Leita í fréttum mbl.is

Geir er sýknaður

í öllum meginatriðum Landsdómsmálsins. Hann er sakfelldur fyrir að hafa ekki haldið fundi í ríkisstjórn sinni um "mikilvæg málefni" án þess að níu dómarar af fimmtán leggi á það mat eða gefi út reglu hvaða mál falli undir þá skilgreiningu.

Upphafsmaður þessara pólitísku réttarhalda er kommúnistinn Steingrímur J. Sigfússon. Hann, ásamt fjórum Samylkingarþingmönnum sem gengu í lið með honum til að Geir H. Haarde yrði einn ákærður, situr uppi með það að hafa látið eyða hundruðum milljóna í pólitísk réttarhöld, sem eiga sér trauðlega betri hliðstæðu en í réttarhöldum Stalíns yfir Búkharín 1938. En að þeim réttarhöldum loknum var sakborningur skotinn við lófatak Halldórs Kiljan Laxness awm fulltrúa Íslands. Búkharín fékk svo fulla uppreisn æru að enduruppteknu máli hans löngu síðar.

Steingrímur situr nú uppi með sýknudóm yfir Geir H. Haarde sem niðurstöðu af gerðum sínum. Hann naut átti sér aðstoðarmenn í þingmönnum Samfylkingarinnar, þeim Helga Hjörvar, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Skúla Helgasonar.

Ekki hefur tilgang að hvetja fólk til að leggja þessi nöfn á minnið. Þau gleymast fljótt enda þingmennskuferill þessa fólks, ómerkilegur með öllu og skiptir engu frekara máli hvorki í bráð né lengd.

Steingrímur hefur ekki fallið úr neinum sessi þeirra sem á hann hafa horft. Svo lágt sat hann fyrir. Þetta mál er aðeins allt í takt við annað hjá þessum stjórnmálamanni, sem hefur í ríkisstjórnartíð sinni svikið fleiri af loforðum sínum en nokkur annar flokksforingi í sögu lýðveldisins .

Hinsvegar telja margir að margar tiltektir Steingríms J. Sigfússonar í ráðherraembætti eigi heima fyrir Landsdómi ef slíkt á að verða framtíð stjórnmála á landinu. Margir telja hann hafa fyllilega unnið til slíks eftir ferilinn í þessari ríkisstjórn. En ólíklegt er að Sjálfstæðismenn nenni að standa í slíku því mörgum þeirra finnst þessi maður fyrirlitlegri en svo að taki því að elta við hann ólar eftir að hann hefur verið flæmdur úr valdastóli. En sérhver dagur sem líður með Steingrím á valdastóli er til tjóns fyrir Ísland.

Geir er sakfelldur fyrir eitt atriði, og það er að hafa ekki haldið nægilega marga fundi í ríkisstjórninni um mikilsverð mál. En var þetta hægt? Á ekki Geir málsbætur sem Landsdómur sér þegar hann lætur refsingu niður falla?

Liggur ekki fyrir að einn ráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, var svo lekur og svikull, að ekki mátti skýra honum frá neinu sem máli skipti ef halda átti því frá blöðunum? Var hægt að halda fundi við þær aðstæður að menn, ekki hvað síst hans eigin flokkssystkini í ríkisstjórninni gátu ekki treyst samstarfsmanninum Björgvini G. Sigurðssyni? Mörgum þykir frammistaða Samylkingarinnar og talsmáti eftir að setu hennar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde lauk vera með þeim hætti, að það sé ekki hægt að treysta þingliði Samylkingarinnar yfirleitt og má þeim vera nokkur vorkunn sem svo tala.

Eftir stendur að Geir H. Haarde er sýknaður af öllum ákærum sem stjórnarmeirihlutanum á Alþingi hugkvæmdist að ákæra hann fyrir. Málatilbúnaði kommúnistans Steingríms J. Sigfússonar var hrundið fyrir dómstóli lýðveldisins Íslands.

Geir er sýknaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Þetta er nú meira bullið sem þú skrifar.  Allir vondir við Geir.

Baldinn, 23.4.2012 kl. 16:08

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað er rangt í máli Halldórs Hr. Baldinn?  Væri ekki ráð að þú rökstyddir mál þitt? 

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2012 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband