Leita í fréttum mbl.is

(of)Þungir dómar í Exeter málinu?

finnast mér þeir vera dómarnir vera yfir þeim Ragnari Z. og Jóni Þorsteini. Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir hvorn þeirra. Þriðjung úr lífstíðarfangelsi eins og dæmt er fyrir morð.

Þessir menn hafa aldrei áður gerst brotlegir við lög. Ekki gert flugu mein svo vitað sé. Engann slasað eða örkumlað. Ekkert barn svívirt. Bara stolið til að redda sjálfum sjálfum sér frá gjaldþroti. Beri menn þetta saman við aðra dóma fyrir miklu svívirðilegri glæpi.

Þessir menn eiga líklega enga peninga eftir af því sem þeir stálu. Þeir töpuðu þeim líklega öllum eins og við hinir sem þeir stálu frá. Ég vona eiginlega að þeir fái forsetanáðun eftir einhvern hæfilegan tíma i sveitinni á Snæfellsnesi greykallarnir. Nóg er framboðið af forsetefnunum sem vilja allt fyrir alla gera.

En þegar maður svo les dóma Héraðsdóms og Hæstaréttar þá skilur maður ekki upp né niður í þessum Sérstaka Saksóknara. Í dómnum er farið yfir hlut manna sem eru kallaðir A,B,C ,D,E og F og fleiri, sem svo greinilega áttu ekki minni þátt í að búa til Exeter-svindlið. Hæstaréttarlögmaður, háskólamenntaðir og þjóðþekktir menn. Enginn af þessum er ákærður fyrir þátt sinn í þessu svívirðilega samsæri sem Exeter málið er gagnvart þeim sem töpuðu öllu sínu á BYR og Íslandsbanka sem þá hét Glitnir.

Þarna blasa við peningar sem fóru í ranga vasa og hefur ekki verið skilað. Maður heyrði sagt á sínum tíma að Sérstakur nennti bara ekki að ákæra nema þá sem lægju best við höggi. Ekki veit ég um hvort það er rétt.

Exeter málið er eitt stórt samsærismál margra manna á bak við bókstafina, sem bera ekki síðri ábyrgð en þeir tveir sem nú eru tekmir útúr og réttaðir af því þeir lágu svo vel til höggsins. Hinir gefa réttvísinni bara langt nef og peningarnir okkar sem töpuðu þeim hringla í vösum sumra þeirra.

Mér finnast þessir dómar út úr kortinu miðað við annað sem viðgengst í þessu sk..aþjóðfélagi. Mér finnst helvíti hart ef Sérstakur ætlar að láta hér vð sitja í Exetermálinu.

Sveiattan fyrir svona afgreiðslu Sérstaks Saksóknara ef þetta er endir Exeter-málsins hjá honum. Ef hann reynir ekki að ná í peningana sem eftir eru af Exeter-svindlinu og slá á fleiri langa putta lygalaupa bak við bókstafina í dómunum, þá hefur hann valdið mér vonbrigðum að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég held við eigum að fara varlega í það að gagnrýna þá dóma sem þeir menn hljóta sem uppvísir voru að því að leggja bankakerfið og þar með hluta samfélagsins í rúst. Það tjón sem þessir menn ollu var gríðarlegt.

Látum dómurunum það eftir að dæma þessa glæpamenn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.6.2012 kl. 00:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sleppa svo morðingja eftir 8 ár sem dæmdur var í 16, helv.er lögræðingur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband