Leita í fréttum mbl.is

Heiladauðir

virðast  íslenskir lífeyrisjóðagreiðendur vera upp til hópa. Fregnir um 480 milljarða tap snertir þá ekki. Þeir eru greinilega tilbúnir að láta sjóðafurstana í friði.

Annað sem ég undrast er að ríkisstjórnarkommarnir skuli ekki rumska við þá hugmynd, að taka staðgreiðslu af öllum inngreiðslunum. Þá fækkar spilapeningum spekúlantanna hérumbil um helming. Og ríkissjóðshallinn er leystur. Helgi í Góu tók þó undir hugmyndir mínar á Útvarpi Sögu um innlánsdeild í Seðlabankanum fyrir iðgjaldagreiðendur þannig að hún var þá ekki alvitlaus. En um skattlagningu inngreiðslanna ræðir enginn. 

Vonlaust lið alltsaman. Maður skilur þá sem hypja sig til Noregs. Hér ríkir heiladauði til viðbótar við heimskuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Pálsson

Ég kann því auðvitað ekki vel að vera kallaður heiladauður af þér Halldór. Ég er óbreyttur lífeyrisgreiðandi til lífeyrissjóðs verslunarmanna og ég veit ekki betur en að þar hafi verið skipt um "sjóðafurstana".

Ég veit samt ekki hvort það hafi breytt nokkru í stjórn lífeyrissjóðsins. Hvað getur maður gert?

Davíð Pálsson, 12.2.2012 kl. 17:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Áttir þú nokkurn þátt í að skipta formanninum út? Áttir þú einhvern þátt í að rannsaka feril Þorgeirs Eyjólfssonar' Mér sýnist allt sitja við það sama og tapið sé bara hundrað milljarðar eða svo, og það eigum við að borga og ríkið að tapa staðgreiðslunni af þeirri upphæð.

Ég er algerlega heiladauður því ég horfi uppá þetta og geri ekkert í því.

Ert þú eitthvað betri en ég?

Halldór Jónsson, 12.2.2012 kl. 17:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð hugmynd með að leggja lífeyrisgreiðslur inn á reikning í Seðlabanka. Þannig má líklega losna við alla yfirbyggingu í kringum lífeyrissjóðina, en mér skilst að rekstur sjóðanna taki til sín hátt í þriðjung af inngreiddum iðgjldum, sem varla getur verið rétt. Með minnkun yfirbyggingar má því hugslanlega auka arðsemi inngreiddra iðgjalda verulega.

Svo er spurning hvort ekki á að fjárfesta lífeyrinn í gulli eða einhverju sem heldur verðgildi og lána til framkvæmda er treysta innviði samfélagsins.

Það væri gaman að vita hvað lífeyrissjóðirnir sóuðu miklum gjaldeyri með þátttöku í útrás "auðvianna" og hver gjaldeyrisforðinn væri ef fjármagninu hefði ekki verið beint úr landi í frjáslu flæði...? Það hlýtur að koma íslenskri þjóð betur að fjárfesta í sjálfri sér en að senda meisi hluta þess fjár sem við höfum yfir að ráða í vafasöm verkefni á erlendri grundu.

Ómar Bjarki Smárason, 12.2.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband