Leita í fréttum mbl.is

Kristján Þór Júlíusson

sækist eftir embætti 2. varafomanns Sjálfstæðisflokksins. En undir það munu heyra samskipti við flokksmenn og innra starf flokksins.

Kristján Þór hefur sýnt það og sannað í því mikla starfi sem hann hefur innt af hendi á þessum sviðum, eins og fundaherferðir hans um allt land til kynningar á ESB málinu og starfs hans í framtíðarnefnd flokksins og að skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, að hann er eiginlega sjálfkjörinn í embættið. Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í dugnaði og ósérhlífni við störf í þágu innri mála flokksins.

Ég þori helst ekki að lýsa yfir stuðningi við hann því að venjulega falla allir sem ég reyni að styðja í pólitík. En ég tek sjensinn í þetta sinn og bið Sjálfstæðismenn að hugleiða að styðja Kristján Þór.

Kristján Þór í embætti 2.varaformanns Sjálfstæðisflokksins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hvort sjálfstæðimenn hér vestra eru sammála þér með að hann sé góður í samskiptamálum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 14:06

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála þér Halldór. Mjög duglegur flokksmaður.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.1.2012 kl. 14:10

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála þér Halldór.  Það að leggja af stað og vinna verkin það er höfuð atriði. 

Þeir sem leggja af stað á undan rolunum verða alltaf umdeildir. 

Það að þykjast vera aðal kallinn en þora ekki að skjóta af stærstu byssunum vegna ótta við svar, það er ekki foringi. 

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 16:05

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæl Ásthildur Cesil.  Ef þú ert að gefa til kynna að sjálfstæðis menn vestra séu moðhausar, þverhausar og skræfur þá  verðum við hin að bjarga okkur sjálf.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 16:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla að benda þér á að Kristján var bæjarstjóri okkar í nokkur ár, lauk reyndar ekki kjörtíma sínum.  Við segjum hér að hann hafi komið á vegum útgerðarfyrirtækis til að ná Guggunni sem átti alltaf að vera gul.  Ég vann líka með þessum manni sem hans undir maður.  Það hefur ekkert með moðhausa, þverhausa og skræfur að gera.  Heldur mannleg samskipti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 16:46

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæl Ásthildur Cesil, það er alltaf betra þegar fólk segir eins og því finnst, því annars fáum við aldrei neitt að vita. 

Þú hefur ljóslega kynnst þessum manni í meiri nálægð en ég.  Það breytir þó ekki því að ég hef kynnst mönnum sem sumir dýrka sem guði en ég lít á sem óþokka og svo öfugt.

Það væri þess vegna alveg ágæt ef þú vildir segja okkur frá helstu göllum Kristjáns Þ. Júlíussonar.      

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 19:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það mun ég ekki gera.  Við áttum greinilega ekki skap saman, en það er líka staðreynd að það mættu ekki margir undirmanna hans í kveðjuhófið hans.  Það gæti sagt sína sögu.  Kristján á auðvitað marga góða kosti, hann er vel máli farin og getur verið fyndin og skemmtilegur, en það er ekki endilega uppskrift að góðum samskiptum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 19:52

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það segir ekkert um gæði eins eða annars að eiga ekki skap saman. 

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 20:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var það uppistaðan í því sem ég sagði?  Ég ætla ekki að ræða þetta mál frekar, það kemur mér ekkert við hvar hann er í ykkar röðum ég sagði þetta einungis vegna þeirra orða að starf varaformanns nr. 2 væru samskipti við flokksmenn og innra starfs flokksins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 20:36

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jæja Ásthildur, þar kom að því að það hvessti,  en ef þú átt leið um hjá vélsmiðjunni við Grundarfjörð þá skal ég laga handa þér kaffi.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 21:38

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir það Hrólfur, alltaf gaman að spjalla yfir kaffibolla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 22:45

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er athyglisvert að lesa ykkar samskipti Vestlendinganna. Mér skilst á Ásthildi að Kristján hafi jafnvel komið þarna í og með til þess að hjálpa Þorsteini Má að næla í Gugguna sem átti að vera áfram gul eins og frægt er orðið. En voru það ekki bara eigendurnir sem vildu selja eða urðu að selja vegna skulda og enginn gat eða vildi kaupa nema Samherjafrændur?

Halldór Jónsson, 27.1.2012 kl. 19:30

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið.  Faðir minn sem átti einn þriðja í Júlíusi Geirmundssyni, sem ber nafn afa míns, sagði á sínum tíma að Aðstandendur Hrannar hf.  hefðu sett sér burðarás um öxl.  Hann sagði að það væri borin von miðað við aflaheimildir og annað að þeir gætu haldi þessu skipi.  En málið er að Ásgeir og Hrannarmenn vildu tryggja að skipið yrði gert út frá Ísafirði, og ég held að þeim hafi líka verið lofa burt séð frá litnum að út Guggunni yrði landað á Ísafirði.  Eftir að skipið fór héðan var hún ein sorgarsaga, strandaði, kviknaði í henni og að öllum líkindum hefur sú gamla kemta frú Guðbjörg bara sett bölvun á þetta skip.  Hún var kjarnakerling.

Kristján Þór kom og þegar Guggan var komin í hendur Samherja var látið steyta á skeri og hann fór á miðju kjörtímabili sagði upp sjálfur en fékk samt 6 mánaða laun.  Eftir þessi samskipti þá hef ég ekkert áliti á Kristjáni Þór Júlíussyni þvi miður.  Við áttum ekki skap saman, og hann innleiddi hér inn pólitík sem er ennþá grasserandi.  Kristján minn ef þú lest þetta þá segi ég bara Far vel Frans.  Ég á ekkert inni hjá þér og þú átt ekkert inni hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 19:51

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk ykkur fyrir. Þetta var fróðlegt. Það dugar ekki að hafa stjórnmálamenn, sem einungis sinna hagsmunum flokka, og láta hagsmuni almennings sig engu varða.

Þannig fólk er þjóðinni hættulegt. Það ætti almenningur að hafa lært af biturri reynslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 11:14

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þakka ykkur fyrir, átti það að vera í fyrstu línu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 11:15

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur ekki verið að Kristján Þór sé ekki alslæmur frekar en alvondur? Mér finnst maðurinn virkilega vera sannleiksleitandi þó að ég hafi ekki verið honum sammála í Icesave. En kannski hafði hann rétt fyrir sér þear en ég rangt? Við værum líklega komnir í gróða með dæmið núna ef Iceland hækkar stöðugt í verði.

Halldór Jónsson, 28.1.2012 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419718

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband