Leita í fréttum mbl.is

Val á lífeyrissjóði eru mannréttindi

sem er nauðsynlegt að hver vinnandi maður hafi.

Páll Vilhjálmsson skrifar svo um lífeyrissjóði:

" ...Einfalt mál er að afleggja lífeyrissjóðakerfið og þar með í einni hendingu sópa spillingarliðinu útaf borðinu án þess að hrófla við lífeyrissparnaði landsmanna. Það yrði gert með því að setja ný ög um lífeyrissparnað þar sem öllum launþegum væri gert að stofna lífeyrisreikning hjá viðurkenndum aðilum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum sambærilegum."

Ekki hugnast væntanlega mörgum að lífeyrir þeirra fari í nýja Bjögga- eða Siggabanka eða Werners-tryggingafélög. Ef þarna hefði staðið Seðlabanki Íslands þá hefði ég tekið undir þessa tillögu Páls.

Ég vildi óska þess að mönnum yrði gefinn kostur á að flytja hver sína inneign og greiðslur í sérstaka deild í Seðlabanka Íslands. Þar verði féð ávaxtað á 3.5 % á nafni eigandans þar til að lífeyristaka hefst. Engin illindi, ekkert pólitískt þras eða hugsjónaglamur. Bara einfalt val hvers og eins.

Þeir lífeyrissjóðir sem eftir standa geta verið þar áfram stjórnum sínum til dýrðar.

Og svo hið sjálfsagða: Inngreiðslur í lífeyrissjóði séu skattlagðar að fullu. Lífeyririnn verður þá nettó þegar hann kemur. Allt fé lífeyrissjóðanna verði nú skattlagt strax þannig að aðeins nettóið standi eftir í þeim. Vandi ríkissjóðs hverfur þar með yfir nótt og sjóðastjórnirnar hætta að fá að spila mattadorinn sinn með ríkiseignir. En af þeim 480 milljörðum sem þeir stjórnunar spekingarnir töpuðu voru kannski 200 milljarðar eignir ríkisins. Þessu fé tapar íslenska ríkið á þessu braski sjóðafurstanna þar sem aldrei borgast skattur af því sem nú er tapað. Og þar sem þessir peningar eru ígildi vörsluskatta þá eiga sjóðastjórarnir væntanlega heima á Kvíabryggju með öðrum þeim sem standa ekki skil á slíku fé.

Val á lífeyrisjóði eru sjálfsögð mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Góður pistill Halldór.  Það er lífs nauðsyn að stokka þetta kerfi alveg upp á nýtt.

Þórir Kjartansson, 6.2.2012 kl. 09:34

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Auðvitað eru það mannréttindi að velja sinn eigin lífeyrissjóð. Ég skil ekki hvernig Alþingi tókst að samþykkja lög sem skylduðu alla til að leggja eignir sínar í lífeyrissjóð, það er augljóst brot á eignarrétti að skylda mann til að ráðstafa eignum sínum á einhvern tiltekin hátt.

Eins og allir vita þá er hinn raunverulegi lífeyrissjóður íslendinga Þorskurinn og orkan í landinu og fólkinu.

Það er beinlínis kjánalegt að ætla sér að safna peningum og láta einhverja menn í bönkum eða úti í heimi sjá um að ávaxta þá og geyma fyrir sig.

Eina leiðin til að tryggja framtíð okkar er að tryggja framtíð barnanna okkar og þau munu svo sjá um að við eigum gott ævikvöld.

Þetta er gert með að byggja upp sterk íslensk fyrirtæki og efla menntun í landinu.

Ekkert annað.

Ef lífeyrissjóðir eiga svo mikla peninga að það eru ekki verkefni fyrir þá á Íslandi þá verður að minnka inngreiðslur í sjóðina.

Það sér hver maður að það hefði verið miklu skynsamlegra fyrir verkfræðing að leggja 10% af laununum sínum í húsið sitt frekar en lífeyrissjóðinn.

Ef hann hefði gert það þá ætti hann húsið núna skuldlaust og gæti lifað á leigutekjum í ellinni ásamt smá greiðslu frá ríkinu.

Eins og kerfið er núna þá skuldar hann meira en verðmæti hússins er og Lífeyrissjóðurinn hefur rýrnað um helming.

Sigurjón Jónsson, 6.2.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Góð ábending Halldór.

Ragna Birgisdóttir, 6.2.2012 kl. 14:04

4 Smámynd: Elle_

Já Halldór.  Góð hugmynd.  Seðlabankinn væri ábyggilega eðlilegasti og öruggasti staðurinn.  Svona fyrir utan að við ættum að ráðstafa okkar peningum SJÁLF.

Elle_, 6.2.2012 kl. 17:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Val um að vera eða vera ekki í lífeyrissjóði eru mannréttindi Halldór.

Jón Magnússon, 6.2.2012 kl. 18:09

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta þórir, Sigurjón, Ragna og Elle E.

Jón, það er þetta með okkur Íslendinga. Ef einhver ekki borgar neitt, leggst svo niður og emjar þegar hann er orðinn gamall, búinn að drekka út allan ævisparnaðinn sem hann lagði ekki í sjóðinn. þá tökum við hann uppá arma okkar og gefum honum að éta og allt það.

Þýðir nokkuð að tala um mannréttindi við svona pakk eins og margir Íslendingar eru? Vilja láta borga allt fyrir sig og ekkert leggja á sjálfa sig. Bera enga ábyrgfð á neinui ferkar en lífeyrisjóðafurstinn sem var í sjónvarpinu áðan. Algeerlega blásaklaus og ætlar að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Minntist ekki á að hann hefði misfari með vörsluskatta til ríkisins og ætti því að vera í tugthúsi.

Halldór Jónsson, 6.2.2012 kl. 20:26

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Erum að mjakast í rétta átt,ef tekst að koma þessu í kring.ásamt öðrum aðkallandi mannréttindum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2012 kl. 22:41

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Halldór, en allar breytingar þarf að vanda þó allt sé betra en þetta merkikerta fyrir komulag sem nú er. 

Tek undir það sem þú segir um vesalinganna  sem vinna svart alla ævi og borga eingin gjöld en lifa vel og emja svo þegar að ellinni kemur. 

En hvernig er það með þessa vesalings ríkisstarfsmenn,  geta þeir ekki unnið fyrir sínum gjöldum sjálfir eins og annað fólk ?  


 


  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2012 kl. 22:53

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Hér á að tryggja öllum þegnum Ísland eins og Í Þýskalandi, þeim sem hafa haft hér búsetu í 18 ár. Húsnæði , fæði í það minnsta. Þetta getur verið fasta hlutfall á PPP raunþjóðatekju meðtali síðust 30 ára.   Þér er þetta ekki áhyggjuvaldur hjá neinum. 
Allir fjárfesta svo fyrir sig sem vilja meira en súpu brauð.  Sumir fjárfesta í eigin húnæðisveði, aðrir í að fjármagna ríkisjóð eða öndvegis fyrirtæki í Kauphöll þá eruþað  hlutabréf og ríkskuldabréf. Síðan ætti geymslukostnaður fyrir þá sem ekki geta viðhaldið reiðfé sínu en vilja geyma öruggt nánst verðtyggt árum saman , ekki að vera mikið dýrari en í Þýskalandi. 

Þá hrynur aldrei neitt aftur sem snertar heildarhagsmuni.

í EU og hér fyrir 1970 þá gilti það sjónarmið að almennt fengju starfsmenn hins opinbera [fyritækja ekki vsk. sem geta verið skráð á einkaframtak] um 20% til 30% minna útborgað fyrir dagvinnu en meðal starfsmaður á vsk. markaði í svipu starfi.

Hinsvegar tryggði æviráðing opinberra þeim 30 ára raunvaxtalausar húsnæðisveðskuldir, því tekjur voru tryggar, þetta ásamt fleiri hlunnindum sem ríki bjóða upp er aldrei talað um. Heldur því logið að Bankar hafa bara lánað í gegnum klíku en ekki í samræmi við reglugerði um ábytgt gegn öruggum veðum.

Um þetta leyti gillti hjá hinu opinbera að þeir opinberir sem bjuggu í dýrara húsnæði voru í öllum ríkjum flokksbundir. Ísland hafði fyrirleitt 2-3 hæsta ráðandi í hverju af sínum fyritækjum , eða 2 til 3 fyritæki í fákeppni. Víða erlendis til dæmis í S-Evrópu, var ekki svona mikið um samtryggingu, og gilt strax eftir allar kosningar að fulltrúar þeirra flokka sem töpuð var öllum sagt upp, og nýir úr röðum þeirra flokka sem sigruðu komu í þeirra stað.


Svo gildir um PPP og CIP verðtyggingar vogir eða mælkvarða til alþjóðfjármálaverðtygginga , að vöru og þjónustu eigningar hafa sín skráðu raunvirðistölugildi. Þannig að ef tvö ríki sem hafa selt sama raun virði fyrir dollara[ eða evrur eða krónur], þá þýðir ekki fyrir annað ríkið að hækka sína álagningu í prósentun, því verðbótaálag og okur umfram vegið meðal álagninar í öllum ríkjum á sömu ein. er það sem mælingin gengur út að mæla.  Heimstjórnar gengi sem er að mæla mikið hærra en CPI eða PPP, eru þá að leggja meira á vsk. vörur og þjónustueingar  þannig þú færð minna raunvirði fyrir dollar eða krónu í ríki sem fylgir PPP, á sama hátt ef ríki eru gefa upp gengi mikið undir PPP þá bendir það til að þau leggji minna huglægt raunvirði á. Gætu vel aukið umsvif á mörkuðum hjá sér.  Laðar að sum fjáfesta.

EU notar sinn eigin verðtyggingar mæli HCPI mili ríkja á sínu áhrifa svæði

Hann virkar þannig , hagfræðingar í Frakklandi er finna þetta út núna, að þegar EU fjölgar íbúum með lágt raunvirði mat þá styrkist evran: beyglaðar gúrkur og það sem áður seldist sem 3 til 5 verðflokkur almennt fer að seljast sem 1 verðflokkur þá skilar það hærra raunvirði mælt HCIP.    

Hér skilja hagfræðinagr ekki index frá fornu fari. Neysluverðtyggingarvístalan hér innlands fjármálgerninga er meingölluð og ólýðræðisleg og í stenst ekki  DEB<=> CRED  á gilditíma gjörninganna samkvæmt mati erlends almennings. 

Gengið hér uppgvötvaðist metið of hátt um aldmótin 2000 og sá grunnur sannaðist 2004 þegar veðsöfn voru rannsökuð hér.  Gæði þjónustu og vöru í samanburði við önnur ríki höfðu fallið hér mikið hraðar en annarstaðar á Vestulöndum án þess að ísl verðtyggingarvístalan sannaði það. Aðal ákæran var hversvegna hefur nýbyggningarkostanður hækkað hér um 30 % frá 1994 til 2005 í Alþjóðasamanburði, og þess hækkun komið svo fram í verðum á öllu seldum fasteignum: bakveðum banka og ríkistjórna. 
Áttum við svara nú raunvirði skipti ekki máli leiðtogar okkar versla það sem er ódýrast á hverjum degi. Þjóðin hefur apast.  Verðtrygging er í lagi, en ekki mælirinn hér neysluverðtyggingarvístalan, sem meira segja getur platað World bank í 10 ár.

Júlíus Björnsson, 7.2.2012 kl. 03:10

10 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er svolítið erfitt fyrir launþega sem búinn er að greiða í lífeyrissjóð í um eða yfir 30 ár af launum sem hafa verið að mjakast upp þennan tíma og eru í dag að nálgast hálfa milljón á mánuði að fá að vita það að ef hann greiðir áfram í 3 ár eða til 65 ára aldurs, verði lífeyrir á mánuði um það bil jafn atvinnuleysisbótum og ef greitt er tveimur árum lengur eða til 67, megi eiga von á allt að 200.000 á mánuði. 

Þarna er búið að skattleggja launþegann um 10 og 12% hvern einasta mánuð og þetta er uppskeran, en lán sem launþeginn fékk hjá lífeyrissjóðnum hefur hækkað úr 17.000.000 í á milli 23 og 24.000.000 á 6 árum. 

Ekki er til umræðu deila milli lántakanda og lánveitanda því tapi sem hlotist hefur af því verðbólgubáli sem lífeyrissjóðirnir voru notaðir í að kynda, þó sökin á verðbólgunni sé miklu frekar lánveitandans, þá má lífeyrissjóðurinn ekki við meira tapi, nóg tapaðist á aulahætti hvítflibbanna.

Kjartan Sigurgeirsson, 7.2.2012 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband