Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðing

var lengi lausnarorðið hjá okkur íhaldsmönnum. Við töldum fyrir bestu að einkavæða ríkisrekstur sem allar mest og trúðum á þetta í einlægni. Samt held ég að flestir okkar hafi nú viljað halda einhverjum grunnþáttum ríksisins í þess eigu og undir þess stjórn.

Þegar við fórum svo í einkavæðinguna vorum við einfaldlega of vitlausir eða bláeygðir til að sjá við öllum þeim skálkum sem sáu sér leik á borði að plata sveitamanninn. Fengu bankana fyrir slikk og notuðu þá til hryðjuverka. Ég man að Davíð lýsti því fjálglega hvernig hægt væri að nota símapeningana, sem voru að mig minnir einhverjir 3 milljarðar til að byggja hátæknispítala. En Davíð hafði einmitt þá nýlega kynnst spítölum innanfrá sjálfur sem ég hef aldrei gert sem betur fer. Nú kostar víst svona spítali tuttugu símaverð ef útí það er farið og ekki veit ég hvert þessir símapeningar fóru ef þeir þá komu nokkurntímann. Og allir vita hvernig þeir fóru með okkur þegar þeir keyptu bankana fyrir okkar eigin peninga.Lögðu ekkert til sjálfir nema nýju fötin keisarans.

Ég var afskaplega mikið á móti sölu Símans. Mér fannst hann vera óborganleg verðmæti með allt koparnetið sem í jörðinni liggur. Mér finnst þetta enn. Það myndi enginn einkaaðili nenna að sjá um þjónustu á þessari grunnþjónustu. Þetta væri óborganleg þjóðargersimi eins og landhelgin og orkulindirnar. Þetta yrði að vera í þjóðarreign eins og Vegakerfið og Samgöngukerfið með Flugvellina, Menntakerfið, Póstinn og Lögregluna. Hversu miklir Ultra-Einkarekstrarmenn við annars værum. En maður komst auðvitað ekki upp með moðreyk og var litinn hornauga í flokknum sinum fyrir að vera með úrtölur.

En nú er víst Síminn aftur kominn í opinbera eigu sem betur fer. Ég vona að hann fari þaðan aldrei aftur.Afi minn var einn af fyrstu starfsmönnum Símans og hann hefði aldrei getað ímyndað sér hann í eigu kaupahéðna. Ég fékk álveg nóg að Bakkavarabræðrum, Sigurði Einarssyni og Hreiðari Ma. Þetta voru engin séni þegar til stykkisins kom heldur vefarar keisarans.

Flugleiðir eru nú líka komnir að einhverju leyti í þjóðareigu opinberra og hálfopinberra aðila eins og Framtakssjóðs Lifeyrissjóðanna. Ég vona að svo verði áfram því ég fékk upp í háls af bæði Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og Jóni Ásgeiri. Engum af þessum furstum vil ég treysta fyrir neinum rekstri sem varðar líf og limu fólks. Já, ég er að hugsa um Express og Pálma Haraldsson.

Ég á bágt með að sjá að það sé ekki hægt að fá jafn góða rekstrarmenn til að reka svona undirstöðufyrirtæki almennings, séu þeir ekki bundnir af launakjörum Jóhönnu. Ég bendi bara á Björn Zoega á Landspítalanum. Vill einhver skipta honum út fyrir áðurnefnda kóna? Heldur einhver að hann sé einhver auli af því að hann er opinber starfsmaður? Áreiðanlega gróflega undirborgaður maður miðað við kröfurnar til hans.

Ég vil einkavæða einkavæðingarhugsjónina. Einkavæðingarmenn eiga að vera þar sem einkaframtakið nýtur sín en almenningur á ekki að mata þá á kostnað heildarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mig langar til að þakka þér Halldór, fyrir að opna svona fyrir sálina og segja okkur að einhver hluti einkavæðingarinnar hafi verið of í lagt.

Svo einnig það, að þú sjáir í gegnum þessa menn sem svo erfitt er að ná til, það átti ég auðvitað von á. Enda ertu maður skarpur og talar tæpitungulaust um landsins gagn og nauðsynjar.

Mjög gott að halda þessu til haga, svo að það sjáist að góðir íhaldsmenn eru líka jarðbundnir!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 27.4.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór; er allt í lagi með þig?

Það er aðeins þrennt sem VERÐUR lífsnauðsynlega að vera á höndum ríkisins - og sem reyndar ER sjálft ríkið

1) Löggjafarvaldið og dómsvaldið (réttur) 

2) Lögreglan (regla) og herinn, verndun lífs og eigna borgarana (landvarnir)

3) Holræsi og klóak (gunnleggjandi hreinlæti). 

Allt hitt getur verið í einkaeigu borgarana eða í sameignarrekstri þeirra (dæmi; U.S. Post Office stofnuð árið 1775 og nú með 550 þúsund starfsmenn og 220  þúsund bifreiðar). Afhendir póst í öllu lýðveldinu. 

Allt hitt er pólitík. En þetta þrennt þarna fyrir ofan er Ríkið sjálft. 

Einnig þarftu að muna fast að það VAR einkaframtakið sem stofnaði Ríkið. Og það átti aldrei að verða Sovétríki. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 18:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessar þrjár grunnskyldur Ríkisins eiga menn meira að segja erfitt með að uppfylla hér á landi og á Norðurlöndunum, því ríkið er komið út hreina í vitleysu. 

Íslenska lögreglan er í algjöru svelti. Hún er pínd áfram. Hvernig er hægt að réttlæta svona ástand á meðan stjórnmála- og embættismannaveldi hins opinbera étur stærri og stærri hluta þjóðarkökunna og baðar sig í vellystingum?

Ekki einu sinni vegamálin getur Ríkið staðið við, þrátt fyrir að soga til sín 38 prósent af þjóðarkökunni. Þetta ER skandall.

Svona endar þetta alltaf þegar ríkin gleyma þeim fáu frumsklydum sínum sem yfir höfuð getur réttlætt sjálfa tilvist þess. 

Hvaða ríki OECD landa skyldi ennþá eyða stærsta hlutafalli þjóðartekna sinna í að sinna þessum frumskyldum sínum? Jú, það eru ennþá Bandaríki Norður Ameríku. Atvinnurekstur og fjárfestingar koma ef þessir ÞRÍR hlutir eru í lagi.

Vel er hægt að bæta vegamálum á þennan stutta lista.

Þegar ég flutti til Danmerkur 1985 þá átti ég að bíða í 3 mánuði eftir að fá síma. Þá var þessi svo kallaða þjónusta á höndum hins opinbera bákns. Altså, þrjá mánuði. Ég skrifði aðalstöðvum símabáknsins bréf þar sem ég útskýrði að ég væri að flytja frá Íslandi og að mér hefði hreint ekki dottið í hug símabáknið gæti nokkurs staðar verið verra en þar, nema þá í Sovétríkjunum og í Svíþjóð. Þeir styttu þá biðtímann niður í mánuð.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 18:36

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Samkvæmt ríkidæmi lands og þjóðar okkar Halldór, þá ættum við til dæmis að eiga minnst þrjár F16 orrustuþotur til að gæta lofhelgi lýðveldis okkar.

En við næstum eigum ekkert í þessari deild. Við lifum eins og hjálparvana snýkjudýr á öðrum í þessum efnum. Þetta er frekar skammarlegt og alls ekki stórmannlegt. Þetta heyrir þó undir frumskyldur ríkisins.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 18:48

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Herlufsen fyrir góð orð og skarpan skilning.

Gunnar, ég er ekki sammála. Af hverju segir þú að það eigi að einkavæða póstinn ? Holræsin eru á vegum sveitarfélaganna, líka í USA.

Síminn var fyrir einkavæðinguna orðinn mjög lipurt apparat og ekkert líkt Dönsku frænku. Þessi félög sem þykjast vera með samkeppni en geta ekkert nema að nota eigur Símans eru til einskis gagns og mega öll missa sig.

Við höfum einkavætt hluta af vegakerfinu t.d. Hvalfjarðargöng. Alveg eins og Kanarnir gera með turnpikes og Tollways. Vaðlaheiðargöng verða svoleiðis og Norðfjarðargöng gætu byggst strax ef sveitavargurinn vildi samþykkja að borga í þau eins og ætti auðvitað allstaðar að gera.

Það er munur á einkaeigu borgaranna(Jóns Ásgeirs og Pálma) og sameignarreksturs borgaranna US Mail eins og sameignarrekstur borgaranna í símaþjónustu og rekstur Landspítalans og heilsugæslunnar, skólanna og löggunnar. Farðu að athuga þinn gang Gunnar minn.

Löggan er að verða skandall eins og allt á þessu landi afturhalds,og niðurrifs, kommúnisma og helvítis aumingjaháttar allstaðar sem fylgir vinstra liðinu.

Ég vona að þú sért genginn í Sjálfstæðisfélagið í þinni hemabyggð. Velkominn í kaffi hjá okkur íhaldsmönnum  í Kópavogi í fyrramálið kl 10 .

Það gildir fyrir þig líka Herlufsen og vertu velkominn í Hliðarsmára 19 kl 10.0 laugardagsmorgun!

Halldór Jónsson, 27.4.2012 kl. 18:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En hvað með þessar þrjár F16 sem ég nefndi Halldór? Lögregluna í lofhelginni í stað símafélags? 

Það er víst ekki nóg að pissa út blett og ganga svo út frá því að maður sé einn í heiminum. 

Það er ekkert sem bannar borgunum að stofna símafélag út um allt land Halldór. Er það? En hvur veit, kannski það sé BANNAÐ?

Ég geng í flokkinn þegar forystan hefur eiðsvarið íslensku krónunni hollustu sína, og kropið og kysst hana. En sem sagt, ekki fyrr.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 19:00

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta eru ahyglisverðar hugleiðingar hjá þér Halldór.

Ég tilheyri hægri armi flokksins og það væri enginn að skrökva, ef hann kenndi mig við frjálshyggjuarminn í flokknum. Ég er skráður í Frjálshyggjufélagið og Félag íhaldsmanna líka, því mér finnst þessar stefnur vinna vel saman og geta komist að góðum málamiðlunum.

Einkavæðing ríkisfyrirtækja má aldrei verða að trúarbrögðum. Mér skilst að Póstur og Sími hafi verið ágætlega rekið fyrirtæki og ekki hef ég orðið var við að við, hinn almenni borgari, hafi hagnast á að einkavæða hann. Ég held að verð á símtölum hafi hækkað í allri þesari samkeppni.

Við eigum að framkvæma það sem er hægkvæmast fyrir heildina, en ekki hengja okkur á stjórnmálastefnur og gera kreddur úr þeim.

Aftur á móti finnst mér að bankar eigi að vera í einkaeign, því við þurftum að borga svo mikið með bönkunum.

Það á aldrei að fara í skotgrafir með svona mál, við verðum að vera opin fyrir öllu sem gott er, hvort sem það stendur um það forskrift í frjálshyggjubókum eður ei.

Heibrigð skynsemi dugar alltaf best, stjórnmálastefnur eru góðar sem slíkar, en þær passa ekki alltaf við raunveruleikann hverju sinni.

Jón Ríkharðsson, 27.4.2012 kl. 19:10

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sagði ekki að það ætti að einkvavæða póstinn. Ég sagði að borgarar landsins gætu rekið hann í sameignarfélagi. Non profit félagi, eins og til dæmis í Bandaríkjunum.

Ég er alfarið á móti því að Ríkið reki Póstinn. Ríkið mun alltaf gera Póstinn að féþúfu. Eins og gerst hefur t.d. í Danmörku. Sogar allt út úr Póstinum til að henda í botnlausa ríkiskassann. Borgararnir eiga að eiga Póstinn. 

Hvað varðar símafélögin Halldór þá var þeim breytt úr einokun undir stjórn hins opinbera og yfir í stjórnlausa einokun einkageirans. Frá bákni yfir í stjórnleysi. Þökk sé hinu opinbera.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 19:14

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef allir múra sig inn í félög þá hlýur brátt að brjótast út styrjöld á milli þeirra. Einhver verður að vera EKKI í félagi. Því er ég ekki í frjálshyggjufélagi. Ég er frjáls.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 19:25

10 Smámynd: Björn Emilsson

Væri allt með felldu á Islandinu góða, væri samfélagið rekið í þágu þjóðarinnar. Rekið sem eitt samstillt fyrirtæki, þar sem allir ættu rétt á sínum hlut í þeim gríðarlegu þjóðartekjum sem fyrir hendi væru. Allir ættu rétt á húsnæði fyrir lítið sem ekkert gjald. Skattheimta í núverandi formi fyrirfyndist ekki. Semsagt engir skattar. Tóm rugl, eða hvað? Islenska ríkið er ekki nema eitt smáfyrirtæki á heimsvísu. Vísir menn ættu að geta reiknað hagnað af milljón tonna fiskiveiðikvóta og eðlilegu rafmagnsverði til stóriðju. Svo eitthvað sé nefnt. Islendingar gætu þá notið þess að vera af ættbálki Benjamíns og stundað fagrar listir, skrifað frægar bækur og notið lífsins. Það er enginn að segja að þessi fámenna þjóð þurfi að þræla fyrir lifibrauðinu. Stærstu fyrirtæki landsins sækja nú þegar megintekjur sínar af erlendri starfsemi sinni. Auðvitað þarf að hafa reglu á hlutunum. Til þess er líka hægt að ráða útlendinga lausa við spillingu. Fyrst alltaf er verið að vísa til Bandaríkjanna, má benda á að bæði Seðlabankinn og Skattstofnan þar í landi eru einkafyrirtæki. Að lokum, útbreiðsla Fréttablaðsins sannar að notandi þarf ekki nauðsynlega að borga fyrir vöruna.

Björn Emilsson, 27.4.2012 kl. 20:24

11 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek algerlega undir með Halldóri og Jóni Ríkharðssyni.  Margt sem gengur vel í einkarekstri hjá milljónaþjóðunum  verður að vera í ríkisrekstri hjá örþjóð eins og íslendingum.  Það er svo örstutt yfir í einkavædda einokun, sem er versta form rekstrar sem fyrirfinnst og langt um verri en ríkisrekstur.  Og svona til upplýsinga fyrir Björn Emilsson er Fréttablaðið ekki ókeypis nema í stærstu þéttbýlisskjörnunum.  Ég minnist þess ekki að hafa þurft að hlusta langtímum saman á símsvara segja manni að maður sé fimmtugasti og eitthvað í röðinni á meðan gamli Landssíminn sá um þau mál fyrir alla íslendinga.

Þórir Kjartansson, 27.4.2012 kl. 21:05

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hverjir eru hluthafar (eigendur) Íslandspósts sem eiga Póstinn Halldór? Er RÍKIÐ eini hluthafi þessa félags? Hvert rennur hagnaður þess?

Og hverjir eru hluthafar Ríkisútvarpsins? sem rekur heila pólitíska áróðursdeild yfir öllum landsmönnum. 

Hvenær hyggst íslenska ríkið hefja útgáfu dagblaða?

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 21:35

13 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Það kom að því að ég yrði sammála Halldóri Jónssyni. Báðir erum við íhaldsmenn, - hvor á sinn hátt.  Björn Zoega hefur gert kraftaverk á Landspítalanum í góðri samvinnu við starfsfólk.

Leyfi mér að benda á athyglisverða bók eftir Michael J. Sandel prófessor við Harvard.  What Money Can´t Buy: The Moral Limits of Markets. hann fjallar meðal annars um muninn á markaðshagkerfi og  markaðssamfélagi.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.4.2012 kl. 22:03

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar, þú ert að valda mér vonbrigðum. Þú situr á skíðgarðinum eins og hver annar götustrákur og hendir glósum í alla sem framhjá ganga af því að þú vilt ekki bera ábyrgð á neinu. Þykist vera frjáls. Sér er nú hvert frelsið.

Aðeins dauður maður er frjáls. Hann tekur aldrei neina afstöðu með neinu. Mannlegt líf er ekki afstöðuleysi heldur vilji til að leggjast á árar með örðum til þess að skapa betri heim.

Þú átt að skammast þín Gunnar fyrir svona afstöðuleysi og ímynduð fínheit og reyna að leggja hönd á plóg með öðrum sem eru svipað sinnis og þú þó þeir séu ekki eins gáfaðir kannski.

Ríkið okkar sameiginlega er eini hluthafi RÚV sem þýðir að það á sig sjálft og fylgir pólitískri stefbu forstjóra sinna. það þyrfti að að reka kássu af vinstra liði af RÚV þegar hvítir menn fá aftur völdin í þessu þjóðfélagi eða í það minnsta sjá til þess að það verði endurhæft.

Rétt hjá þér Þórir Kjartandson, ríkisvædd einokun er sú versta sem til er.

Björn Emilsson, það eru tíðindi fyrir mig ef IRS er einkafyrirtæki og líka the FED. Skýrðu eignarhaldið fyrir okkur.

Jón Ríkharðs

Samvistir þínar við Ægi konung hafa gert þig raunsæjan. Kóngur vill sigla en byr ræður. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti.

Gunnar aftur :

Þó að ÍSlendingar ættu 3 stk F16 þá er geta slíkra apparata aðeins háð því hvaða merki er á skottinu á þeim. Dönsk F16 er bara hlægileg af því að allir vita að það eru bara aumingjar að baki henni sem eiga ekki einu sinni fyrir bensíni á hana hvað þá skotfærum og geta aldrei komið sér saman um neitt vegna veru sinnar í ESB. Bandarískt merki á svona vél þýðir hinsvegar;You don´t fuck with me because my name is Uncle Sam. Það mun aulabandalagið ESB aldrei geta sagt.

Halldór Jónsson, 27.4.2012 kl. 22:22

15 Smámynd: Björn Emilsson

Kannske ekki rétt að IRS og FED séu einkafyrirtæki, en þau eru rekin af einkafyrirtækjum. Eins og flest í USA

Björn Emilsson, 27.4.2012 kl. 22:32

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á meðan ekki kemur skilyrðislaus og algerlega ótvíræð afstöðutaka með Íslandi, með krónunni og með fullveldinu og gegn ESB-aðild og gegn inngöngu Íslands í öll ríkjasambönd, sama hvaða nafni það nefnist, þá leyfi ég mér að henda glósum á eftir þeim sem vita ættu betur, og neita að stíga um borð í skip sem ég er ekki viss um hvert er að sigla og hvaða bagga það er með niðri í lestum sínum.

Við ættum samt að skammast okkar Halldór fyrir að tíma ekki að handhefja fullveldið okkar í lögsögu okkar. Ef allir hugsuðu svona þá væri ekkert NATO við undir Sovét.  

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 22:39

17 Smámynd: Björn Emilsson

Halldór, hér ´paste´ um FED

http://www.thirdworldtraveler.com/Banks/Who_Owns_Federal_Reserve%3F.html -

Illmögulegt er að ræða í stuttu máli fjármála-uppsetningu USA, Það er alltof flókið mál. Og sitt sýnist hverjum, eins og gengur. Eitt er víst að kerfið virkar.

Björn Emilsson, 27.4.2012 kl. 23:07

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Björn

Réttara er að lýsa bandaríska seðlabankakerfinu sem sjálfstæðri stofnun sem gegnir opinberu hlutverki sínu undir bandarísku alríkisstjórninni í eignarfyrirkomulagi sem hefur þá þýðingu að hann er ekki í eigu neinna. Enginn á bandaríska seðlabankann. En vald hans kemur frá sjálfu fólkinu; þinginu. Og tilgangur hans er að vera seðlabanki fólksins í þjóðríki Bandaríkjanna. Hann er hvorki í einkaeign né opinberri eigu, en verður samt að skila hagnaði.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2012 kl. 23:37

19 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jón Ríkharðsson:

"Við eigum að framkvæma það sem er hægkvæmast fyrir heildina, en ekki hengja okkur á stjórnmálastefnur og gera kreddur úr þeim".

Kærar þakkir fyrir þessi orð!

Mikils virði að fá þessar hugleiðingar fram í dagsljósið.

Ég er sama sinnis og þú að þessu leyti. Þar að auki vil ég að menn vinni sig til málamiðlana og niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Við þurfum frið í þjóðfélag okkar. Samhug um að reka þjóðfélagið á sanngjarnan og hagkvæman hátt. Ekki lengur þennan hatursáróður milli ólíkra skoðana, heldur vinna sig til samkomulags á sem flestum sviðum. Það mun best gagnast heildinni.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.4.2012 kl. 10:04

20 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér margt gott Halldór, oft beint og á stundum á ská, þá er þetta með sveita varginn ekki alveg nógu gott hjá þér Halldór. 

Þau þarna á austurlandi ættu að fara að huga að því að selja sína vöru sjálf og flytja beint í stað þess að senda allt í gegnum Reykja vík.  Það er alveg klárt að hver og einn Austfirðingur afkastar þjóðhagslega að minnstakosti á við þrjá Reykvíkinga sem landsbyggðar menn hafa látið þá þar í suðvestur horninju telja sér trú um að séu mjög þarfar afætur á landsbyggðinni. 

    

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2012 kl. 10:49

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er aldreilis orðuð fjörugt hjá okkur hérna. Allir fá mínar bestu þakkir fyrir að virða mig viðlits og mínar skoðanir þó vitlausar séu kannski.

Jón Ríkharðsson orðar þetta vel sem Sigurður Herlufsen vitnar til. Ég hélt að það væri þetta sem við í Sjálfstæðisflokknum hefðum verið að reyna að berjast fyrir á grundvelli "Sjálfstæðistefnunnar".

En Gunnar Rögnvaldsson virðist vera í brýnni þörf á að hugleiða hana í hinum heilu tveimur liðum sínum og margbrotna einfaldleika.

Hinn fyrri þáttur stefnunnar er að "vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Hvernig ætlar þú að hafa þetta öðruvísi Gunnar? getur þú eitthvað skrifað þetta betur? Davíð reyndi eitthvað að umorða þetta en þar mistókst honum herfilega að flestra dómi.

Hinn seinni felst í nafni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkurinn hefur aldrei breytt þessari stefnu sinni frá 1929? Af hverju veit Gunnar Rögnvaldsson alla hluti betur en allar þær tugþúsundir sem hafa farið í gegnum þennan flokk frá vöggu til grafar? Misskilningurinn er sá hjá mörgum manninum að þeir halda að einstaklingar sé stærri en flokkurinn.Vissulega eigum við marga hæfa einstaklinga en þeir eru bara flokksmenn. Í sjálfu sér ekkert öðruvís en ég og þú. Þeir geta skeiðað upp á sprettinum þegar þeir eru á þingi fyrir okkur. En flokurinn tapar aldrei áttum.

Þessvegna vilja Sjálfstæðismenn að yfirgnæfandi meirihluta ekki afsala okkur fullveldinu í hendur ESB og þar með stöndum við með okkar eigin mynt alveg sama hvað þessir aðfengnu spekingar eru að þrugla um annað.

Kratísku elementin innan flokksins hafa orðið algerlega undir og hafa einhverjir yfirgefið flokkinn í fússi. Því eins og Bjarni Ben gamli orðaði það:"því þó við séum vondir þá eru aðrir verri". Menn sjá fljótt hversu hinir flokkarnir eru hræðilegir í þröngsýni sinni og kreddufestu í samanburði við Sjáflstæðisstefnuna.

Og Gunnar minn Rögnvaldsson, hvað ertu þá að flækjast svona áhrifalaus um? Hvað stoðar fyrir þig að daðra við svona lið eins og Guðmund Steingrímsson, Lilju Mós, Guðmund Franklín eða hvað þetta allt heitir? Viltu hafa áhrif eða ekki?

Ég spyr þig Gunnar Rögnvaldsson:Hvern andskotann þarftu ennað en sjálfstæðisstefnuna til að berjast fyrir og með? Hvað er það í henni sem fær til þig til þ.ess að tala svona eins og þú talar? Af hverju kemurðu ekki með en situr í hlutverki götustráksins girðingunni sem hendir skít í alla sem fram hjá fara?

Já Hrólfur Hraundal. Sú var tíðin að Eskfirðingar átu útsæðið sem Eysteinn sendi þeim og kyntu undir pottunum með grirðingastaurunum frá sama údleilara náðarbrauðanna. Allt lögnu liðin tíð. Afl fyrir Austurlands hefur sannað sig að vera valkostur sem hefur lyft Grettistökunum. Áfram á þeirri braut.

Hættið að væla austgirðingar og grafið helvítis Norfjarðargöngin strax án þess að ríkið komi þar nærri. Einkaframkvæmd á þar við ef nokkursstaðar.

Halldór Jónsson, 28.4.2012 kl. 14:44

22 Smámynd: Þórir Kjartansson

Um langt skeið átti ég samleið með Sjálfstæðisflokknum og mönnum eins og Halldóri Jónssyni.  Þegar skoðanabræður Gunnars Rögnvaldssonar  komust þar til valda yfirgaf ég félagsskapinn.

Þórir Kjartansson, 28.4.2012 kl. 15:27

23 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Halldór margt ágæt og kjarnmikið mál.

En þar er að segja um kartöflu nagarana á Eskifirði, að þegar holan var grafin þarna uppi undir Oddskarð þá gátu Eskfirðingar logsins  farið að kalla Norðfirðingana  hellisbúa.

Þar fyrir utan þá voru kaupmenn á Eskifirði og á Nesi við Norðfjörð sem fluttu út og inn vörur án vandræða þar til, ja, ég veit ekki, en gamlir sögður bara Framsóknarflokkurinn. 

Eftir þetta þá fór allt í gegnum Reykjavík með skipum, flugvélum og flutningabílum. 

Allt þarf að fá í gegnum Reykjavík.  En þú getur fengið hluti erlendis frá beint á einum þriðja af Reykjavíkur verði, en samt fer það í gegnum Reykjavík.  Skrítið!!! þarf þetta að vera svona? 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2012 kl. 15:54

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þórir Kjartansson, það hryggir mig mjög ef þú telur þig ekki eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum og sannarlega vona ég að þú endurskoðir þá afstöðu þína mjög vandlega.

Þjóðin þarfnast þess, meira en oft áður, að sjálfstæðisstefnan verði við völd og Sjálfstæðisflokkurinn á að vera vettvangur þeirra sem aðhyllast sjálfstæðisstefnuna og telja hana til farsældar fyrir okkar þjóð.

En ég skil þína afstöðu mjög vel, Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist nógu vel að halda í allt það góða fólk sem hefur starfað með flokknum og kosið hann alla tíð.

Matthías Johannessen er vitur maður og hann sagði eitt sinn að sérstaða Sjálfstæðisflokksins fælist í því, að hann væri ekki einn flokkur með eina stefnu, heldur einn flokkur með margar stefnur.

Sumir af okkur eru kratar, en samt ekki nógu miklir kratar til að vera í Samfylkingunni, þeir eru sjálfstæðismenn þrátt fyrir allt og vitanlega ber að sýna þeim sömu virðingu og aðrir njóta og hlusta á þá með opnum huga. Svo eru líka margir frjálshyggjumenn, íhaldsmenn og einhverjir sem eru samansafn af þessu öllu.

Þetta er styrkur Sjálfstæðisflokksins, að hafa ólík sjónarmið sem takast á, ná svo sátt um að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp, landi og þjóð til heilla.

Því miður þekkist það innan flokksins, að fólk verður fyrir aðkasti, ef skoðanir þeirra falla ekki að þeim skoðunum sem teljast vera réttar.

Ef það verða stofnaðir fleiri flokar sem boða sjálfstæðisstefnuna, þá er verið að veikja möguleika Sjálfstæðisflokksins sjálfs, en í honum býr vitanlega hrein og ómenguð sjálfstæðisstefna.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður af mönnum, sem höfðu óvenjulega framsýni miðað við þann tíma sem þeir lifðu á. Við eigum að heiðra minningu þeirra og láta okkur annt um Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nöfnin sem í honum eru í dag, hann er miklu meira en það. Við sem erum að berjast fyrir hann um þessar mundir, verðum ekki eilíf á þessari jörð, okkar tími er takmarkaður. Við erum að berjast fyrir framtíðina, hún skiptir mestu máli.

Sjálfstæðisflokkinn þarf stöðugt að vera að byggja sig upp, menn verða stöðugt að takast á, það er hluti af lífinu. En með því að gefast ekki upp, þá byggjum við upp sterkan og góðan Sjálfstæðisflokk sem afkomendur okkar og afkomendur þeirra geta verið stoltir af.

Sjálfstæðisflokkurinn er sennilega, þegar upp er staðið, hvorki íhaldsflokkur, frjálshyggjuflokkur né jafnaðarmannaflokkur, hann er góð blanda af þessu öllu. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur íslensku þjóðarsálarinnar, frjálslyndur og víðsýnn umbótaflokkur sem iðkar engar stjórnmálakreddur, heldur velur þá leið sem hentar best á hverjum tíma fyrir sig.

Jón Ríkharðsson, 28.4.2012 kl. 17:11

25 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jón Ríkharðsson:  Ég sé að þú ert að skrifa það sem ég hefði sjálfur viljað skrifa en hef ekki komið í verk. Nú færðu mig nær flokknum sem þú hælir svona vel. Mér finnst einnig að við þurfum að sameina hinar ólíku stefnur og strauma og fá það bestu út úr öllu saman, til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild sinni.

Ég er sjálfur jafnaðarmaður, frjálslyndur maður, trúaður maður á alþýðlega íslenska vísu og finn til samkenndar með öllum flokkum þó á mismikinn hátt sé. Þess vegna sé ég líka í þessum stóra flokki þann möguleika að hann geti verið þessi jarðvegur sem getur leitt okkur áfram á sanngjarnan hátt, án þeirrar heiftar og reiði sem hefur verið við völd undanfarið.

Ég sé að sjávarloftið hefur farið vel í þínar heilasellur. Þú hefur virkjað þinn sköpunarkraft og íhugað vel og lengi. 

Við bíðum þá bara eftir næstu kosningum.

Þær koma fyrr en varir og þá hefst annað uppbyggingarstarf. Það þarf að koma ríkisstjórn sem hefur taugar til atvinnulífsins. Enginn ofurdýrkun á svokölluðu athafnafólki, heldur nauðsynlegur stuðningur við alla eðlilega starfsemi sem veitir fólki atvinnu og gefur því von um að geta framfleitt sér og lifað sómasamlegu lífi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.4.2012 kl. 23:06

26 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú talar um sjávarloftið Sigurður minn, en finnist einhverjum vit í því sem ég segi og skrifa, þá er mér það bæði ljúft og skylt, að geta góðrar konu sem mótaði mig og mínar skoðanir hvað mest.

Það var hún amma mín sáluga, en ég var mjög lengi að skilja það sem hún raunverulega átti við.

Hún var stundum að gera mig brjálaðan, þótt hún hafi ávallt verið afskaplega blíð og góð við mig, en hún krafðist þess að ég hugsaði áður en ég talaði og kynnti mér málin áður en ég myndaði mér skoðanir á þeim. Hún sagði alltaf að fólk sem að tjáði sig um hluti sem það hefði ekki vit á, gerði alltaf lítið úr sjáflu sér.

Það var erfitt fyrir ungan og ákafan mann að sitja hjá ömmu sinni og tjá sínar skoðanir, þær voru tættar niður í frumeindir  og ég var spurður gagnrýnna spurninga um hvert smáatriði sem ég lét út úr mér. Fréttamenn og þáttastjórnendur hefðu getað margt af henni lært.

Hún byrjaði að segja mér, þegar ég var mjög lítill, að það væri stórt átak að verða maður og enn meira átak að verða heiðursmaður, það tækist fáum.

"Nonni minn, stefndu á að verða heiðursmaður, þú nærð því seint, en það gerir þér gott", þetta heyrði ég oft úr hennar munni.

 En ekki hafði hún langa skólagöngu að baki, flutti ung úr sveitinni til Reykjavíkur og kynntist þar sjómanni sem varð svo afi minn. 

Ég var orðinn þrjátíu og fimm ára þegar hún dó og var mikill ömmustrákur alla tíð og er raunar enn, ég hugsa oft til hennar. Ég spurði hana að því, þegar ég var farinn að skilja svolítið af því sem hún sagði, hvaðan hún hefði fengið alla þessa visku, svarinu gleymi ég aldrei;

"Viskan er á ferð og flugi í kring um okkur alla daga, við finnum hana með því að opna hugann og sýna auðmýkt, við finnum hana með því að hlusta á eldra fólk sem er í góðu jafnvægi, því árin veita fólki visku. Heimskan getur verið æði slungin, því oft hljómar hún eins og viskan, en auðmýktin hrekur heimskuna á braut og hrokinn þolir ekki viskuna, annars áttu ekki að taka mark á mér, hlustaðu á hjarta þitt og það hefur svörin."

Þetta var eitt af því síðasta sem hún sagði mér, þá kominn fast að níræðu og það merkilega er, að þessi orð eru mjög nálægt huga mínum hvern einasta dag.

Jón Ríkharðsson, 29.4.2012 kl. 11:35

27 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Nú er ég bara hrærður Jón Ríkharðsson.

Þessi frásögn þín af henni ömmu þinni, sem leiddi þig fyrstu sporin og sagði þér svona margt, sem þú getur haft að leiðarljósi allt þitt líf.

Þessi frásögn sögð í sannleika og auðmýkt er okkur öllum mikils virði.

Þakka þér kærlega fyrir!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.4.2012 kl. 12:19

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek undir með þér Sigurður Herlufsen, Jón skrifar svo fallega um hana ömmu sína að maður kemst við.Ég átti ömmur tvær sem hvor á sinn hátt hafa dylgt mér til þessa dags því þær voru ólíkar um margt. En grunnþátturinn var svipaðs eðlis og Jón lýsir.Að verða heiðursmaður vildu þær báðar að ég yrði. Ef til vill næ ég því einhverntímann þótt leiðin hafi stundum verið grýtt og á fótinn. Allavega vildi maður ekki valda þeim vonbrigðum og kannski fylgir slíkt þeim sem hafa átt góðar ömmur og heldur aftur af þeim í vitleysunni.

Halldór Jónsson, 29.4.2012 kl. 14:41

29 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Njóttu vel Sigurður minn, hún amma á það skilið af mér, að ég leyfi henni að njóta sannmælis og ég verð að viðurkenna, þótt ég sé gallharður togarajaxl, að ég verð örlítið meir þegar ég hugsa um gömlu konuna, hún býr á sérstökum stað í hjarta mínu og hún á þann stað alveg ein.

Halldór minn, ég held að okkur sé óhætt, einu sinni til tilbreytingar að hrósa okkur aðeins, án þess þó að ofmetnast.

Ætli ömmur okkar geti ekki bara verið nokkuð stoltar af okkur, við sýnum þó viðleitni til þess að gerast heiðursmenn og eflaust hefur okkur tekist það að einhverju leiti.

Við erum þó allavega sjálfum okkur samkvæmir og höfum kjark til að standa með okkar skoðunum.

Ég held að margar ömmur og margir afar nútímans þurfi að gefa sér meiri tíma til að fræða barnabörnin sín, margir sem ég þeki njóta góðs af því að eiga góðar ömmur og góða afa líka.

Ég bíð eftir því að dætur mínar, sem eru báðar komnar á þrítugsaldur, fari að eignast börn svo ég geti farið að sinna því hlutverki, af veikum mætti, sem amma sáluga gerði.

Þær flana ekki að neinu stúlkurnar og þeim tókst snilldarlega að þagga niður í mér þegar ég fór að spyrjast fyrir um kallamálin hjá þeim fyrir nokkru síðan.

Þá sögðu þær báðar í einu, að þær finndu bara engan sem væri eins og ég, föðmuðu migósköp  fallega, þannig að ég varð kjaftstopp.

Konurnar meiga eiga það, að þær kunna að segja það sem maður vil heyra, til þess að maður hætti að skipta sér af því sem manni kemur ekki við.

Jón Ríkharðsson, 30.4.2012 kl. 02:56

30 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er fallegt að heyra Jón Ríkharðsson. Ég á sjálfur 13 barnabörn og eitt barnabarnabarn..

En þetta er ekki eins auðvelt og þetta var. Það er orðinn svo mikill hraði á öllu, sjónvarp, tölvuleikir, skóli, félagslíf að ég hef varla komist að neinu barnabarninu með svona speki eins og við erum að tala um.

Það næst var þegar ég kenndi einum afkomandanum að fljúga svolítið bæði verklegt og bóklegt að maður komst í kontakt. Þetta er ekki eins og í gamla daga Jón, ég held að þú skulir ekki búast við of miklu.

Halldór Jónsson, 30.4.2012 kl. 16:20

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hægt er að taka undir það sem þú segir Halldór minn, tímarnir hafa sannarlega breyst, en það má alltaf finna tíma.

Þegar ég er í landi þá hef ég skapað ákveðna hefð, sem reyndar gengur ekki alltaf upp, en oftast.

Ég á fimm börn og reyni að gefa hverju barni fyrir sig tíma með mér, ekki síst til að kynnast þeim hverjum fyrir sig og vita hvað þau eru að hugsa. Þá endursegi ég margt af því sem amma sagði mér og reyni að sá einhverju góðu í þeirra huga. Aðallega leyfi ég þeim að tjá sig, segja sínar skoðanir og hvet þau til að hugsa sjálfstætt.

Oft fer ég í bíó með elsta syninum, við höfum báðir gaman af hasarmyndum, stundum er lítið spjallað af viti, við erum báðir gefnir fyrir fíflagang og skjótum fast hver á annan, en það þarf líka að hafa grínið með.

Ég er viss um að afkomandi þinn býr að því sem þú kenndir honum varðandi flugið, allar svona stundir eru mikils virði og við megum ekki vanmeta þær.

Það er mjög gefandi að hlusta á börn tjá sig og skynja þeirra sýn á tilveruna, stundum passa ég mig á að leiðrétta þau ekki, því ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér, svo verður hver og einn að fá tækifæri til að móta sinn persónuleika í friði. Þetta er línudans, en maður þarf að kunna að gefa lausan tauminn þegar við á, annars getur maður verið að taka mikilvægan þroska af börnunum.

Jón Ríkharðsson, 2.5.2012 kl. 00:08

32 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jón

Það var líka barnið sem sá að keisarinn vear ekki í neinu þar sem aðrir þorðu ekki að sjá annað en pell purpura.

Halldór Jónsson, 24.5.2012 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband