Leita í fréttum mbl.is

Um veiðgjaldið

Það er kominn tími til að ég setji fram skoðanir mínar á álagningu veiðigjaldsins sem Steingrímur J. ætlar nú að leggja á sjávarútveginn og vísustu menn hafa reiknað út að muni leggja landið í rúst.

Hugmyndir um að taka marga milljarða eða milljarðatugi út úr sjávarútveginum í formi veiðigjalds eru í besta falli mjög varhugaverðar og í versta falli stórhættulegar.

Velferð þjóðarinnar á fyrstu árum og áratugum næstu aldar kemur til með að ráðast mikið af því hversu vel sjávarútveginum gengur að byggja sig upp og þróast inn í framtíðina sem matvælastóriðja, sem hátæknivædd og þróuð grein þar sem allt er til staðar: vöruþróun, gæðaeftirlit, markaðsþekking, vel þjálfað, vel menntað, vel launað og þá væntanlega ánægt starfsfólk.

Ekkert eitt mál er afdrifaríkara fyrir framtíð byggðakeðjunnar hringinn í kringum landið. Álagning veiðigjalds er einhvers konar brúttóskattur eða veltuskattur. Við höfum verið að hverfa frá því að leggja á veltuskatta... Skattstofninn í þessari hugmynd er óskynsamlegur og vitlaus. Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu.

Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður, en í öðrum þéttbýliskjörnum yrðu menn hans jafnvel ekki varir. Þetta er óréttlátur skattur nema hann renni beint til sveitarfélaganna aftur, þar sem hann var innheimtur.Í ljósi þess að fjölmargar atvinnugreinar nýta með einum eða öðrum hætti sameignir þjóðarinnar, án þess að því fylgi sérstök skattlagning, er útilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina.

Það er ekki hægt að rökstyðja með sanngirni að nýting af þessu tagi kalli á skattheimtu í sjávarútvegi, einum atvinnugreina. Það virðast margir hafa gleymt því að sjávarútvegurinn skuldar um 100 milljarða króna. Þessar skuldir hafa lítið lækkað undanfarin ár þrátt fyrir sæmilega afkomu í mörgum þáttum greinarinnar. Ástæðan er sú að sjávarútvegurinn hefur þurft að fjárfesta, en á því sviði var hann orðinn mjög sveltur og er nærtækast að líta á aldur flotans í því samhengi.

Einnig hefur verið tap á mörgum þáttum sjávarútvegs, s.s. í landvinnslunni. Með veiðigjaldi myndu skuldir greiðast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt. Sjávarútvegurinn keppir við ríkisstyrkta grein í nálægum löndum. Sjávarútvegur á Íslandi hefur algera sérstöðu að þessu leyti í Norðurálfu, ásamt e.t.v. Færeyjum. Hann verður að standa algerlega undir sjálfum sér og auk þess lífskjörum heillar þjóðar. Þetta þarf hann að gera í samkeppni við ríkisstyrki í nálægum löndum og að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi býr greininni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt.

Sjávarútvegurinn hefur mikla þörf fyrir að geta fjárfest á komandi árum... Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu úr greininni.

Öflug sjávarútvegsfyrirtæki með góða afkomu til fjárfestinga eru helsta, það jaðrar því miður við að maður verði að segja eina, von landsbyggðarinnar. Þessi liður einn nægir mér til að vera algjörlega andvígur veiðigjaldi. Ég sé ekkert annað, sem hugsanlega getur bjargað byggðinni á fjölmörgum svæðum á landinu, en þá von að sjávarútvegsfyrirtækin eflist og geti boðið upp á vel launuð störf og ráðið til sín háskólamenntað fólk og keppt við þá möguleika sem annars staðar er boðið upp á í landinu.

Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggðina í margföldum skilningi. Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga; möguleikar smáfyrirtækja og einyrkja yrðu minni.Þótt mikilvægt sé að eiga stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki verðum við líka að eiga smáfyrirtæki og halda í fjölbreytnina.Þegar einu sinni er komiðá gjald þá vill það hækka. Sjávarútvegurinn yrði síðri fjárfestingakostur með veiðigjaldi. Það yrðu minni líkur á arði og það sem mestu máli skiptir hér eru fælingaráhrifin. Það vita það allir, sem eitthvað vita, að sú hætta vakir í öllum málum af þessu tagi að þegar einu sinni er komið á gjald þá vill það hækka.

Ég þekki engan skattstofn á byggðu bóli, hvorki á norður- né suðurhveli jarðar, sem ekki hefur haft tilhneigingu til að hækka þegar hann er einu sinni kominn á. Auðvitað myndu fjárfestar sjá þetta gjald sem áhættuþátt.Það eru að mínu mati til margar miklu betri leiðir til þess að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiðigjalds telja að eigi að leysa með veiðigjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp? Sem dæmi má nefna að ef á að leggja á veiðigjald til þess að ná hagnaði út úr sjávarútveginum, þá er hægt að skattleggja hagnað fyrirtækjanna með almennum aðferðum.

Ef menn vilja leggja veiðigjald á, til að undirstrika sameign þjóðarinnar á auðlindinni eða af réttlætisástæðum eins og sagt er, eru til betri aðferðir til þess. Í fyrsta lagi er gjaldtaka til staðar og ef gjaldtakan sjálf er ástæðan þá er búið að leysa það.Það má gera margar lagfæringar á núverandi kerfi til að mæta þeim sjónarmiðum sem hér liggja að baki.

Það er hægt að velta fyrir sér ýmsum hugmyndum um lagfæringar á núverandi kerfi á rökvísan hátt og án þess að fara út í upphrópanir í trúarbragðastíl. Sumir halda því fram að veiðigjald með uppboðsaðferð myndi gefa nýjum aðilum kost á að koma inn í greinina. Ég er ansi hræddur um að það gæti verkað þveröfugt. Þegar komið væri á veiðigjald í greininni ættu nýir aðilar fyrst erfitt með að komast að.Þá hafa menn talað um að veiðigjald gæti nýst sem sveiflujöfnunartæki í hagstjórn. Þetta er úreltur hugsunarháttur. Eitt er alveg ljóst: Það verða ekki til nein ný verðmæti með því að leggja á veiðigjald.

Ég vil freista þess að setja þessar röksemdir fram sem mitt framlag til rökræðunnar sem fram fer í þjóðfélaginu um hið nýja veiðigjaldafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar til þess að menn átti sig á því hversu alvarlega aðför er verið að gera að undirstöðuarvinnuvegi þjóðarinnar. Mikilvægt er að allir hugsandi menn taki höndum saman í andstöðu sinni við þetta frumvarp ráðherrans um sérstak veiðigjald á sjávarútveginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um opinbera álögur á orku og hráefnisgrunn stórborgar fullvinnslu og smásölu [retail] markaða EU er það segja að fjármáluppsetning Miðstýingarinnar til langframa bakkar það ekki upp.   Gjöld sem lögð er á hér enda fyrr eða síðar á borðum EU neytenda, sem auðveldlega er hægt að heilaþvo til neyta einhvers annars.  Commission er skilgreint með efnahagstól Englandsbanka [hann með sína lykilbanka]  og Seðlabanka EU og undir honum er Seðlabanka uppsetning þjóðarseðlabanka [ með sína lykilbanka og kauphallir] sem markaðsetja evrur og selja ábyrgðir og meðmæli til að markmið langtíma og skammtíma verði að veruleika. Fjármagna langtíma viðskiptasamninga einka aðila í grunni EU t.d. kallast "cohesion" á þroskaðra aðili máli. Þetta kemur í veg fyrir stríð og alvarlega röskun á tilfærslu efnilegs raunvirðis.

Til fróðleiks skiptust skuldir heimila í USA 1972 , 80% í langtíma [raunvaxtarlausa] og 20% neyslu háraunvaxta. Í EU var ekki um neinar neyslu skuldir að ræða á meginlandi EU , með vöxtum eðagegnum banka. AGS segir þetta allt breytt í dag. 70% er núna hlutfallið á móti 30 % og vex út alla EU þótt PPP sé mikið lægra í mörgum efnahagslendum. PPP mælir raunvirðsölu á hverju ári í öllum ríkjum heims miðað við meðal verð á öllum mörkuðum sama ár. Salan raunvirðis endar í smásölu eða við landamæri.   EU segir að hvert ríki megi auka þessar tekjur mældar HCIP [meðaverð á öllum mörkuðum EU] þannig aukist heildartekjur EU, ljóst er það er ekki hægt fyrir ríkistjórnir að græða á öðrum ríkistjórnum  í EU. Í raun er óarðbærar heimskar ríkistjórn hið versta böl sem getur hent almenna neytendur. Hemill á all innrit tekju aukningu. 

Sumir Íslendingar muna að frelsið frá USA kom allra fyrst til Íslands frá USA eitt af ríkust CPI neytendamörkuðum heims, hér júkust áraunvaxta neyslu áherslur hraðar og á undan þeim á meginlandi EU, Ísland gerði gott betur lagði niður lágraunvaxta grunninn og er nánast með í framkvæmd 100% hávaxta skuldagrunn, sem er réttlættur af Íslenskum hægri mönnum með skattatilfærslum milli minnst 80% neytenda. Enda eru fjöldi hægri kjósenda að stefna á 20 % á Íslandi. Það er nefnilega ekkert val í boði,   nema um heimsku eða meiri heimsku. 
Skila raunvirði er erlendis að lámarka raunvexti á langtíma skuldbindingum en þeir er notaðir til dekka innheimtu afföll , t.d. vegna falskra greiðslu og bakveða.  Ekki hægt að greiða tap með verðbótum framtíðar því miður. Þetta er eins og regnboginn sem engin stendur undir. Raunvirði er nýtt á hverju ári það er hvað fékkst fyrir heildar kökuna.   

EU fjármagnaði lækkun á raunvirði sjávarafla á Íslendi og það er ekki til að lækka hagnað í Meðlimaríkjum EU. Ég hef enga trú á að hægt sé græða á 1 þrepi vsk. í EU.

Júlíus Björnsson, 19.4.2012 kl. 16:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Júlíus

Þú skilur þennan texta minn alveg rétt og hvernig eigi að svara honum. þetta er alveg eins með þjóðina að hún skilur allt sem Steingrímur J.segir henni. Hvort sem að er árið 1997 eða 2012. Þín yfirburðaþekking á stærðfræði ætti að duga til að greina hversu miklu meiri þekkingu Steingrímur hefur yfir aðra stjórnmálamenn og geur reiknað fram í tímann hvernig mál muni þróast í auðlindarentunni.

Steingrímur er yfir allt hafinn. anað eins séní hefur ekki fæðst á þessari öld. Hugsaðu þér Júlíus hvar þjóin væri stödd ef hún hefði ekki þennan mann? Guðskelov for Kongen, Kongen leve.

Halldór Jónsson, 19.4.2012 kl. 19:43

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það verður engin matvælastóriðja í kringum fisk á Íslandi ef þetta frumvarp fer í gegn. Það verður menntaflótti úr greininni og nýsköpunar og þróunarmál fara í neðstu skúffu, ef þau mál fá skúffu yfir höfuð.

Ég hef ekki séð mikla "tendensa" í þá átt að aðilar, án tengingar í greinina sjálfa, séu að reyna frekari fullvinnslu sjávarafurða. Aftur á móti veit ég að fyrirtækin sjálf hafa mörg hver hug á því að ýta slíku úr vör. Það verður ekki gert við núverandi ástand.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 22:11

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á vesturlöndum síðustu 100 ár hefur meðal starfsæfisgeta lengst í árum. Fjölskyldu stærð hefur minnkað,  það er foreldrar vilja ekki að afkomendur sínir hafi minna að bíta og brenna en þeir sjálfir, börn eru ekki bara vinnuþælar framtíðarinnar.  Íbúatala á Vesturlöndum vex ekki að vilja ráðandi ábyrgra aðila og reyndar ekki í heimum ef Sameinuðu þjóðirnar væru einráða. Viljinn er fækkun ef eitthvað er.

Hvers vegna voga ráðstjórnir Íslendinga sér að borga fyrir reiknilíkön sem gera ráð ráð fyrir þreföldun í búatölu á hverjum 30 árum áður en en efnislegar raunvirðistekjur er komnir í hús.  Kína mynd klippa unda ráðstjórnin hér. Frelsið í EU hefur tryggt að Þjóðverjar vernda neyslugetu á þegn á þess að mismuna eftir aldri með því skera niður íbúatölu sína síðustu 5 ár um 5 %. Þar er tungumálið sem heldur mörgum frá og líka er skattakerfið , launskattar jafnir í tölu á starfsmenn þannig að dýrt er að gera út á undirmálvinnukraft eða arðræna kaupþega, stuðlar að því auka ekki vöxt í óaraðbærum geirum. EU stjórnlöginn bjóða hinu opinbera upp á að mismuna við manna ráðingar og taka ríkisborgara fram yfir ríksborgar annarra ríkja. Þeir stilla skatta álögur þannig að rektri í 1 þrepi raunvirðiauka, ber fasta strafmanna skatta  segjum 500.000 á starfsmann, þeir geta því ekki sett sig upp á móti því að persónuafsláttur verði feldur niður á Íslandi. 3 þrep tekjuskatts líka nema á þann hlut  heildar tekna með hlunnindum  sem fara yfir 1.000.000 kr. á mánuði , grunn þrep hér gæti verið 500.000 kr. á fyrstu 2.500.000  sem eru til ráðstöfunnar það er starfsmannagjaldið.   Aðili með 1.000.000 til ráðstöfunar kostar ríkið og laun eða atvinnurekenda þá 1.500.000 kr.   Þessi tekju stofn á 173.000 strafsgildi eru :  86.5 milljarðar á alla en 120 milljarðar á 240 einstaklinga , allir vita að hið opinbera leggur skatta á sitt starsfólk til að taka af aftur, þannig gildir um strafsmenn EU, þeir fá virðingu enn vinna ekki fyrir bókhaldsfærslunni. Einafald launbókhald Íslenskra rekstra aðila, og auðvelda samninga um kaup. Ríkið ákveður einhliða án mismunar strafmanna skattinn. Atvinnurekandi og kaupþegi sem svo um kaupið og almenningur á föstum árstekjum hættir að hafa áhyggjur af tekjuskatti.   Grunnskattþrep greiðir m.a. lágmarkamarksframfærslu þeir tekju lausu. Heilbrigt fólk vill frekar vinna en vera atvinnualaust ef ávinningur af ársvinnu skilar einum stórum flatskjá.     


Hér var fundið upp  að upp að hægt sé að stofna sjóð [banka] sem getur borgað 4,5% raunvexti ári fyrir innlegg sem liggur óhreyft í 30 ár. [þetta getur] verið stofnhlutfé.  til að finna út heildar raunvexti til útborgunar þá segjum við að raunvexti séu "r" og innborgun köllum við I þá gildir að raunvirði útborgunar er : I ( 1 + r) í veldi ára[30], ef r= 0,045 fæst skuldbinding um að borga :    3,745 I. það er 2,745 I í raunvexti. Þetta hefur aldrei gengið upp almennt í framkvæmd og engin heilbrigður hæfur dómari myndi leyfa ríkistjórn að gera slíka geðveika langtíma samninga við sín þegna. 3,745 rúmmetra fyrir 1 rúmmetra.   Lofa 0,25% raunvöxtum eftir 30 ár skilar  1,078 I sem þykir mjög gott í Seðlabönkum USA og Englandsbanka og Selanbanka EU. þetta eru um 8,0% max raunvextir á 30 ára innlegg eða innborgun inn í einfalt singular matrix sem notað er til að bald um securties bond erlendis.   Ekki hér ef tekið er mark á kennslu bókum Glitnis frá því um aldmótinn. IRR merkir internal rate og return og þá er hafti í huga umrætt matrix of fixed Volume.   

internal rate of return (IRR)

A rate at which the accounting value of a security is equal to the present value of the future cash flow.


Copyright © 2006, European Central Bank, Frankfurt am Main, Germany. This information may be obtained free of charge through the ECB's website.

Bókað  verð matrixunar er jafn raunvirði reiðufjársins sem bundið er í henni fylkinu. Ef þetta er 30 ára þroskað 1000 rúmetra bakveðfylki þá greiðast á raunvirði um 33 rúmetra ári sem fara í útborgun til kaupa á 33 rúmetrum.   þar sem  eftir 30 ár er jafnmkið af alskonar verðbótum útgáfa síðustu 30 ára, auto streamline kallar AGS þetta  er engin vandi að fita slík box þegar meðalhækkanir á mörkuðum eru í hærri kantinum.   Hér veit ég að menn skilja ekki til aðtyggja raunvirði framtíðar er aðalatrið að láta útborganir fylgja langtíma verðlagshækkunum, Nafnvextir er til auka og minnka eftirspurn og fínstilla.   Þjóðverjar vita að vsk. rekstra fyrirtæki verð greiða húsnæðiskostnað allra sinna starfsmanna og líka hins strafsmanna hins opinbera. Til að geta greitt sem kaup til neyslu kemur það vel út að heimili almenning er bundinn raunávöxunarkörfu hins opinbera eða lífeyrisjóða á vegum þess [með ríkisábyrgð blekkir sossa og komma heila í öllum flokkum]. Eignandi ber alla ábyrgð. Stofnhlutahafar bera enga ábyrgð eru langtíma fjárfestar [lándrottnar] sjálftæðra lögaðila með löggilt rekstraleyfi.


Það er mjög algengt í þýkalandi að taka verðbólgu á lánstíma fyrirfram með 80% til 90% nákvæmni með afföllum þegar bréfið er keypt.  Ef útborgum á að vera 10.000.000 og raunvextir eru 800.000 og óvissa er 1.200.000 og verðbólga um 150% á 30 árum við jafngreiðlu innborganna þá  er bréfið að upphæð um 17.000.000 miljjónir en nafvextir finnast neð ítrekum mjög lágir og verðtyggjandi bakveðs fær afhentar 10.000.000 en borgar 17.000.000 / 30 á hverju ári: 567.000 kr. Banki borgar aldrei tekju skatt fyrirfram af meðaverðlaghækkun framtíðar utan skatta árs. En hann bókar í sínu innra bókhaldi raunvirði á hverjum 567.000 kr. þanngað til ekkert nema fundið fé eða raunvextir eru eftir. Ef Íslendingar kunna þetta ekki geta þeir ekki vænst þess að útlendingar vilji starfa hér inn um fávita.  Þegar menn kunna þetta þá má semja um fasteign á markað verði  10.000.000 verði keypt með bréfi 17.000.000 og lágum nafnvöxtum [tryggir hraða sölu á langtíma veðskuldum] en seljandi hirðir 7.000.000 í afföll. þá er ljóst að asumir á Íslandi sýna þetta svo sem fyrirfram greidda raunvexti. Vegna heimsku sérfræðinga í fjármálum eða efnhagsmálum hér.




Ég mynd aldrei nota annað til tyggja 100% örugg útborgunar skil IRR ef ég mætti ráða. Ég skammast mín ekkert fyrir að flokkast með fjármálastjórum í meiri háttar ríkjum.  Ég myndi ekki borg þessum Íslensku 5 ár, ég myndi reka þá alla með tölu.  Single matrix uppsetning á föstum einsleitum bakveðsrúmumáli jafnlagnra veðskulda er er eina viðurkenda reiknilíkanaði í stórborgum erlendis og er alls ekki bara notað til meta raunvexti á annari áhættu en árlegum meðal verðlagshækkunum á heildarmarkaði. Verðbólga er hámörkuð með lögum EU 25 % á 5 árum og því 150% á 30 árum til að rúmma UK mesta fjármálveldi sögunnar ásamt USA. Ein mitt þessi lög EU gerðu til komu vogunarsjóða að veruleika sér í lagi eftir sósíal einkavæðingu stjórnsýslunnar í EU 1994.     Þegar þjóðar Seðlabanka voru settir undir Commission þannig að orða það EU Seðlabanki færi leiðandi um stefnu þeirra.  Þetta merki í hernaðsinnuðum  heilum ekkert val, heldur að bera virðingu og gegna: þess vegna þar ekki af nefna slíkt beinum orðum.  Þjóðar Seðlabanka EU verða að vera sjálfstæðir gagnvart sínum Ríkstjórnum og er það hálfur sannleikur Íslenskra sósíal sérfræðinga. Commission vill að þeir innheimti skatta EU, markaðsetji evrur og selji meðmæli með fjárfestingu [að vali Commission og merki þá líka bak ábyrgð á sínum meðmælum] , gert ráð fyrir að hverju ríki eins og Gordown Brown gerir séu lykilbankar óháð hver er skráður eigandi , hér á Íslandi er margir skráður eigundur að bakveðum fjármálgeiranna til dæmis og eiga ekkert þökk sossum þegar upp er stað.  Regluverk  dekkar ekki hugtakið "regulation það vísar í allt í sem er stjórnað með lagreglum í gegnum sterngjabrúður, sem er bundnar þagnarskyldu.  Policy  er líka fastubundir velskilgreindar starfsskyldur hjá ráðstjórnum EU. Efri milli stétt erlendis veit að persónufrelsi þesssara stjór er ekkert og tekur því fullt marka á þeim , hræðist að vanvirða óskir "þeirra".

Sjávarfang inn fjármállögsögu Íslands og fellur undir 1. og 2 þrep söluskatts í Alþjóðsamfélaginu og er ætlað til langtíma viðskiptabundis útflutnings lýtur markaðslögmálum Alþjóðsamfálagnins um langtíma 30 til 50 ára stöðugleika í fjámálagrunni.  Ekki óshyggju Íslenskra sérfræðinga og stjórnmálamanna. Þessi lögmál er til á prenti og bundin m.a. í lög EU. 

Þess vegna er hægt að einfalda málin hér og draga frá langtíma útfluttingu í 1. og 2 þrepi. og einhenda sé í það sem eftir fyrir ríksborgara Íslands á Íslandi.

Ákveða hlutfalslega skiptinu megin langtíma grunngeira í tekju ölflun og endur skoða lítilega á fimm ára fresti, en 5 ár eru til reikna út  evrukóta sem Seðlabanki EU lánar ríkjum beint á hverju ári úr raunvirði þjóðartekna mælt HCPI. Munur á HCPI og CPI  er að CPI er hliðstæðtt PPP sem mælir meðverð í öllum flokkum sölu vöru og .þjónusu yfir alla jörðina á hverju ári. En HCIP miða bara við verð á mörkuðum EU. Ísland hefur tekið upp HCIP , og við það strykist  króna í EU samræmi. Hlutir eins og beyglaðar gúrkur , kjúklingalifur , skankar og kýrkjöt , .... seljast á mikið hærri meðal verðum í EU en að meðaltali utan EU.  Þetta er huglægur hagvöxtur að mínu mati og hefur ekkert gildi í fjámálaviðskiptum EU við ríki utan EU, sem miða þá við PPP eða CPI.  Ég fór á ávaxta markað í Chocago um 1967 og gleymi því aldrei, meða almennir neyslu neytendanmarkaðir voru enn við líði í Evrópu , það er lifu lensgt í suðurhlutanum verslað ég oft á slíkum mörkuðum, þar sem allt er í hlutfallalegu samræmi og raunvirði fer eftir gæðamati kaupenda.  Verkleg reynsla af lifandi mörkuðum skilar miklu meir en ímyndarnir síðari tíma millstéttar lífreynslu verndaðar langskólamenntaðar eða formótaðra sérfræðinga.   

USA losaði Ísland við mest allt að fiski með því kaup hann inn fyrir skólmáltíðir sem USA ríkisjóður greiðir fyir öllu börn án mokkurar mismunanar og líka inn í USA fangelsiþ Þess vegna má segja að Ríkisjórn USA hafi geta réttlætt þess einokun fyir einkframtaki USA, fiskur fékkst á verðum sem lækkuðu en hækkuðu ekki skatta í USA. Ég veit að margt fólk í USA á mínum aldri saknar sjávarfangs frá Íslandi og Kanada Ufsi er alls ekki sama vara.    Hinsvegar borgar sig aldrei að láta skattamann stunda langtíma vöruviðskipti vegna þess að liðið sem velst í stjórnsýsluna er valið lýðræðislega á skammtíma forsendum og hugsar skammt í samræmi.

Erlendis er verð á kjöti og fiski, mjöli, grænmeti og ávöxtum, og felstu matarkyns í hlutfallselgu samræmi og fylgjast að í verðum á öllum 60 mánuðum það er fylgja meðal hækkunum á mörkuðum [verðbólgu] á löngu tíma.  Hinvegar hefur raunvirði matar í minna vægi í heildar neysluraunvirði 80% neytenda en fyrir 40 árum, þessir neytendur kaupa meira hafa meira val fyrir sama raunvirði í penginum, og á Vestur löndum er raunvirði kaupmáttar 80% kaupþega að dragast aðeins saman að meðatali, þótt það hafi hrapað hér upp úr 1983: það sést með því skoða PPP á Íslandi á íbæua miðað við önnur ríki.  Ísland er meðlægstu samaburðattekjur á íbúa á öllum Norðurlöndum.  Fiskverð á 1 og 2. þrepi vsk. til almennings neyslu frá 1983 hafa ekki fylgt meðaverðlagshækkun á mörkuðm heimsins, hækkanir hafa allar orðið í 3. þrepi og hlutfall tilbúinna rétta hefur aukist og tekið til sín toll frá 1. og 2 þrepi.  Þegar Seðlabanka heimsins sem skipta máli mæla með 50 % verðminni krónu  fylgir markaða lykilbanka því. þá fást líka fleiri krónur fyrir sama magn af fiski, en færri bílar og flatskjáir.  Þetta kallast hagnaður í sjávar útvegi innan Íslenskrar efnahagslögsögu en langtíma raunvirðilækkun á Íslensku sjávarfangi í Brussell, og auðveldar inngönguna sannarlega.

Vera setja hér einhverja langsótta skatta á langtíma viðskiptasamninga íslands við ráðandi neytand markaði erlendis er tortryggilegt.  Aðlir vera að líta á hlutina hér eins og gert er í ríkjum kaupenda útfluttnings , það er þrep. 1. og 2 . er lá prósentu skatta og vaxta en stórrar veltu og fárra eignaraðila og strafsmanna undir agaðri reglustýringu.  Afhverju telja Íslendinga það farsælt að vera öfugir á öllum sviðum það kallast ekki félagslegur þroski erlendis.  

Hér verða aðila að skilgreina fyrir öll 30 ár lámarks afla á Íslandi  , skiptingu á honum til útfluttings og innlands neyslu. Síðan er byrjar að skipta útflutting niður á vsk. þrep.   Fáir eignaraðilar 1 þrep. litið frelsi og reglustýring til bakka upp stöðugleika, þá er líka planaði áralega afskriftir vegna rakstralegsviðahalds og hvað eigi að gera við óeðlilega hagnað ef sú skekkja kemur upp. 2. þrep er hliðstætt. Þriðja þrep er svo minnst hannað fyrir minnst 120 keppendur og reglustýringu sem tryggir að keppendur fækkar ekki. Yfirlitskostnaði er haldið í lámarki. Ef nóg er að gera hjá fullnægjandi mörgum keppendum gagnvart neytendum þá geta þeir ekki fylgst með hvað allir hinir eru gera og verða að treysta sínum eigin sölu tölum og vera vakandi við stýrið á hverjum degi.  USA tekur frá 4,0% fyrir alla sína eldri borga að þjóðartekjum  gefnum upp PPP [án skatta og orkurvaxtaskatta]. Föst prósent gæti líka veði í grunnskiptingu ríkisins hér. Lífeyssjóðir síðan án ríkiábyrgðar og valfrjálsir. Þá geta þeirr sem ekki þora veðja á frjáls lífeyrisjóði hætt að stela af öðrum í gengum ríkisábyrgðir.    Íslendinga leggi ekki meiri skatt og vexti í heildina á 1 þrep  og 2 Þrep raunvirðskapandi rekstrar en USA eða þýskland, til að tryggja gjaldeyristekjur framtíðar.  Hér þar að uppfæra kerfið og settja upp eitthvað rökrétt sem endist eina kynslóða minnst eitthvað líkt því gildir í ríkjum sem eru að jafnaði að gera það gott.    Hvað vilja neytendur á lokasölustað borga fyrir vandræðið Íslensku stjórnsýlunar sem hún þarf að losna við.  Þessi Íslenski einspilsháttur í toppi er mjög fráhrindandi erlendis gefa allta skít í  lánadrottna og kaupendur. 

Þega átti að grisja í grunni EU [1. og 2þ þrepi] þá var skýrt kveðið á um að þegar eignaraðilum fækkar í geirum sem fara undir reglustýringu Commission þá á borga þá alla út með upphæðum sem jafngilda því að þeir hefðu haldið áfram til ellidaga. Þetta er gert meða aðstoð lukilbanka að mínu mati. Svona grunn breytingar taka 30 ár og verða fara leynt að hluta eða öllu leyti. Nauðsyn réttlættir breytingar á lögum. Nýta raunvirðiskökuna  betur. Evrósinnar  mjö-g órökréttir og alls ekki langtíma framsýnir, að eigin sögn, hér virðast ekkert kunna í EU siðferði, hugsun lögum eða reglum. Ef stöðuleika grunnur ríkir er mikið hægt að segja um framtíðana, það breytist nefnlega ekkert sem skiptir máli. Sumum finnst það lítið spennandi sem hafa hátt í dag, þegar þeir kynnast stöðugleikanum.  Fjörið er á dýru stórborgarmörkuðum heimsins að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 20.4.2012 kl. 01:08

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér kemur ný útgáfa á Litlu Gulu hænunni sem var bannfærð í fornmótun framtíða kynslóða um 1972 á Norðurlöndum. Hér mætti skipt úr persónumgerfingum að eigin val og heimfæra frá USA.   

The Little Red Hen -  2012 Version

"Who will help me plant my wheat?" asked the little red hen.

"Not I," said the cow.

"Not I," said the duck.

"Not I," said the pig.

"Not I," said the goose.

"Then I will do it by myself." She planted her crop and the wheat grew and ripened.

"Who will help me reap my wheat?" asked the little red hen.

"Not I," said the duck.

"Out of my classification," said the pig.

"I'd lose my seniority," said the cow.

"I'd lose my unemployment compensation," said the goose.

"Then I will do it by myself," said the little red hen, and so she did.

"Who will help me bake the bread?" asked the little red hen.

"That would be overtime for me," said the cow.

"I'd lose my welfare benefits," said the duck.

"I'm a dropout and never learned how," said the pig.

"If I'm to be the only helper, that's discrimination," said the goose.

"Then I will do it by myself," said the little red hen.

She baked five loaves and held them up for all of her neighbors to see. They wanted some and, in fact, demanded a share but the little red hen said, "No, I shall eat all five loaves."

"Excess profits!" cried the cow. (Nancy Pelosi)

"Capitalist leech!" screamed the duck. (Barbara Boxer)

"I demand equal rights!" yelled the goose. (Jesse Jackson)

The pig just grunted in disdain. (Harry Reid)

And they all painted 'Unfair!' picket signs and marched around and around the little red hen, shouting obscenities.

Then the farmer (Obama) came. He said to the little red hen, "You must not be so greedy."

"But I earned the bread," said the little red hen.

"Exactly," said Barack the farmer. "That is what makes our free enterprise system so wonderful. Anyone in the barnyard can earn as much as he wants. But under our modern government regulations, the productive workers must divide the fruits of their labor with those who are lazy and idle."

And they all lived happily ever after, including the little red hen, who smiled and clucked, "I am grateful, for now I truly understand."

But her neighbors became quite disappointed in her. She never again baked bread because she joined the 'party' and got her bread free. And all the Democrats smiled. 'Fairness' had been established.

Individual initiative had died but nobody noticed; perhaps no one cared so long as there was free bread that 'the rich' were paying for.

EPILOGUE

Bill Clinton is getting $12 million for his memoirs.

Hillary got $8 million for hers.

That's $20 million for the memories from two people, who for eight years repeatedly testified, under oath, that they couldn't remember anything.

IS THIS A GREAT BARNYARD OR WHAT

 

I'll keep my freedom, my guns, my money, my religion, and you can keep the "CHANGE".....O.B.A.M.A.  OneBigAssMistakeAmerica.........."True wisdom is knowing how little we actually know",,,,Socrates     O.M.G. = ObamaMustGo

Júlíus Björnsson, 20.4.2012 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband