Leita í fréttum mbl.is

Ég er fangi

fortíðarinnar og fólks sem ég treysti ekki.

Búsáhaldabyltingin skolaði allskyns fólki inn á þing sem ég hafði aldrei heyrt um né kynnst fyrir hvað stóð. Þetta lið sat ég skyndilega uppi með til margra ára. Þetta fólk hafði nú verið kosið til að vísa mér veginn frá óeirðum Austurvallarindjánanna sem það hafði sjálft sviðsett með styrkjum úr höllum Dofrans.

Það kom fljótlega í ljós að þetta fólk gat ekki komið sér saman um neitt og hafði engin önnur úrræði en að hækka skatta til að fjármagna eyðslu sína og sinna. Ekkert hugmyndaflug né geta til að leiða þjóðina áfram,hvað þá blása i hana kjarki og vekja vonir. Eini boðskapurinn voru hatursöskur og hnýfilyrði um illt innræti annarra. Öll viðbrögð þess byggðust á fumi, óðagoti og peningaprentun. Til viðbótar draumórum um stóriðjustopp og grænan fönduriðnað komu þoka og villur í velferðarhafinu. Og sú hugsjón að koma þjóðinni í hendur erlendra kónga með illu eða góðu.

Ég er fangi þessa fólks sem bara situr á þinginu og sýgur lífsblóð almennings, rúið trausti þar sem vanhæfið og getuleysið blasir við öllum nema því sjálfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Takk fyrir þetta Halldór, get ekki verið meira sammála þér.

Kveðjur frá samfanga þínum í Fangelsi Fáránleikans.

Sveinn Egill Úlfarsson, 2.2.2012 kl. 09:21

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! "Allt venjulegt fólk er fangar með misjafnlega mikið leyfi til að hreyfa sig" ...

Óskar Arnórsson, 2.2.2012 kl. 12:55

3 Smámynd: josira

Mikið er ég sammála þér, Halldór með þessi raunsönnu orð þín ...

josira, 2.2.2012 kl. 18:01

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Það var þinn stuðningur með hundtryggri kosningu við spilltan og pólitískan sjálfstæðis-flokk, sem gaf þessu spillingargengi veglega vegferð! Með viðhald Samfylkingar í bakherberginu reykfyllta!!!!!!!!!

Hvenær ætlar þú og þínir líkar að skilja, að svikult Sjálfstæðis-apparatið (með öll sín viðhöld), er dauði og djöfull fyrir íslenska afkomu?

Ert þú harður Samspillingarmaður eftir allt saman Halldór minn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 23:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Líklega er það svo, að eftir allt eru það almenningur,auðtrúa almenningur,sem ber alla sök. Í samanburði við ríkisstjórn dagsins,eru allar þær fyrri hreinir englar,enda kveinkar fólk sér yfir að hafa trúað ( ekki fagurgalanum),heldur illfyglis-skrollinu í þessum ands. óþverrum,sem spila með útlendum stjórnum í að ná herfangi sínu Ísl.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2012 kl. 03:03

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Bíddu hægur Halldór? Af hverju sastu allt í einu uppi með "þetta lið"? Hér var búið að vera við völd eitthvað spilltasta og ósvífnasta Ríkisstjórn sem komist hefur til valda í Evrópu síðustu áratug eða frá stríðslokum. Frá stríðslokum og fram til 1994 var búið að byggja hérna eitt besta þjóðfélag sem stefndi í að verða með ríkustu þjóðum heims. Þá rann DO á rassgatið ofaní Framsóknarflórinn og svamlaði þar í haughúsi spillingar og hagsmunagæslu þar sem fjárdráttur og einokun auðlindanna varð að veruleika. Það er nú viðurkennt að alþjóðakreppan er ekki nema partur af íslenska bankahruninu Davíð-isminn var búinn á 14 árum að eyðileggja fjárhag þjóðarinnar sem stefndi í að verða ríkasta þjóð í heimi þegar DO tók við stjórnartaumunum. Nú er þó búið að stoppa hrunið og tölur tala og við erum að klöngrast uppúr rústum óstórnar.

Höfum það sem sannara reynist. Niðurlægjunni og eyðileggingunni sem við bjuggum við í 14 ár má aldrei gleyma. 

Ólafur Örn Jónsson, 3.2.2012 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband