Leita í fréttum mbl.is

"Hvamargapoga"?

spyr persónan á kassanum í matvöruverslununum okkar. Ef hún nær tölunni vegna algengra tungumálaerfiðleika stimplar hún tugi króna ofan á verðið sem eru sagðar fara í góðverkapokasjóð og fleygir svo í okkur "pogunum".

Publix er ein matvöruverslun sem ég fer glaður í. Rosalega hrein og falleg og úrvalið stórfenglegt. Á kassanum er glaðlegt fólk og afgreiðslan gengur vel. Við kassann eru tveir prjónar þar sem eru þræddir upp bréfþunnir plastpokar. Stundum er einn jafnvel gamlingi við grundina og pokar vörurnar eftir því sem þær stimplast.Stundum pokar stimplarinn sjálfur. Konan mín hjálpaði henni við verkið og fékk breitt bros í staðinn og þakkir fyrir að hjálpa mér við sitt verk.Ekki sé ég að þetta tefji afgreiðsluna. Og þetta kostar ekki neitt aukalega. Engin áprentuð auglýsing um eigið ágæti. Enginn pokasjóður. Bara elskulegheit.

Þessi keðja Publix væri líka keðja sem mætti reyna að fá til Íslands til að keppa við samráðeinokunina okkar í nýlenduvörunum ef margir vilja ekki WalMart. Og mannasiðakennslan myndi hugsanlega breiðast út.

Það yrði mikil bylting frá "hvamargapoga".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 345
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 6135
  • Frá upphafi: 3188487

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 5215
  • Gestir í dag: 298
  • IP-tölur í dag: 293

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband