Leita í fréttum mbl.is

Aðeins 9000

höfðu séð ástæðu til þess að lýsa vantrausti á ríkisstjórn Íslands á www.kjosendur.is. um klukkan hálftíu í morgun.

Þar er fróðlegt að lesa röksemdir Marðar Árnasonar fyrir sínum stuðningi við stjórnina á þessari síðu. Þar snýr hann flestu á hvolf sem mér finnst augljóst.

Og það sem verra er, hann virðist vera fulltrúi meirihluta fólksins hvað sem skoðanankönnunum líður. Maður fer að spyrja sig, er eitthvað að marka skoðanankannanir yfirleitt? Er þessu ekki bara handstýrt eftir því hvaða niðurstaða er pöntuð. Sem væri auðvitað ósköp lítill vandi ef viljinn er fyrir hendi. Eða af hverju eru niðurstöður oft svo misvísandi eftir því hver gerir?

Niðurstaða mín er sú að fólki sé nokkuð skítsama hverjir séu á Alþingi og hverjir séu í stjórn. Það breyti engu hvað þetta lið sé að þrasa. Kjörin batna ekkert fyrir þess tilstilli. Frá Alþingi komi ekkert nema píslir og skattar. Þessi kreppa muni leysast af sjálfu sér og ytri aðstæðum í heiminum. Stjórnarliðið eða stjórnarandstaðan breyti ósköp litlu þar um.

9000 kverúlantar hafa ekkert að segja í heildardæminu. Jóhanna blífur út kjörtímabilið með tilstyrk hreyfingarlausu Hreyfingarinnar og Steingríms kattasmala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú er mikill brandarakarl Halldór. Þú getur þó huggað þig við þá staðreynd, að það eru margir góðir og gegnir Sjálfstæðismenn í sömu sporum og þú, þó svo að ögn dýpra sé á kaldhæðninni. Þetta framboð Guðmundar Franklíns, Hægri grænir, á eftir að sanna sig mun betur, en er þó líklega vænlegasti kostur ráðviltra þjóðernissinna. Það er mun einfaldara að benda á hverja skyldi varast að leggja traust sitt á. Ég hafði fyrir því í mínu síðasta bloggi að nafngreina alla þá alþingismenn, sem af óskiljanlegum hvötum hafa greitt atkvæði og jafnvel ítrekað, gegn hagsmunum þjóðarinnar í atkvæðagreiðslum um aðild að Evrópusambandinu og svo auðvitað um ábyrgð Icesave reikninganna. Þarna er ég einfaldlega að benda þér á útilokunaraðferðina. Hvað verkalýðsfélög og lífeyrissjóði snertir, þá mæli ég eindregið með að að Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi frá Akranesi verði studdur til forystu og treyst til að hafa umsjón með gagngerri uppstokkun á því gjörspillta rotna hagsmunatengsla kerfi.

Ég vona að þessi góðu ráð mín megi verða til þess að koma þér aftur á beinu brautina og vona ég að þú eigir gleðilegan flugdag.

Jónatan Karlsson, 28.5.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband