Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefði Napoleon gert?

Í fréttum er þetta:

"Nærri 13% ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára í heiminum eru án atvinnu. Þetta eru um 75 milljónir. Ólíklegt er að ástandið batni næstu fjögur árin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

.... Í skýrslunni segir að meira en sex milljónir ungs fólks hafi misst alla von og gefist upp á atvinnuleitinni...."

Þessu svipar nokkuð til ástandsins í Evrópu á tímum Napóleons mikla. Hann sá að það var auðvelt að koma á fót miklum herjum í svona ástandi. Og aðrir gerðu slíkt hið sama við sitt unga fólk.

Nú er enginn Napóleon í augsýn og heldur ekki Hitler. En það sem aldrei hefur getur getur alltaf gerst aftur sagði verkstjórinn í Byggðaverki svo spaklega. Það eru því að skapast kjöraðstæður fyrir styrjaldir í heiminum.

Nú væri hægt að fara í nýjar krossferðir og berja á villutrúarfólki. Hugsið ykkur alla þá hátalara nú til dags sem Innocentíus páfi hafði ekki á sinni tíð en fékk þó ógrynni liðs. Napóleon var mikill blaðamaður og átti auðvelt með að fá fólkið með sér slíkur afburðamaður sem hann var. Hitler tryllti þjóð Angelu Merkel með yfirburða ræðumennsku sinni og fundaherferðum og var heldur enginn aukvisi til illra verka.

Án atvinnu fyrir þetta unga fólk er heimurinn í stórhættu. Ég get ekki svarað því hvað Napóleon hefði gert. En hann hefði varla gert sama og Merkel og d´Hollande,-mest lítið. Napoleon hefði ekki bara setið hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband