Leita í fréttum mbl.is

Tæknilegt rothögg

þekkja áhugamenn um hnefaleika. Þð var verið að sýna mynd í sjónvarpinu af viðureign þeirra Muhameðs Ali og George Foreman í Zaire 1974. En þar gat maður séð vankaðan Foreman skjögra  um hringinn gersamlega þrotinn af kröftum reyna að lumbra á Ali sem var líka þrotinn að kröftum og hékk í köðlunum en ekki vankaður eins og Georg sem datt loks í gólfið í 8.lotu eftir eitt gott högg frá Ali.

Ríkisstjórn Íslands er eins og Georg Foreman í 8.lotu. Hún heldur að hún sé að gera eitthvað en getur ekki neitt. Hún slagar um hringinn og slæst máttlaus  við forynjur og vindmyllur, tæknilega  rotuð,  og það er bara tímaspursmál hvenær hún dettur í gólfið. Það vantar einhvern Ali til að gefa henni lokastuðið.

Eina atkvæðið sem hún hékk á er gengið úr vistinni með Þráni Bertelssyni. Þeir einu utan Samfylkingarinnar og VG sem eru  líklegir til að styðja við hana ennþá eru flækingsþingmenn sem óttast að missa vinnuna ef kosið verður á næstunni. Þessir þingmenn eru hugsjónalega löngu tæknilega rotaðir og eru bara að spá í aurana fyrir sjálfa sig með þessu lítilmótlega athæfi. Því þeir svara aðspurðir að ríkisstjórnin sé auðvitað tæknilega rotuð og heillum horfin og geti ekki neitt en þeir verði nú samt að styðja við hana af því að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo hræðilegur.  Það væri auðvitað margfalt ódýrara fyrir þjóðina að borga þessu liði út kjörtímabilið og eftirlaun ofan á það heldur en að láta hlutina dröslast áfram með þessum samviskulausa hætti.  En það er bannað að múta fólki og sérstaklega þingmönnum og því er þetta með þessum hætti.

Það er auðvitað  þjóðin sem þjáist fyrir þetta lið. Það er hún sem er með blóðnasirnar  meðan ríkisstjórnin skjögrar um hringinn tæknilega rotuð og allir þrá það heitast að hún detti í gólfið sem fyrst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð samlíking hjá þér á þessum sunnudegi, Halldór. Svo þú hefur ekki trú á því að ríkisstjórnin nái að hysja upp um sig líkt og handboltalandsliðið virðist ætla að gera......?

En þú stingur upp á lausnum sem maður átti vart vona á, því við gætum þurft að auka innstreymi innflytjenda ef við ætlum að fá "Ali" til að taka við stjórnartaumunum! Þetta var reyndar reynt með þátttöku í Katarbúa í Kaupþingi, með misjöfnum árangri kannski....

Ómar Bjarki Smárason, 22.1.2012 kl. 16:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, þetta var aldeilis áminnig. AlThani rotaði nú okkur með því að hirða Seðlabankalánið sem þeir fengu til að bjarga sér. Mér skilst að það hafi þarmeð gufað upp að eilífu amen. Er það ekki þetta sem Samfylkingin vill, að fá aðrar þjóðir til að taka við stjórnartaumunum  hérna þar sem við getum ekki haldið um þá sjálfir.

Halldór Jónsson, 22.1.2012 kl. 16:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þeir teygja sig langt til þess, en kannski við ættum að teygja okkur enn lengra suður og austur, þangað sem olían og auðurinn flæða....?

Nú þar sem þú bentir á "tæknilega rothöggið" sem Ali veitti Foreman, í keppni sem fram fór í Zaire, þá veltir maður fyrir sér hvort það land er kannski ekki best vettvangur fyrir okkar peningastefnu og pólitík....? Eða ættum við kannski frekar að bjóðast til að endurreisa efnahagslífið í Zimbabwe...? Þar er alla vega markaður fyrir snillinga sem kunna að leysa úr verðbólguvandamálum og kannski gætum við markaðssett vísitölur og önnur snilldartilþrif þar. Það kemur að því að Mugabe sér að sér og hann væri örugglega tilbúinn að bjarga okkar hrjáða landi úr klóm ESB og Samfylkingar, því á því fyrrnefnda hefur hann ýmigust ekki síður en meirihluti íslensku þjóðarinnar....!

Ómar Bjarki Smárason, 22.1.2012 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3419917

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband