Leita í fréttum mbl.is

Hvað er kvartmilljarður?

milli vina?

Nokkrir hinna vitlausustu þingmanna sem setið hafa á Alþingi á lýðveldistímanum hafa nú sameinast um að leggja Sjórnlagaráðstillögurnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði 20. október. Kostnaðinn áætla þeir 250 milljónir. Þá hefur ekki verið tekið tillit til pí-faktorsins, sem er margföldunarstuðull á allar fjárhagsáætlanir þingmanna af vinstra vængnum.

Sjálfsagt finnst þessu liði þessi fjárhæð lítil miðað við þann árangur sem þeir telja sig ná fram. Sem er gersamlega hulinn venjulegu fólki enda kynntar spurningar svo margræðar og órökréttar að enginn árangur verður af þessu brölti.

Þingmenn stjórnarandstöðu vinna því vel fyrir þjóðina með því að koma í veg fyrir þessi áform með filibuster ef með þarf. Enda er ekki ólíklegt að velvilji Jóhönnu sé tryggur í þessu máli þar sem þetta er greiðsla hennar til Hreyfingarinnar fyrir stuðninginn. Og bros hennar mun verða sem hjá Goðmundi á Glæsivöllum þegar Þór Saaari furðar sig á hvað illa gangi að koma málinu hans fram eins og fyrri daginn. En hans mál er ekki hægt að selja á uppboði eins og mál Jóhönnu. Lincoln sagði að það væri hægt að plata marga oft en aldrei alla alltaf. Nóg um það.

20. október! Kvartmilljarður í kosningabaráttu? Þá verður farið að hilla verulega undir betri tíð með blóm í haga hjá þessari þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband