Leita í fréttum mbl.is

Þvílíkt álit!

sem kommaþingmenn hafa á okkur sauðsvörtum kjósendum.

Á þinginu í gær var eftirfarandi sagt:

"Frú forseti, mér sýnist á atkvæðatöflunni að þessi frávísunartillaga sé fallin á jöfnu og því er þetta dökkur dagur í sögu þingsins,« sagði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Bætti hún við að með þessu hefði hið pólitíska vald seilst inn á svið dómsvaldsins.

»Þessi svokallaða meginstoð í þrískiptingu valdsins er augljóslega svo maðksmogin og fúin af pólitískum vélráðum að hún er eiginlega orðin ónýt eftir þessa atburði,« sagði Ólína um þingheim.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, varaði við því að fólk léti tilfinningar sínar ráða ferðinni.

»Tilfinningar gefa alþingismönnum ekki leyfi til að stöðva framgang laga og reglna, Alþingi var stofnað til að tryggja framgang laganna, ekki stöðva hann. Verði sá siður útbreiddur í samfélagi okkar að fólk almennt telji tilfinningar sínar vega þyngra en framgang laganna þá er í óefni komið,« sagði Helgi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu.

»Sjálfstæðisflokkurinn sem annars hefur haft það eina stefnumið að komast aftur til valda til að deila og drottna eins og hann gerði samfellt í 18 ár vill nú að Alþingi beiti sér, eða öllu heldur blandi sér, inn í dómsmál sem hafið er fyrir rétti. Það stangast á við grundvöll stjórnskipunarinnar - þrískiptingu valdsins,« sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Er ekki morgunljóst að Geir Haarde er fyrir Lansdómi vegna að þessir þingmenn ákærðu hann. Alþingi er ákæruvaldið í þessu tillviki.Ákæruvaldið ákærir engann nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu. Nú telur Alþingi að þær aðstæður séu ekki fyrir hendi lengur.Það hafi verið gerð mistökþ Ákærandi getur því einn blásið málið af. Þá er það ekki dómsmál lengur þar sem ákæruna vantar. Því dómsmáli verður ekki haldið áfram ef Alþingi svo ákveður.

Er þetta fólk með þá lágmarksgreind sem þarf til þess að forsvaranlegt sé að það sé yfirleitt á þingi?

Verða kjósendur þess ekki að gefa út álit á þessu atriði varðandi þetta fólk í næstu kosningum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418260

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband