Leita í fréttum mbl.is

Öspin og Lúpínan

með Sitkagreninu eru gróðurtegundir sem eiga eitt sameiginlegt. Þær komu allar til landsins fyrir tilstuðlan Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra.

Þegar ég var strákur var mér strítt mikið á Hákoni frænda sem ætlaði að rækta eldspýtur handa Íslendingum. Hvernig dytti þessum manni í hug að ætla að rækta skóg á Íslandi? Sáu menn ekki fururnar við Rauðavatn sem voru eins ár eftir ár?

Sönnuðu ekki rofaborðin í kringum Reykjavík það að gróður mætti sín lítið gegn norðanvindinum? Hríslurnar í Hljómskálagarðinum sem komust aldrei yfir metrann í hæð? Birkikjarrið hingað og þangað sem var bara runnar? Eitt og eitt tré gæti kannski sprottið í skjóli við hús? Sáu menn þetta ekki ?

Nú eru söfnuðir manna í herferð gegn Lúpínunni. Þessi jurt myndar núna himinbláar breiður á holtunum í kring um höfuðborgarsvæðið þar sem áður var örfoka. Þar sem búið er að útnefna hina sjaldgæfu jurt Holtasóleyna þjóðarblóm, er þá ekki við hæfi að minnast nýbúa og hælisleitenda með því að útnefna Lúpínuna þjóðargersemi?

Er ekki dásamð að fjölmenningin muni breyta Íslandi til hins betra? Gegnir öðru máli með aðflutta Lúpínu? Um allt land breytast landgæði með tilkomu hennar. Getur nokkur ímyndað sér að hún hafi komið til landsins fyrir teimur aldarþriðjungum sem fræ í umslagi í vestisvasa Hákonar?

Svo er það Alaska öspin. Ef horft er yfir höfuðborgarsvæðið hefur það breyst í "Garden City". Reykjavíkurskógur sagði Benjamín Eiríksson að væri stærsti og fegursti skógur landsins. Hvaða tré hefur gert þetta?

Nú eru allskyns draugasögur á ferðinni um að það eigi að drepa Aspir því þær fari inn í skolprör með rætur sínar. Ætti ekki frekar að verðlauna þær fyrir að tilkynna um lekar og mengandi skolplagnir? Eða getur einhver útskýrt hvernig asparrót getur vaxið í gegn um steinsteypu?

Það eru líka rætur á Sitkagreninu. En það er miklu lengur að vaxa upp. Öll Sitkagrenin sem við sjáum eru bara unglingar. Þau verð mörghundruð ára gömul á móti öspinni sem nær víst innan við hundrað. "You ain´t seen nothin´ yet" sagði bjargvætturin frá Þistilfirði.

Þessi þrenning ,Lúpínan, Öspin og Sitkagrenið má vera okkur minnisvarði um mætan mann. Hákon Bjarnason hét hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Góður þessi!

Hákon var á undan sinni samtíð.

Það er góð samlíking þín á mannflóru og jurtaflóru. Við erum sammála um að fá það besta út úr hverju máli og sannarlega hefur Lúpínan fegrað örfoka holt.

Varðandi skolplagnir þá kom grein eftir Garðyrkjustjóra Reykjavíkur þar sem hann sagði að skolplagnir stæðust rætur Asparinnar. Það væri aðeins ef lagnirnar væru orðnar lekar að þá kæmist auðvitað rætur trjánna inn um götin.

Gott að fá þetta á hreint. Skaðvaldurinn er sem sagt ekki svo hatrammur að hann eyðileggi það sem er heilt fyrir, svo vonandi fáum við að njóta yndæla ilmsins frá þessu eðla tré!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.6.2012 kl. 12:05

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allt rétt sem þú hér segir Halldór. 

En þar sem aspir þurfa mat og vattn eins og við þá þarf að hugsa fyrir því þegar þær eru settar niður og það er einfalt.   

Hrólfur Þ Hraundal, 6.6.2012 kl. 20:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyir þetta Herlufsen. Allt er vænt sem vel er grænt var einu sinni sagt. Hugsanlegt er að rót sem gildnar geti valdið lyftgingu á röri sem væri ofan á henni. En rör liggja nú yfirleitt dýpra.

Hrólfur. maður setur niðir líktinn stubb og dettur þá ekki alltaf í hug að hann verði tröll. Og þegar því marki er náð, þá tímir maður ekki að höggva afkvæmið. Það er aegja ef maður er ekki tilfinningalega innréttaður eins og Jón Gnarr sem er algerlega samviskulaus asparmorðingi.

Halldór Jónsson, 7.6.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband