Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki

Í dag hefur staðið umræða um vitlausustu þingsályktunartillögu sem nokkru sinni nokkrum hefur dottið í hug að leggja fyrir heila þjóð.

"Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní 2012.
Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
1. Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Merktu í reitinn fyrir framan þann valmöguleika sem þú kýst.
* Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga.
* Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
* Tek ekki afstöðu.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði Já Nei Tek ekki afstöðu
1. náttúruauðlindir lýstar þjóðareign ?
2. ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er ?
3. persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?
4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?
5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera?

* 10%
* 15%
* 20% "

Hvað er náttúruauðlind? Norðanvindurinn ? Sunnanvindurinn? Rigningin? Sjávarföllin? Sólin? Á Jóhanna Sigurðardóttir að ráða sólinni í umboði islensku þjóðarinnar?

Allt kraftar náttúrunnar sem virkjaðir eru til orkuvinnslu.

Laxveiði í Kjarrá? Hver á að selja veiðileyfin? Geysir í Haukadal? Hver á tekjurnar af komu ferðamanna að Gullfossi og Geysi?

Hvað er Persónukjör? Eru útstrikanir persónukjör? Eru prófkjör flokka persónukjör? Til bæjarstjórnar eða Alþingis? Er biskupskjör persónukjör?

Tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðis? Um hvaða mál? Öll mál? Icesave undanþegið?

Ég er viss um það, að Útvarp Saga væri ágætlega betur til þess fallin að komast að afstöðu þjóðarinnar í einni síðdegiskönnun heldur en svo illa grundaðar spurningar og því heimskulegar sem þær eru órökvísar.

Sérstaka athygli vekur að sá sem ber ábyrgð á að þessu máli öllu, Þór Saari, sá ekki ástæðu til að vera á þinginu í þessum umræðum. Og Björn að baki Kára ekki heldur.

Umræðurnar á Alþingi í dag eru því miður fyrirlitlegur farsi se komið er fram af fullkomnum trúðshætti í hrosskaupum.

Hvað annað fær Saari að launum fyrir þetta leikrit en þennan fáránleikadag á Alþingi? Verður hann kannski sendiherra í ESB hjá Össuri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Er ekki Þór Saari bara Björn að baki Kára?

Björn þótti ekki mikill bógur en drjúgur í kjaftinum, hann gerði víst lítið anað en að segja Kára frá hvaða átt óvinirnir sóttu að, svo sá Kári um bardagann.

Svo sagði Kári þesi fleygu orð; "ber er hver að baki nema sér bróður eigi" af góðmennsku til þess að frúin myndi ekki skilja við hann.

Það er langt síðan ég las Njálu, en mig minnir að þetta hafi verið svona.

Ég held að það sé einsdæmi í vestrænu lýðræðisríki, að alþingi boði til skoðanakönnunar með svona hætti.

Það er ekki skrítið þótt virðing fólks fyrir alþingi sé í lágmarki.

Jón Ríkharðsson, 29.3.2012 kl. 23:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þegar ég næú horfi á Jóhönnu þá sé ég að það er lymskuglott á henni. Getur verið að hún hafi stýrt þessu svona til þess að niðurlægja Þór Saari. Hún er kanski ekki eins vitlaus og hún lítur út fyrir að vera?

Halldór Jónsson, 29.3.2012 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband