið sem hefði lent í þessum vandræðum, þá væri hægt að hugsa málið útfrá þessari fráleitu forsendu.
Ástæðan fyrir hruninu er vitanlega sú, að fjármálaheimurinn gerði sér ekki grein fyrir því, að hið mikla framboð af ódýru fjármagni gat ekki gengið endalaust, það er amk. höfuðskýringin af mörgum að mínu mati.
Það þarf nefnilega að leggja fyrir til að mæta hörðu árunum, því þau koma alltaf með reglulegu millibili. Á árunum fyrir hrun héldu margir málsmetandi menn að góðærið yrði endalaust og hagfræðingar margir trúðu því að nú væri búið að finna upp leiðir, til að heimurinn gæti alltaf haft nóg af peningum.
Gapuxarnir mættu gjarna læra aðra einfalda staðreynd, hún er sú að landsframleiðslan stendur ekki undir væntingum kjósenda, þess vegna t.a.m. höfum við alltaf þurft að sætta okkur við þessa miklu og þrálátu verðbólgu.
Jón Ríkharðsson, 16.1.2012 kl. 19:24
Það vantar greinilega fleiri í matvælaeftirlitið og vitanlega þarf að fylgjast sérstaklega með því hvað verður um umframbirgðir af iðnaðarsaltinu, því líklega verður erfitt að útiloka að það verði notað áfram.
Góð hugmynd um að fylgjast með þjófum um nætur og kannski veitir heldur ekki með því að fylgast með þeim um hábjartan daginn líka, eða það víst að þjóðin hafi verið arðrænd að næturlagi..?
En ábatasamasta starfið gæti hugsanlega falist í því að koma upp sveit sjálfboðaliða á vegum "Sérstaks saksóknara" þar sem sjálfboðaliðarnir ynnu fyrir prósentur í því að endurheimta það sem af þjóðinni var tekið með vafasömum hætti.... það mætti t.d. reyna að koma í verð vínbirgðum, vélsleðum og öðrum búnaði sem falin eru í skemmum víða um bæinn, ef þær sögusagnir eru réttar. Þessi búnaður skemmist ella og verður engum til gagns..... Þetta snýst um "að bjarga verðmætum"...!
Ómar Bjarki Smárason, 17.1.2012 kl. 00:34
Ég reyndi að ráða fólk til mín í vinnu í sumar sl og fékk sent frá vinnumálstofnun til mín nokkurn fjölda skráðra atvinnulausra og listinn styttist fljótt í 7 manns þar sem mig vantaði iðnmenntað fólk, og af þessum 7, þá náðist aldrei í tvo þrátt fyrir ítrekuð símtöl og skilaboð.
Einn umsækjandi kom lyktandi af kaupstaðalykt og vildi laun ekki lægri en Seðlabankastjóri hefði, eða réttara sagt vildi bara ekki vinnu.
Þá voru 4 eftir og voru kallaðir í viðtal.
Einn þeirra sagði "ég er eiginlega kominn með vinnu" Skv upplýsingum frá vinnumálastofnun heitir þetta svar "ég er í svartri vinnu og ekki bjóða mér vinnu".
Annar sagði poll rólegur við mig "mér lýst vel á starfið en ég get ekki mætt kl 8 því ég á erfitt með að vakna svona snemma!!"
Ég spurði þá viðkomandi hvort honum hugnaðist að ég gæfi honum þá vekjaraklukku, og þá stóð ekki á svari hjá viðkomandi sem var "Ég var nú bara eiginlega búinn að ákveða að vera á bótum í sumar" Var þessi búin að vera á bótum í nokkra mánuði
Þannig að valið var milli tveggja útlendinga og annan þeirra réði ég.
Svo menn skilji þá ER fólk að misnota atvinnuleysisbætur á Íslandi, en það gera ekki allir sem betur fer.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.