Leita í fréttum mbl.is

www.kjosendur.is

Loksins hefur myndast hreyfing fólks til að þrýsta á núverandi Alþingi að láta af tilraunum sínum til að ná Íslandi út úr kreppunni.

Þráteflið á þinginu sýnir að núverandi skipan þess er ófær um að leysa vandamál þjóðarinnar og höggva á þá hnúta sem við blasa.

Opnuð hefur verið áskorunarsíða til þess að enda daga þessarar ríkisstjórnar með því að forsætisráðherrann viðurkenni að það þarf að gefa upp á nýtt í islenskum stjórnmmálum.

Þetta framtak kemur á réttum tíma og vonandi verður því vel tekið. Aðeins með mikilli þáttöku mun þetta skila árangri. Og það má minna á hversu miklu svona áskoranir hafa í raun áorkað á síðustu árum.

Aðstandendur kynna sig með þessum hætti:

" Við erum starfshópur sem myndaður var um þetta verkefni fyrir um ári síðan. Var það gert vegna óánægjuradda þeirra sem heyrst hafa í kringum okkur vegna stjórnmálaástandsins á Íslandi. Verkefninu var ekki ýtt úr vör fyrr en nú þar sem að enginn vildi helst ÞURFA að fara af stað með það því það sýnir hve illa stjórnmál á Íslandi eru stödd í raun.

Við biðjum fólk um að hafa eftirfarandi í huga:

Við vinnum alla vinnu í sjálfboðavinnu.

Hér er ekkert launað og engin fríðindi. Kostnaður af uppihaldi síðunar er greiddur af okkur og verður birtur hér jafnóðum.

(Vefsíðan er unnin af velgjörðarmanni kostnaðarlaust)
Hver og einn skrifar nafn sitt undir á sínum eigin forsendum.

Enginn okkar er að standa í þessu af öðrum hvötum en þeim að við viljum fá virkar aðgerðir fyrir landsmenn.

Við erum s.s. ekki að fara af stað í sjálfboðna vinnu fyrir einhvern stjórnmálaflokk - þetta er einfaldlega lýðræðislegur valkostur sem við viljum gjarnan eiga þátt í að bjóða upp á.

Ábyrgðarmenn:
Ásta Hafberg 867-5538
Addý Steinars 821-2488 "

Ég þekki þetta fólk ekki hið minnsta en ég er mjög sammála þeim og styð þetta framtak heilshugar. Það eru þegar komnar á fjórða þúsund undirskriftir.

Áfram www.kjósendur.is!

Þetta framtak eykur manni trú á þjóðina og framtíð hennar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband