Leita í fréttum mbl.is

Linkan við hælisleitendur

er áréttuð í grein Einars S. Hálfdánarsonar hæstaréttarlögmanns og löggilts sendurskoðanda í MBL.í dag. Mér finnst ástæða til að undirstrika nokkra punkta úr þessari grein Einars:

"... Á Íslandi er talað um norræna velferðarkerfið með sömu andakt og trúaðir nefna Paradís. Samt er það svo að grípi maður niður í danskt blað er eilíft umfjöllunarefni þar hvenær þetta sama velferðarkerfi verður gjaldþrota. Eitt helsta meinið er að innflytjendur eru þung byrði á kerfinu. Nú heyrist sagt »uss«. Þetta er forboðið mál. Stimpillinn sem kórréttir útdeila hljóðar útlendingahatari, kynþáttahatari og så videre.....

..Við erum svo heppnir, Íslendingar, að ekki hefur skapast grundvöllur fyrir flokka sem geta notað sér andúð á útlendingum til að afla sér fylgis. En stjórnmálaflokkarnir hér verða að koma sér upp ábyrgri stefnu í málefnum útlendinga. Stefnu sem byggist á heilbrigðri skynsemi og aga, en einnig á mannúð....

..Við búum í landi þar sem býsna margir álíta að lífeyrissjóðirnir, þar sem gamla fólkið hefur lagt fyrir ævisparnaðinn, geti hvort tveggja í senn gefið eftir eignir sínar og greitt gamla fólkinu og öryrkjunum óbreytt eftirlaun. Betur ef svo væri. Það sama á við um velferðarkerfið, meira að segja þetta norræna; hverri krónu verður aðeins ráðstafað einu sinni. - Sem sé, annað hvort eyðir barnaverndarnefndin fénu til barnanna sem komu með fölsuðu vegabréfin eða þeirra sem búa við óviðunandi aðstæður hér heima sökum, t.d. óreglu foreldra sinna....

Frá »hinum Norðurlöndunum« getum við dregið lærdóma. Innflytjendur frá mismunandi svæðum spjara sig mismunandi vel. Frá einu landi enda 90% á framfæri ríkisins til langframa, frá öðru 75%. Einn hópur frá hluta einnar heimsálfu stýrir stórum hluta eiturlyfjasölunnar, eitrar fyrir ungmennin. Annar hópur er glæpaógn á öðru sviði. ..... Svo eru, sem betur fer, fjölmennir hópar sem standa sig og það heldur betur. Það tekur þá tvær kynslóðir að fara fram úr okkur á öllum sviðum.

Það tíðkast mjög nú um stundir að útvatna mannréttindahugtakið. Hver þjóð ræður sínu landi líkt og hver fjölskylda íbúð sinni. Enginn á rétt á að flytja inn í autt herbergi í annars húsi, hvað þá að krefjast framfærslu fjölskyldunnar. Íslensk lög og reglur og alþjóðlegir sáttmálar eiga að ráða hver hér sest að. Verði útlendingi á, þá eru það ekki meðfædd mannréttindi hans að neita flutningi til heimalands síns til að taka þar út refsingu. Það er líka afbökun af versta tagi á mannréttindahugtakinu að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að sannreyna aldur manns án samþykkis viðkomandi. Og það berst fljótt út, eins og nýjustu dæmin sanna, ef talið er auðvelt að hafa íslensk yfirvöld, fjölmiðla og almenning að fíflum, raunar að athlægi.
Að lokum þetta: Er ég einn um að finnast ógnvekjandi að menn komist svo auðveldlega hingað án gildra skilríkja? Er öryggisins gætt með sama móti á öðrum sviðum?

Hver er, eða ætti að vera, ábyrgð skipa- og flugfélaga, eru þau stikkfrí? " segir Einar að lokum.

Nú hefur það lengi verið svo að einhverjir sjálfskipaðir hópar einoka skoðananmyndun á innflutningi fólks til landsins. Virðist leggja áherslu á að við eigum á engan hátt að velja okkur lögunauta heldur taka við því sem að okkur er rétt. Dirfist einhver að vilja ræða málin eru viðkomandi valin slagorð í stað rökstuddra svara.

Afeliðing er allsherjar linka við svonefnda hælisleitendur, þar sem óafgreidd mák hrannast upp vegna þess að þessu fólki er ekki snúið við á landamærunum vegna Schengen og vegabréfaleysisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Allt saman hárrétt.

Þorgeir Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Einar er klár

Halldór Jónsson, 24.5.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er svo hárrétt Halldór. Því ekki að gera eins og gert er i USA..??  Sendur til baka með sömu vél eða næstu, með því flugfélagi sem þú komst með. Færð ekki einu að yfirgefa flugvöllinn. Og ú af hverju..?? Jú, vegna þess að þú komst ÓLÖGLEGA til landsins. Er svo erfitt að skilja það..??? Greinilega hjá íslenskum stjórnvöldum sem geta ekki einu sinni sjálf farið að lögum. Er von að þetta hlaðist upp í stórt vandamál. En eins og þú segir réttilega, allt vegna "Linku".

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.5.2012 kl. 11:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Linka er það hvernig sem á það er litið. En Grímur Atlason og Helga Vala lifa fínt á þessu og og stjórna ferðinni. Þau útdeila Rasistastimplunum á alla sem æmta eða skræmta.

Halldór Jónsson, 24.5.2012 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband