Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn

var eina silfurbjallan að vanda í Brotasilfri Egils í gær. En venjulegir viðmælendur um Evrópumálefni þau Eiríkur Bergmann og ljóshærða stúlkan sem ég náði ekki nafninu á höfðu uppi spurningar um hvað Íslendingar gætu gert í gjaldmiðilsmálinu. Þetta fólk stagast alltaf á sömu spurningunni eins og hér sé allt í fári vegna krónunnar og þessvegna verði að fara í ESB. Óli Björn skýrði sérstöðu okkar Íslendinga mætavel þannig að lítið varð um varnir af hálfu þessa tvíeykis þrátt fyrir tilraunir.

það eina sem ég hefði viljað bæta við hjá Óla Birni var það, að það gekk allt vel með krónuna síðasta einn og hálfan áratug fyrir hrun. Af hverju? Af því að við hegðuðum okkur ögn skynsamlegar eftir þjóðarsátt en áður og síðar. Það eitt sannar að við getum lifað ágætlega við krónuna alveg eins og einhvarjar aðrar bréfsnuddur sem menn sammælast um að taka sem endurgjald fyrir vöru og þjónustu.

það er eins og menn muni ekki eftir því að síðan Nixon afnam gullfótinn hefur dollarinn tapað 85 centum af hundrað í verðgildi.Og 98 centum af 1940 verðgildinu. Hver pappírinn er skiptir engu máli til lengdar, heldur hvað fæst fyrir hann á hverjum tíma. Öllu skiptir hinsvegar hvað við höfum fram að leggja í skiptum. Framleiðsla bússins af sméri, mjólk, fiski og prjónless er það sem aðeins skiptir máli þegar upp er staðið eins og alltaf hefur verið.

Það er ömurlegt að af fjórum mönnum 5 mönnum samankomnum í þessum þreytta þætti skuli bara einn skilja grundvallarstaðreyndir málsins. Það var Óli Björn og hafi hann þökk fyrir sitt ljós í myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Skilningur er sem betur fer meiri út í þjóðfélaginu Halldór. Val viðmælanda er sér kapítuli.

P.Valdimar Guðjónsson, 23.4.2012 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það er nú margt prýðilegt í Silfri Egils. Hann fær að staðaldri sérfræðinga í hinum ýmsu málum, sem dýpka umræðuna.

Mér hefur orðið mikið gagn í að hlusta á þessa sérfræðinga og finnst að Egill eigi þakkir skildar fyrir útsjónarsemi sína.

Auðvitað sakna ég þess að hlutföll skoðana endurspegla ekki hvernig þær eru meðal almennings. Það væri eðlilegra að 2/3 hlutar viðmælenda væri málsvarar gegn aðild að ESB, vegna þess að þannig er almenningsálitið um þessar mundir.

Þegar ekki er valið í þeim hlutföllum, þá virkar orðræðan eins og áróður fyrir inngöngu í ESB.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 23.4.2012 kl. 10:45

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta P.Valdimar og Sigurður Herlufsen. M´æer finnst þið vera sammála um að val Egils á viðmælendum er nokkuð einhæft. Mér finnst þetta mest vera sama fólkið upp aftur og aftur með skoðanir sem falla Agli sjálfum í geð. Hann er nefnilega beinn vinstri áróðusrsmaður og þessvegna finnast mér þættirnir hans orðnir þreyttir og er hættur að nenna að hlusta á þá mestan part.

En stundum kemur þarna einn og einn hvítur maður eins og Gunnar Tómasson sem ég hlusta jafnan á með athygli. Hinsvegar sá ég samantekt einhversstaðar yfir viðmælendur Egils og þá kemur einhæfnin berlega í ljós. Það er sama liðið aftur og aftur með sömu steypuna um ágæti ESB, niðurmeðkrónunakjaftæðið og dulbúið íhaldshatur.

Halldór Jónsson, 23.4.2012 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband