Leita í fréttum mbl.is

Eru Íslendingar heiladauðir?

eða hvað?

Fregnin um að Lífeyrissjóðirnir hafi bara tapað 480 milljörðum í hruninu virðist ekki snerta við þeim. Ríkisstarfsmenn tapa einir engu í sínum eftirlaunum svo þeim er kannski fjandans sama um tap síns lífeyrissjóðs.Þeir fá sín eftir laun hvað sem tautar og raular. Sam gildir um alþingsmenn og ráðherra.

En almennir launþegar? Það heyrist ekki tíst í þeim. Er þetta bara allt í lagi? Bara " Sorry Stína?" Við fáum bara að borga þetta tap beint í lækkuðum lífeyri. Allir saman.

Af hverju sækjum við ekki þessa stjórnendur lífeyrissjóðanna til saka? Báru þeir enga ábyrgð frekar en aðrir? Þeir hefðu einhvern tímann, einhversstaðar verið taldir hafa verðskuldað að verða í það minnsta tjargaðir og fiðraðir? Hafa þeir ekki valdið umbjóðendum sínum óbætanlegu tjóni? Á bara að láta þá komast upp með að yppta öxlum og segja bísness as júsúal. Láta þá bara halda áfram á fínu kontórunum í boðsferðunum og á fínu stjórnarfundunum? Búa til Framtakssjóði mannaða einhverjum snillingum utan af landi sem enginn hefur kosið?

Lífeyrissjóður Verkfræðinga tapar helmingnum af öllu fé sínu? Verkfræðingar af öllum mönnum ! Menn sem þykjast bærir til að reikna út fyrir aðra hvað borgi sig og hvað ekki borgi sig? Standa þeir ekki uppi sem mestu afglaparnir af öllum vitlausum?

Þessi draumsýn manna um að hleypa ekki stjórnmálamönnum að lífeyrissjóðunum er villa og óskhyggja. Stjórnmálamenn stela öllu sem þeim dettur í hug. Sjáið bara Steingrím stinga skattloppunum ofan í lífeyrissjóðina. Bullar eitthvað málskrúð um vaxtabætur í þágu almennings en er bara einfaldlega að stela því sem aðrir eiga?

Faðir minn heitinn talaði oft um "Skattþjófinn" þegar hann átti lítið eftir í veskinu sínu handa okkur krökkunum. Hvað skyldi honum hafa fundist um þessa niðurstöðu í lífeyrisjóðunum? Annar vinur minn sagði og lagði áherslu á það í þá daga: "Ríkið er óvinur þinn." Þetta var á Eysteinsárunum þegar skattlagning hagnaðar fór iðulega yfir 100%. Skattfrekjan kynti undir sjálfsvörn borgaranna og gerði menn andfélagslega sinnaða svo um munaði.

Nú hefur Lífeyrissjóðakerfið okkar marglofaða brugðist algerlega. Sjá menn ekki að það er miklu öruggara að leggja greiðslurnar sínar beint inn í Seðlabankann á nöfn þeirra sem eru að greiða. Íslenska ríkið ábyrgist að greiða þetta út með 3.5 % vöxtum þegar maður nær eftirlaunaaldri. Líka til Ríkisstarfsmanna og Borgarstarfsmanna. Það sleppum við við alla Villana, Þorgeirana og hvað þeir heita nú allir sem eru búnir að sýna og sanna hvað þeir gátu. Við þurfum ekkert á þeim að halda hvað þá teppalögðum vindlakössum út um allt land.
Auðvitað geta stjórnmálamenn gert okkur alla að aumingjum ef við leyfum þeim það.Það eru minni líkur til þess að lýðræðið fær að ríkja. En öll völd spilla og og alger völd gjörspilla.

Ef þessi lífeyrissjóðaniðurstaða ýtir ekki við Íslendingum þá hafa þeir sannað það fyrir mér að minnsta kosti að háttvirtir kjósendur kunna að vera alvarlega heiladauðir á vissum sviðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Reyndar sá ég ekki Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar á listanum í sjónvarpinu í kvöld, ef til vill hefur þeim tekist að bjarga því sem bjarga varð. En hvað um það ég hefði viljað banna lífeyrissjóðum að fjárfesta í hlutabréfum alfarið, sérstaklega í íslenskum fyrirtækjum  sem flest hafa alla tíð verið á brauðfótum. Þegar ég sat í stjórn lífeyrissjóðs lagði ég það til.

Stefán Þ Ingólfsson, 5.2.2012 kl. 23:16

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvern andskotann áttu við maður, hvað á að gera? ert þú að gera eitthvað sjálfur? Ég bara spyr hvað getum við gert sem erum orðvana og klumsa við þessar fregnir. fólk er nú kannski að reina að ná áttum, þetta er nú bara ný komið í loftið. Nú en ef þú ert heiladauður þá gerir þú væntanlega ekki neitt. En á fyrirsögn þinni má ættla að þu sért heiladauður nema þú sért ekki Íslendingur. Þvílíkur andskotans hroki!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2012 kl. 23:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Stefán, þetta er einmitt verkurinn. Fjárfestingar tl að ná ávöxtun. Hlutbréf hækka og lækka. Það er verið að ráða sér eitthvað fólk eða skipa einhverja menn til að fjárfsta peninga sjóðanna til að ná ávöxtun. Svo klikkar snillin.

Hvað hleypur svona fyrir brjóstið á þér Eyjólfur minn? Já ég er algerlega heiladauður því ég veit ekkert hvað ég á að gera eða hvað ég get yfirleitt gert nema rifið einhvern kjaft.

Þetta er súrrað í lögum fram og aftur . Það sem ég var að segja að gegnumsteymiskerfi sem tryggir fólki lífeyri er öruggara og hefur minni tapsáhættu í för með sér en þessi vitleysa sem hér liggur á borðinu.

Ég sé ekki neinn hroka í því að viðurkenna vanmatt minn í að ráða við ófreskjuna. Allavega ekki einn. En tveir saman erum við öflugri Eyjólfur.

En svo verðum við að horfa á til dæmis Þýskaland og hvernig fólksfækkun leikur svona gegnumsteymiskerfi. Fólk sér þá fram á að ríkiskassinn getur ekki borgað þegar færri standa undir greiðslunum.

Svo líklega er það bara rétt, að menn verða að lifa einsog hundarnir á þeim beinum sem þú getur grafið niður og falið fyrir þeim sem vilja stela þeim?

Halldór Jónsson, 5.2.2012 kl. 23:57

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Síðasti Geirfuglinn dó út vegna græðgi og við eru orðin sem skiljum, fáir Íslandingar eftir í þeim skilningi.  Meir hluti EU borðar grænmeti, hjólar í vinnuna býr þröngt og fer í kalda sturtu sparar lýsingu og rafmagn til að eiga fyrir okurleigu.  Þetta er nú samtekt á framtíðar sýn nútíma stjórnmálflokka að við verðum eins. Hér gleymir þetta lið að elítan í Þýsklandi skipir á milli sín, fastri prósentu af heildar nettó söluveltu á hverju ári.  Brussell semur ekki niður fyrir sig í þeim efnum.  Vaxtaokrar í skjóli verðtygginga eða heillausir einstaklingar eru annars flokk pakk á meginlandi EU .   Þjóðverjar ætla að bregðast við jöfnun eftirspurnar sauðanna  yfir alla jörðina sem hófst um 1974 með undirbúning fyrir Vesturlönd og síðan 1,0% minni hagvexti en önnur ríki heimsins á hverju ári fram til 2030 minnst, með að lýsa yfir þýska væri ríkismál, og ríkisborgar fækkun myndi vera um 1,0% næstu árin. Hraustir eldri borgar geta sannarlega viðhaldi eftirspurn á aðal fjárfestingasjóði Þýsklands það er háviriðsaukasölunni í þýskalandi og 1,0% bitnar ekki á þeim ef ríksborgurum fækkar: þar er lítil stafsmannavelta, góð nýting á mann afla og ekki meira en 5,3% atvinnuleysi ennþá.   Hugmynda fræðin að skuldsetja næstu kynslóðir er sú sama og eiga börn til að lifa á þeim. betra er eiga færri börn og láta vélarnar og tölvur um stritið. Fækka þessum heiladauði í ábyrgðarstöðum og ákvörðunartöku. 


Vélar sjá um 100% nánast allri líkamlegri erfisvinnu og tölvur um ákvörðunartökuna. Námskröfur 80 % sauðanna til 90 % er búið laga að þessum nýju tímum.   Á 18. öld var miklu meir lagt á nemendur en á 19. öld. og hver kynslóð fær minna vit og þjálfum á lengri tíma. Ég læri eiginspýtur það sem lagt var á borð fyir mína langafa og veit hvað ég er að segja. Þjóðverjar og Frakkar og flest önnur ríki er  með síu kerfi sem á að sigta frá þá sem er ekki yfirgreindir í fæðingu og hafa heldur ekki úthald eða þolinmæði og láta stjórnast af eigin tilfinngum. Þetta lið má alls ekki fara upp valdastigan til semja við ríki sem líta niður á aumingja í samburði við sig.   Setningafræði er og rethorik er kennd úrvali í flestum ríkjum heims til að sama lið geti lesið allt sem ritað var fyrir stúdenta óeirðirnar í París og líka hugsað rökrétt. Ef hér hefði allt verið full af verðtyggðum langtíma fjármálkröfum í upphafi Vesturlandakreppu þá hefu allir sjóðir hér geta selt þær á uppsprengdu verði en ekki með lengri yfirtökukröfum. Af´hverjum 100 krónu sem renna inn í lífeirissjóðkerfið cash  á hveju ári fara ekki nema 40 kr. út í samtíma greiðslur, 60 kr. fara í viðhald á kröfusafninu.  Í Þýsklandi fara minnst 97 kr. út aftur og ekki nema 3 kr. í jöfnunarvarsjóð. Þjóðartekjur þjóðverja eru ekki mjög háðar íbúatölu þýsklands. Það er hráefnið sem skiptir máli til fjölga íbúum. Þjóðverja vantar frumefni, þeir geta prentað eins margar evrur og þá listir en þá geta þær fallið í verði.  Evrur falla líka í verði eða gæði [raunvirði] hrapar en verð helst óbreytt eða hækkar, þá fá ferðmenn minna eins og heima menn fyrir hverja evru.  Hér var gengið falsað, því meðan gæði skiptu ekki máli  þá stryktist gengið.  Þetta koma fram um 2004.  Vörufals í öllum geirum.  það er sama prósentu álagning eða hliðstæði í flestu ríkjum EU á sö0mu vöru.  Ríki sem okra eru að sýna meiri hagvöxt heima fyrir en PPP samburður mælir. Hann metur öllu ríki eins.  Ríki sem  sýna tekjur undir honum er að greiða sínu liði of lágt kaup.  Það borgar sig að fygja PPP og skila réttum upplýsingum. Þótt hann mæli ekki innri geiratekju skiptingu launþega.   Lámarks hagvöxtur fyrir raunhagvöxt er um 5,0% almennar verðlagshækkanir á ári í ríkjum sem skulda dollara og pund. Engar hækkanir á mörkuðum mælast hvorki sem hagvöxtur né verðbólga.  Ef allir markaðir eiga hækka þá mælist CPI hækkun verðbólga sem getur mælst raunvöxtur litið yfir 5 til 30 ár á Vesturlöndum.  Hagvöxtur er nominal en ekki real, fjármálageirar heimsins miða sína raunvexti við real PPP og CIP USA. ísland er með sérfræði í  þessum málum sem engin vitglóra er í. 

Júlíus Björnsson, 6.2.2012 kl. 01:05

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í UK og USA má gera ráð fyrir almennum verðlagshækkunum um 150% CIP næst 30 ár, þá líka gera ráð fyrir að ríkistjórnir haldi verðbólgu yfir 5 ár í 25 % í USA falla þær ríkistjórn sem tryggja ekki almennar verðlagshækkanir á mörkuðum.  Allir vilja fá hækkanir ekki bara vegna stafsaldurs [svo lítið kommalegt]  heldur líka vegna dugnaðar sérstkalega sölu aðilar sem auk raunvöxt þjóðartekna. 

Þessvegna er ekki rétt að verðbólga éti sleppi greiðendum 30 jafngreiðslu skulda að greiða raunvirði til baka.  Því Nafnvextir miðað þess verðbólgu eru alltaf að melal tali 5,06% til 7,5%.  Fastir verðbótavextir vegna þroskaðra fylkisveðsafna miða þessar verðlagshækkanir eru um 5,0%, ef þeeta verður ekki bara verðbólga heldur raunvöxtur á seldu raunvirði þá breytist verðtygging að hluta í raunvexti umfram verðtyggingu.

Stofnað er af hagnaði 3000 milljóna fylkissafn skráðir eigendur er í byrjun um 300 með 10.000.000 skuld og 6.000.000 í verðbætur síðan er lánaði til um 3,0% eða 9-10 einstalinga á hverju ári næstu 30 ár.

1 útgáfa skilar 3000 milljóna skuld í bókhaldi bankans og 1800 milljóna varsjóði sem er mótbókaðir og falinn þannig. Þá gildir vegna fystu útgáfu koma inn 160 milljónir á hverju ári.  

Meðasveifla er 5,0% þá getum byrjað með 3,0% ef verðbólga er búnin að vera 25 % í ár.

þá færast 90 milljónir DEB og KRED í varsjóða  hann er þá í 1890 milljónum.  Innborgun 160 miljónir til að tryggja að skuldi lækki ekki í raunvirði greiði verðbótasjóð niður í 1800 milljónir og lækkar skuldin um 70 milljónir.

Við hækkun skuldina um 160 milljónir vegna nýrra útgáfu til 15 aðila. og 60% verðbætur leggjast á þá  og þá bætast við  varsjóðinn 96 milljónir.   Skuldin hækkar í 3090 milljónir.

Svo heldur þetta áfram 30 ár, þá er jafnvægi búið að losa út allt reiðufé nema það sem þarf til borga út verðtyggt  til 9 til 10 aðila til að viðhalda raunvirðar skuldar lánadrottins ef 2,0% raunávöxtun náðist þa um 6.99%. Þá hinsvegar er hægt að fella raunvextina niður. Þjóðverjar tyggja sínum vsk. framleiðendum lægsta húsnæðiskostnað í heimi. þegar USA og UK borga um 50.000 á mánuði í kaup vegna húsnæðisstafsmanna þá er Íslendingar að leggja hér á 100.000 til 150.000 sem þrýstir upp kaupkröfum til tryggja einhvern neyslukaupmátt.   Ef endurgreiðu tími verðbóta og reiðfjár er styrrur úr 30 árum í 25 ár, þá greiðast verðbætur hraðar til banka, eiginfjábindi fer úr 3,0% of verður 4,0% greiðslubyrði verður 20% þyngri. Kynslóðin hér sem fórnaði uppeld barana sinna og vann 120 til 150 á viku fékk ekkert gefins þegar annrstar í heiminum nægið ein fyrirvinna 45 stundir á viku.   

Hinvegar var það stjórnsýlan hér sem gerði ráð fyrir verðbólgu í USA eða UK eða Danmörku, sem afskrifaði ekki og safnaði upp viðskiptahalla, sem þarf svo að leiðrétt hér á 25 ára fresti. Lið sem er að gagrýna USA Prime A +++ verðtyggingar veðsöfnin er með mjög lirið IQ og skilur ekki samhengi hlutfalla, því meira sem greitt er hlutfallslega að verðbótum fyrfram af þessum lánum því fyrir er banki byrjaðau að hala inn raunvextinna. Sé hrein eign banka á þessum tímum skoðuð þá minnkaði hæún ekki að raunvirði því þeir voru að byggja upp söfn, eldri voru komnir með 3,0% íutborgunaskildu söfn og sýna lágt áhættu eiginfé. 3,0% merki traustur banki í USA.     Þeir sem sem þykjast geta borgað meir en allmennar veðlagshækkanir endlaust, eru heilalausir eða glæpa okurkarlar.  Framtíðar húsnæði launfólks og stofnhlutbréf önvegis fyrirtækja er passivar eiginir ekki actionir,hafa engin markaðverð í fjármalviðskiptum . Fasteignbólur erlendis snertust um ný veðsöfn vegna nýbygginga hand nýju heillausu námsmönnum og aumingja hjálp til aðildar ríkja EU. Í kjófarði spruttu upp fjámögnunarsjóðir til fjámagna byggingavertaka sem selja með útborgun 30 ára skuldum með 2,0% raunvextum vegna nýbyggingar áhættu, verð þroskast í hverfum líka og þau verða ekki mikið active. UK fjáfesti grimmt á Írlandi.  Ísland er allt öðru vísi níðist á öllum fasteigna skuldurum.  80% hópur er annað 20% hópur sem jafnar sig 5 árum. Hér er logið og logið.

Júlíus Björnsson, 6.2.2012 kl. 03:53

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Frá hruni hefur okkur verið sagt að alþjóðlegt fjármálahrun hafi fellt bankana og íslenska hagkerfið og að ekkert mannlegt vald hefði getað komið í veg fyrir það.  Á ekki það sama við um lífeyrissjóðina? 

Hvers vegna líturðu ekki á stjórnendur sjóðanna sem saklaus fórnarlömb eins og þá aðila sem fóru með sjálfa hagstjórnina fyrir hrun?

Lúðvík Júlíusson, 6.2.2012 kl. 07:19

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Halldór: Fyrirgefðu framhleypnina, en reiðin náði yfirhöndiniK kv..

Eyjólfur G Svavarsson, 6.2.2012 kl. 10:34

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er ekki hægt að kalla jöfnum eftirpurnar almennings eftir raunvirði alþjóðlegt hrun þá þav skila 1,0% samdrætti hjá neytendum  á Vesturlöndum.  Skammtíma áhættu fjármláageirar er um 20% til 0 % af fjármámálveltu ríkja.  Erlendis fyrir 2000 voru ríki að koma sér um langtíma varasjóðum í formi fylkisveðsafna IRR sem skila raunvirði og hverjum tíma, þess vegna fylki því mikið nýbyggingum og skammtíma fjárfestingasjóðum sem sem leite til efnaðra einstaklinga eftir áhættufé sem er svo lánað til byggingar aðila á 5 ára kúlulánum  á sama tíma kaupir svo nýja menntafólkið  þessar byggingar með útborgun og 30 ára veðskuldum sem er með hærri nafnvexti en ef þetta væri eldri húsnæði í þroskuðu hverfi.   

Í USA gat þessi minnihlæuta hópur skilað lyklum , þar sprutt líka upp gæpa íbúðalána eins og til lengri tíma en 5 ár, með uppsveiflu.Það er ekket hrunn í grunn samtryggingar kerfi annarra ríkja.

Spyrja mæti Lúðvíðvík hver fyllir þig af þessu fulli.  Þetta er hrun erlendis heldur kreppa sem lendir þyngst á öllu skammtíma áhættu/ raunvaxta geirum. 

Raunvextir umfram almennar verðlagshækkanir eða hækkanir á almennar mörkuðum   er allta bundar við minnhluta markað í samhengi.

 Ef við eru tal um 3 markaði:    A100  B 100 C100    Meðala hækkun 10 skilar þessum ABC :   A 110 B 110  C 110.  Þetta er vertrygging eða verðbólga  yfirleitt. 

Nú segir A fékk 1 í raunvexti. Þá vitum við Að  A 111.  Hinvegar hefur annaðhvort B  eða C ekki fengið verðtryggingu.   Almenn verðtygging stærðfræðlega jafnar tekjur allra á markaði.   Þetta er ekki vinsælt að verðrtyggja rétt.

Allir langtíma 100% verðtryggingasjóðir IRR eru það á öllum tímum og skila því allta Prime AAA++++ gegnum streymi. Galdurinn er "fair trate" engir raunvextir.

Hér fundust engrir slíki sjóðir 2004 þegar gerð var rannsókn hér á veðsöfnum. Þá afsökuð ríkisbankarnir hér skráðir á einframtak  sig og sögðu líferisjóð og íbúðláns sér í lagi einoka allan heima verðtyggingarmarkaðinn. Þeir fengu ekki lána meira til núbygginga hja erlendum bönkum vegna þess að ekki var talið að greiðendur bygginganna gætu greitt fyrir bréfinn næstu 30 ár.  Þess vegna var lagt til að hluti baaloon veðsafna hvort sem óhæf til verðtrygginga í búðlánsjóðs og lífeyrissjóði minnkaði í framtíðinni, og einkabankaframtakið hér kæmi sér upp eðlegum "Buffer" fylkjasöfnum til geta staðið sjálfir í skilum.  Hér varð liðið brjálað minnka íbúðalánsjóð og lífeyrissjóði til að koma veg fyrir hrunkenningar IMF.  

Júlíus Björnsson, 6.2.2012 kl. 18:40

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Lúiðvík, þetta er ekki algerlega sambærilegt. Íslensku bankarnir voru undir stjórn glæpamanna sem vísvitandi sviku,lugu og stálu. Það vissi enginn þá. Lífeyrissjóðirnir keyptu hlutabréf í þessum bönkum eins og ég. Ég tapapði mínu. Þeir töpuðu mínu en fengu borgað fyrir það. Sérðu muninn?

Halldór Jónsson, 6.2.2012 kl. 21:56

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Eyjólfur, það rennur fleirum í skap en mér við þetta allt.

Halldór Jónsson, 6.2.2012 kl. 21:57

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Halldór, þannig að þegar lífeyrissjóðir settu hundruði milljarða í bankana þá er það ekki sambærilegt við það þegar Seðlabankinn setti hundruði milljarða í þá?

Ég sé engan mun á þessu.  Þetta voru óvönduð vinnubrögð og í báðum tilfellunum eru menn ábyrgir.  

Lúðvík Júlíusson, 6.2.2012 kl. 22:04

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aðalatriði er að ekki er hægt að verðtryggja raunþjóðatekjur PPP í heildina litið og í samburði hingað til í nokkru ríki, og þess vegna nægja gullnu höfuðbókuna reglurna í flestum ríkjum.

Þar gildir að raunvirði [PPP] seldra vöru og þjónustu inn á sama markaði á sama ári  CRED [tölugild] jafngildir því sem fékst fyrir hana í gjaldmiðlum DEB [tölugildi].  Íslendingar [heimskir] snúa þessu við, enda insular.
Vara eða þjónustu þáttur  sem selst oftar en  einu sinni á sama ári, skilar raunvirðis álagning á ársferðlaginu inn á sama markaði.  En skilar bara einu sinni sínu eigin raunvirðis framlagi á hverju ári.

Dæmi : kartafla  kostar að meðaltali hjá birgjum í heimimu: 5 dollara á síðasta ári.   Vinnsla kostar 5 dollara, frönsk kartafla kostar 10 dollara, þá kostar frönska kartalfla að raunvirði 10 dollar - 5 dollar = 5 dollar , og vinnslu raunvirðið fer til aukningar PPP.

 
Hagfræðingur selur skýrslu og fær ekkert metið, skýrslan selt ekki almennt neinstaðar í heiminum.

  
Það þýðir ekki að plata Alþjóða gengismarkað og segja vinnsla hjá mér er mikið dýrari hjá mér í prósentum. Þjóðargengi til millríkjaviðskipti lýtur lögmáli markaðarins alls ekki hagfræðingum ríkistjórna.

Einfaldlega til að meta PPP er fjótast að reikna alþjóðlegt raunvirði hráefna og orku og raunvirði almenns innflutnings. Þá er komi grunnur, sem hægta er að bæta ofan á eðlilegri smásölu álaginu eða loka álagninu. Hvað þú færð í raunvirði fyrir Dollar í Þýsklandi eða á Spáni þarf ekki að vera það sama þótt ríkin séu með evrur sem mynt.  


Grunn forsendur og almennt sens skiptir öllu máli til gera sig ekki að fífli.

í EU gildir það sjónarmið að aðilar mega ekki bera fyrir sig heimsku þegar þeir klúðra málum. Þess vegna má refsa öllum Íslendingum  á EU siðferðis forsendum.

Jafnvægi framboðs og eftirspurnar rýnar ekki í verði ekki heldur gera Gjaldmiðar það og mannlegir heilar. Vogin stendur fyrir sínu síðustu 7 þúsund ár.  Hættum að ræða hlutina á fölskum forsendum.  Verðmæti til tryggingar afborgun af erlendum lánum voru fölsuð hér upp um 100 % markaður sannaði það.  Ekkert ríki heims er sambærilegt þannig séð.

Um 1970 samþykkti ráðandi þjóðarleiðartogar öflugustu markaðanna, að tími væri til kominn að jafna eftirspurn allra sauða er raunvirðum yfir jörðina alla. Þá sáu margir tækifæri í þessum langtíma markmiðum, sem er ekki hægta skilja öðruvísi til lengra tíma litið en efnisleg raunvirðiseftirsprun þá ríkustu markaða, myndi færast að hluta til annarra svæða, sér í lagi þeirra sem búa yfir hráefnum.  Næstu 30 ár voru svo undirbúningstími, aukið vægi huglægra þátta í stöðluð raunvirðismati óx dag frá degi, umhverfi milltéttarstarfa [80 % þegna] breyttist og stafsæfi styttist, minni námskröfur og meðal námstími jókst. 

Auðmenn sögðu að þetta færi ekki framkvæmalegt nema "fair t-raite" ríkti milli ríkja, það er ekkert ríki leggur á raunvexti eða ávöxtunarkröfur á annað ríki, það er líka sýnir gengishagnað yfir öll medium term 60 mán. EU byrjaði að  víkka sig út og innleiða sitt "fair t-raite" og sinn innri gengis mælvarða HCIP. Kvarði sem mælir frekar raunvirðimat meðalneytenda í EU, enn í  í USA, lækkar með hverju auminga ríki sem bætist við. Beyglaðar gúrkur og mislit epli geta kosta sama raunvirði í EU og fyrsti almenni verðflokkur í USA. Þannig styrkist evra gagnvart dollar , því Þjóðverjar og Frakkar t.d. vilja fá sem mest af dollurum fyrir sinn efri millistéttar útlutning úr sjálbærri EU til langframa hvað vara sauði: millistétt.  

USA fylgir árfram síðan um 1970 PPP þegar það gefur upp sínar þjóðartekjur og svarar Kínverjum að ástæðan fyrir því að Kína vil að dollar styrkist sé til að Kína geti selt meira af sínum varning inna á markaði USA samfara vaxandi atvinnuleysi í USA. Kínverjar segja EU ekki gleyma Kapitalisma við skilja EU ekki USA , USA ekki skilja Kapitalisma.

Málið er að drasl innflutningur frá Kína veikir raunvirði [gengi] dollars inn á USA mörkuðum. Kína ekki skilja CPI, almenna neytanda hagsmuni Kína skilja magn ekki gæði.

USA svarar: ferðmanna straumur efri millstéttar Kína, Indland, Braselíu vex í framtíðinni til USA, fá betra fyrir dollar. Fjárfesting í fátækum hráefnis ríkjum frá 1970 er skila góðvild og hlutdeildar hagnaði í overseas  langtíma fjárfestingu  [ekki gefið upp sem þjóðartekjur USA]  , USA fjárfestu í uppbyggingu öflugra neytenda markaða vaxandi fjölda í millstéttum, áður millstéttar lausum ríkjum. Í EU gegnum mennta kerfið og fjölmiðla er stunduð kommúsistik innræting að mínu mati síðust 30 ár, og heiladauðinn eða heilaþvottur á common sens, er auðheyranlegur. Hér græða afætur á slátra virkum neytendum.

Júlíus Björnsson, 6.2.2012 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband