Leita í fréttum mbl.is

Ofmat á Steingrími

er líklega býsna útbreitt. Vissulega hefur hann ekki dregið úr ágæti sínu sjálfur og fylgismenn hans taka svo við og syngja honum hósíanna þannig að hálf þjóðin trúir.

Dr.Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, leggur hinsvegar ekki mikla trú á frásögn Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um að honum hafi verið boðið starf í Grikklandi.

Steingrímur upplýsti í Silfri Egils um helgina að honum hafi verið boðið að taka við stjórn efnahagsmála í Grikklandi. Sagði hann að þetta hafi verið nefnt við hann „á göngunum“ þegar hann sótti fund á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á dögunum.

Ég sagði nú nei takk,

sagði Steingrímur í þætti Egils Helgasonar.

Í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu sagði dr. Lilja, sem er fyrrum félagi Steingríms í VG, að henni finnist frásögn ráðherrans „ótrúverðug“.

Benti dr. Lilja á að Steingrímur væri jarðfræðingur að mennt og á vettvangi sem þessum, það er Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri fyrst og fremst horft til menntunar þegar skipað væri í stöður sem þessar.

Enn á ný skýtur það upp kollinum að Steingrímur sé jarðfræðingur að mennt. Sambærilegur þá við dr. Sigurð Þórarinsson,  Guðmund Bárðarson, Þorvald Thoroddsen  og dr. Helga Péturss svo einhverjir séu nefndir.

En þetta er talsverð ofrausn. Steingrímur hefur aðeins fremur slakt BS próf í jarðfræði sem er einskonar fyrrihlutapróf´ til jarðfræðingstiltils.  BS lögfræðingar teljast til dæmis ekki lögfræðingar í þeim skilningi og verða að ljúka Meistaraprófi.  Steingrímur J. er því fremur jarðfræðistúdent en jarðfræðingur, sem gerir hann auðvitað menntunarlega heldur ófýsilegri kost fyrir AGS  að fela honum að taka við efnahagsmálum Grikkja heldur en dr. Lilja metur..Satt að segja bendir ferill Steingríms ekki til þess að hagfræði liggi mikið fyrir honum, sbr. Icesave og allur sá glæsileiki.

Svo lengi geta menn miklað eigið ágæti og sagt af sér frægðarsögur að menn fari að trúa þeim eins og því ofmati sem lagt var á Munchhausen forðum daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeim AGS mönnum hefur sjálfsagt þótt gamli komminn vera með bestu handrukkurum auðvaldsins, sem þeir hafa haft.

Persónulega held ég að hann verðskuldi þann "heiður" alveg skuldlaust, öfugt við dyravarðartitilinn við skjaldborg heimilanna sem þau Jóhanna slógu um sig með í upphafi stjórnartímabils vinstri stjórnarinnar.

Theódór Norðkvist, 22.5.2012 kl. 23:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli þau hafi ekki skilið skjaldborgina um heimilin sem skjaldborg um sín eigin heimili þar sem ríkisvaldið gaf út skilyrðislausa ábyrgð á öllum 1600 millörðunum sem sum heimili og væntanlega þeirra sjálfra áttu á bankabókum. En hinn flokkur heimilanna sem skuldaði verðtryggð lán voru bara önnur heimili sem þeim koma ekki sérstaklega við nema fyrir kosningar að þeð getur sagt sögur um prínsíp sín í pólitík, eins og Steingrímur gerði með ESB

Halldór Jónsson, 23.5.2012 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband