Leita í fréttum mbl.is

Kreppan er ekki að fara.

Ég get ekki gert að því að mér finnst menn einblína um of á útgerðina og vorkenna henni fyrir að borga svona meira veiðigjald en þeim þykir sjálfum hæfilegt. Menn gleyma hinu stóra samhengi að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Þeir sem hafa og þeir sem hafa ekki.

Auðvitað skil ég aðferðafræði kommúnista sem vilja skattleggja og eyða svo sjálfir í sig og sína. Þeta gerir Pútín Rússakeisari sem er auk þess búinn að gera sijálfan sig að múltibilla í leiðinni og enginn segir neitt. Okkar fólk safnar aðallega eftirlaunaréttindum.

Íslendingar búa núna í luktu landi á bak við járntjald þrælahalds og kúgunar stjórnvalda. Hér ríkja átthagafjötrar og ófrelsi. Ofurvald erlendra fjármálafanta í bönkum sem Steingrímur J. gaf til manna sem enginn þekkir. Þú litli maður mátt fara og flýja land en þu mátt ekkert taka með þér nema fötin sem þú stendur í.

Í umræðuþætti hjá Ingva Hrafni sátu þeir Þorstenn Pálsson, Erópusinni og Guðlaugur þór Sjálfstæðisþingmaður. Þeir fóru allir mikinn yfir því hversu veiðigjaldið væri hræðilegur skattur. Útgerðin fengi ekki að ráðstafa sínum peningum þó hún greiddi alla skatta eins og önnur fyrirtæki landsins. Þetta væri allsherjar hræðilegt gagnvart hagsmunum kvótaeigendanna.Og miklu fleiri tiltóku þeir.

Þorsteinn sagði að að heimilin í landinu myndu borga fyrir skerðingu á kjörum útgerðarinnar.Ingvi benti á að þau borguðu á hverjum degi fyrir útgerðina vegna gjaldeyrishaftanna. Ingvi gerði sér ljóst að útgerðin græddi ekkert meðan dollarinn var á 60 kall. Nú græddi hún auðvitað svaðalega af 130 krónu dollurum. En hvort það væri nóg svöruðu þeir ekki.

Þorsteinn talaði sem fyrr um kosti evrunnar og Evrópubandalagsins fyrir Íslendinga en Guðlaugur kom ekki auga á kostina á því að ráða ekki eigin mynt. Mér fannst Þorsteinn ákaflega ósannfærandi í sínum hugleiðingum um Evrópumálin en Guðlaugur er ávallt vaxandi maður í mínum augum með heilbrigða sýn á vandamál líðandi stundar.

Þorsteinn Pálsson minnstist á 7.áratuginn sem gósentíma í gegnismálum. Hann er líklega of ungur til að muna Svíþjóðarfarirnar og Ástralíuferðirnar.Það voru ömurlegir tímar man ég vel. Flest af því sem hann sagði um peningamál fannst mér litað af Evrópusækni hans. Líklega hefur Þorsteinn ekki miklar spurnir af stemningunni í þýskalandi um þessar mundir. Þar segist almenningur vera búinn að taka á sig að borga fyrir tvær heimstyrjaldir. Þeir segjast ekki nenna að borgar fyrir þá þriðju án þess að hún hafi farið fram hvað þá varðar.

Merkel er að gefast upp því allir sjá að hún hefur engin úrræði. Öll hugsunin á bak við Evruna er hruninn. Efnahagur Þjóðverja og framleiðni er þannig að borin von er að þriðjaheims ríkin sem mynda hina rúmu tvo tugina í ESB geta haft sömu mynt og þeir. Frakkar druslast með enn þá en það fjarar undan þeim líka. Bretar standa afsíðis og sitja um hina. Þeir hafa aldrei verið vinir meginlandsþjóðanna, eru það ekki enn og verða aldrei. Gleyma hvorki Napóleon eða Hitler.

Snýst ekki spurninginum veiðigjaldið um það hvort 130 krónur séu rétt verð í krónum eða ekki? Ef við sleppum gjaldeyrirnum lausum þá segja þeir að dollarinn fari langt yfir 200 kall og það er auðvitað rétt. Afleiðingin verður verðbólga. En hversu langæ verður sú óhófs ævi?

Þorsteinn benti á að við svona dýfu tækju hugsanlega víxlgengi verðlags og kaupgjaldseftir gamalþekktum formúlum. Mér finnst þetta orð að sönnu því hætt er jú við að félagflugumferðarstjóra verði ekki lengi án kaujphækkana. Helst var samt á Þorsteini að skilja að við værum ekki í vandræðum ef við hefðum aðra mynt. Ekki tóku hinir undir það. Enda ekki nema fánýtístal um hvernig Lísa í Undralandi myndi hafa það í dag hjá okkur.

Allt er þetta gengishaftamál áhætta . Sleppum krónunni lausri og gengið hrynur. En hversu lengi mun hrungengið vara? Og hversu mikið útstreymið verður ákveðst hugsanlega að einhverju leyti af þeim kjörum sem boðin eru á innlánum í krónum.

Við eðlilegar aðstæður NB. Óvissufaktorinn er að það treystir enginn Íslendingum lengur. Við erum bara þjófar og bófar í augum alþjóða samfélagsins og fjármagnsins. Og með réttu grannt skoðað. Pólitískt kvikasilfur sem getur kosið fólk til valda á borð við Steingrím Jóhann og Jóhönnu til valda eftir áhlaup óeirðasveita kommúnista á Allþingishúsið eins og skeð hefur fyrr og síðar.

En við eigum engan annan kost en að aflétta höftunum. Við getum sem þjóð ekki haldið þessu hálflífi áfram. Við getum ekki þóttst vera í EES. Við erum búin að hjakka í þessu fari eymdar og atvinnuleysis á fjórða ár. Hér er allt á leið til andskotans sem á þurru landi er. Það er bara ekkert að lagast þrátt fyrir áróður vinstripressunnar og RÚV. Atvinnuleysi, úrræðaleysi, gjaldeyrishöft, átthagafjötrar er það sem að proletaríiunu til landsins bjóðast. Útgerðin lifir í öðrum heimi og hitt fólkið í landinu er bara fyrir og má þessvegna missa sig.


Evrópusöfnuðurinn talar lítt um það að EES samningurinn hefur verið afnuminn nema að hann heimilar enn frjálsa för glæpamanna til landsins í boði Schengen vitleysunnar. Íslendingar verða að sýna vegabréf. Ef ekki væru þúsundir manna farnir í landi væri atvinnuleysistryggingassjóður okkar farinn á hausinn. Hér væru komnar súpubiðraðir eins og í Grikklandi.

Lífeyrissjóðakerfið hefur verið stórskaðað og kommúnistar sitja um að kúga af því fé til sinna gæluverkefna. Og til varnar sitja engir sem hafa annarra hagsmuna að gæta en kaupsins fyrir sjálfa sig. Vinstra liðinu í ríkisstjórnarsveitinni er öllum skítsama um hvað það þýðir fyrir þá sem borguðu í sjóðina til að fá úr þeim lífeyri. Þessi afstaða sést á því hvernig þeir sviptu aldraða grunnlífeyrirnum 2009 með því að draga lífeyrisgreiðslurnar úr lífeyrissjóðunum frá.

Sjálfir eru þeir á sérkjörum flestir í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna sem skerðast ekki um krónu hvernig sem allt veltur og safna eftirlaunaréttindum á hverjum degi.

Nú er sumstaðar farið að tala um að fresta gamalsaldrinum til 70 ára úr 67. Er þetta í rauninni ekki bara afbragð?.Eiga menn ekki bara að vinna fram í andlátið og hafa ekkert við það að gera að spila golf eins og aular ef hægt er að nota hendurnar í annað nytsamlegt. Mér finnst það vera stjórnarskrárbrot og brot á jafnréttislögum að neyða menn til að hætta störfum eftir almanakinu eða neita mönnum um vinnu af því þeir séu svo og svo gamlir.Þetta viðgengst í þessu landi en til dæmis ekki í USA.

Ég er eiginlega hættur að trúa því að aðstæður á Íslandi lagist fyrr en eftir mörg ár. Því tel ég að við verðum að takmarka frjálsa för vinnuafls frá óskyldum þjóðum hingað inn. Við höfum engan afgang hvorki af störfum né sósíalpeningum til að moka í útlendinga.

Við getum hleypt skandínövum og völdum einstaklingum af öðrum þjóðum óhindrað hingað inn á móti því að þeir hleypi okkur inn eins og þeir skandínavar hafa gert og bjargað þjóðinni með því. En okkur vantar ekki afríska og arabiska hælisleitendur eða flóttamenn eftir einhverjum formúlum hingað af því að við höfum bara ekki ekki ráð á því við þessar aðstæður örbirgðar og kreppu.Við getum kannski slakað til seinna.

Það er auðvitað að einhverjum spekingi dettur í hug að flytja inn þúsund Kínverja til að byggja næstu virkjun ef hann getur þá ekki bara sótt þá til Grímsstaða. En ég vil halda því fram, að ef við getum ekki gert framkvæmdir í landinu sjálfir þá vantar okkur þær ekki. Það má alveg framkvæma hægar en gert er þegar gusurnar ganga á alla vegu með tilheyrandi þensluáhrifum.

Því miður sé ég ekki bjarta tíma koma. Kreppan er ekki að fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Halldór, ég óska þér gleðilegs sumars.

Taktu þér smá ferð út fyrir bæinn og gerðu þér ekki allt of miklar áhyggjur af stjórnmálalífinu.

Láttu yngra fólkið taka við keflinu.

Lífið er of stutt til að fara með það í argaþras nútíma stjórnmála.

Svo kemur hvort eð er ný ríkisstjórn næsta ár og hjólin fara þá að snúast.

Vonandi að allir læri eitthvað af nútímanum, er það ekki okkar eini möguleiki?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.6.2012 kl. 00:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Halldór! Það er mið nótt og ég er enn að horfa á þingfund í beinni frá Alþingi. Það endurspeglar alvöru þjóðmála,jafnvel hættulegra,því aldrei fyrr í sjálfstæði þjóðar,hefur þingflokkur haldið til streitu í þráhyggju sinni að ganga að fullveldi Íslands, finn ekki annað orð en dauðu. Ég er að skrifa þetta með ræðumenn í eyrunum,en vil hvetja þig að halda áfram baráttu þinni,þau gömlu eru ekki "fullur",lesist linmælt,enda eiga sinn þátt í stórkostlegum framörum lands okkar,því sem einkennilega þenkjandi menn vilja eyða. Ég mun vaka og hlusta á málflutning varnarmanna og óska þeim velfarnaðar. góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2012 kl. 03:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað uppgjafartal er þetta í þér Heerlufsen, yngri maður en ég. Give em HELL sagði Truman. Það má ekki látas helvítin í friði með kvislíngastarfsemina sem er í gangi. Tókstu eftir því í Mogga hvernig formaður VG hagar afstöðu sinni til auðæindagjalds eftir því hvort hann á hlutabréf eða ekki? Þarna sáu menn hann í réttu ljósi.

Þú ert á vagtinni Helga mín þó að Herlufsen sé orðinn of gamall til að verjast.

Halldór Jónsson, 9.6.2012 kl. 08:36

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kreppur tilheyra kommúnistum og þess vegna hefur öllum þeirra stjórnar tíðum lokið með kreppu.  Það sem er verra við þessa kreppu sem við nú búum við nú er aðfjármála vitringar vesturlanda innleiddu lána fyrirkomulag stjórnleysingja til mikillar hamingju fyrir kommúnista.     

Enda hoppa þeir nú eins og feitir púkar á fjósbita og fara ekki fyrr en við finnum í okkur manndóm til að skjóta þá niður.  Bullið í honum þorsteini Pálssyni er ekki uppbyggilegt og hefur aldrei verið enda er hann bara blaðrandi rola. 

Hann er svona eins og gamall vinnulúin bóndi sagði eitt sin við mig um framsókknarþingmann.  Þetta er algerlega höndulaus rola. Og svo lyfti hann tóbakshorninu og svo heyrðist ah, ah.

En svo rétti hann úrsér og sagði eins og annars hugar, en þessir blessaðir loforða smiðir hafa nú meiri not fyrir langar ermar en höndur.

      

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 09:24

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jæja gat ég komið þér í gírinn! -

Ég er nú enn góður varnarmaður - í skák -.

Hitt skal ég fúslega játa að stjórnmálin eru alveg komin á hliðina, frá mér séð.

Hins vegar skil ég þig afar vel. Auðvitað viltu stand í ístaðinu, þó nú væri, slíkur baráttujaxl!

Vonandi finna þeir einhvern samnefnara þessir alþingismenn.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.6.2012 kl. 14:42

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég sá myndir af þér hjá Gunnari Birgissyni sem segir þig meistaraskákara. Við þurfum að lemja á þeim

Halldór Jónsson, 9.6.2012 kl. 16:12

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þú minnist á Gunnar Birgisson. Sá góði maður hefur komið undanfarið í KR skák og kom verulega á óvart að hann er bara sterkur skákmaður, sem við eigum í basli með að halda aftur af !

Ef þú ert líka liðtækur í skák væri fengur af því að fá þig til að berja á okkur. Það væri góð tilbreyting hjá þér að slást á skákborðinu í staðin fyrir þetta basl við að koma stjórninni frá völdum !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.6.2012 kl. 00:10

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, ég þoldi víst ekki að tapa hér í gamla daga. Pabbi kom heim með skátafl og gaf mér. Tefldi svo við mig til kennslu og gerði mig heimaskítsmát. Afleiðingin var sú að ég tefldi ekki aftur hvorki við hann né aðra í tíu ár. Þá reyndi ég aftur en fann mig ekki í því og hætti endanlega.

Nei, Herllufsen, mér finnst alveg nógu fúlt að tapa í tennis og badminton og sundi. Ég veit að það eru margir betri en ég og svo eru margir orðnir helvíti miklu yngri en ég, og ég verð víst að viðurkenna staðreyndir. Ég er bara lúser og verð það. Bad lúser NB.

Heimaskítsmátið situr líklega í mér einhversstaðar ennþá Herlufsen svo ég þori ekki að taka heimboðinu í KR til að láta einhverja undirmálsmenn máta mig! MIG, sjálft stórveldið!

Enda er skáklistin margslungin og stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Einu sinni var Gunnar Húsebý á Laugavegi 11 . Settist fyrir framan Jón E. Ragnarsson og sagði með drynjandi röddu: TEFLA. Neiiineiei sagði Jón. TEFLA! sagði Húsebý.

Jáaaaaá sjálfsagt sagði Jón skjálfraddaður. Taflið hófst og urðu sviptingar miklar þar sme báðir voru vel færir í skáklist . Gengur það til að Jón sá sér leik á borði og renndi drottningunni í borð hjá Húsebý og sagði SKAK!

ER HVAÐ? sagði Húsebý og var röddinn nú ekki síður ógnvekjandi en áður. En Jón E. var síst af öllu beljaki að burðum þó hann stæði flestum á sporði andlega.

Neiiiiiiiiiiii neiiiiiii sagði Jón og tók leikinn til baka þar sem hann aleit það besta leikinn í stöðunni. Ekki man ég hvernig skákinni lauk en allir skildu vandræðalaust og skáluðu fyrir vináttunni.

Ég er ekki viss um að ég geti hrætt neinn þarna í KR með því að yggla mig eins og mér meiri skákmenn gerðu í den og fá þá til að endurskoða óþægilega leiki fyrir mig. Þannig að ég ætla bara að passa á boðið.

En takk annras fyrir að detta það í hug að ég geti teflt!

Halldór Jónsson, 10.6.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband